Thursday, June 02, 2005

Now there wont do any mitten-takes!

Ég týndi æðruleysinu mínu í gær og ég lýsi hér með eftir því. Ég er að tryllast úr stressi yfir öllum hlutunum sem ég þarf að gera áður en ég fer. Þetta var kannski full mikil bjartsýni að vera vinna fulla vinnu fram á síðasta dag og svo er ég búinn að bóka mig aðeins of mikið seinustu dagana. Ég og tímastjórnun eigum ekki saman þessa dagana en það er alltí lagi. Ég verð bara að massa þetta aðeins minna en ég ætlaði að gera. Ég er líka mjög illa sofin, fer seint að sofa og vakna kl 6 á morgnana útaf birtunni. Ég get ekki beðið eftir því að stíga upp í flugvél á sunnudaginn, það verður spennufall ,ég sofna örugglega og gleymi að fara út í Köben og enda í Hamborg. Jæja nóg af væli, ég var í æðislegu kveðjukaffihúsapartíi í gær, rosalega var gaman. Ég þekki alveg stórkostlega skemmtilegt fólk enda er ég nú ekki leiðinleg sjálf hahahahahaha. Mér finnst líka notalegt að vera hjá mömmu, ég fæ mömmumat á færibandi sem er ekki slæmt.

2 comments:

sArs said...

Sæl Ásdís - sAra chAmonixkona hér!
Lítill danskur fugl var að segja mér að þú hafir verið að gifta þig kona sæl! Við svEinborg erum bæði gáttaðar og gleðjumst fyrir þína hönd....

held og lykke.

sArs said...

Sæl Ásdís - sAra chAmonixkona hér!
Lítill danskur fugl var að segja mér að þú hafir verið að gifta þig kona sæl! Við svEinborg erum bæði gáttaðar og gleðjumst fyrir þína hönd....

held og lykke.