Friday, June 17, 2005

Gsm:60677811

Það var mikið! Ég hélt að þetta ætlaði ekki að hafast, djöfull er búið að vera ömurlegt að vera gemsalaus. Núna er ég kominn í siðmenninguna aftur. Við hittum leigusalann í dag og við fáum að flytja inn á mánudaginn.
Guð sé lof! Giftu fólki um þrítugt er ekki ætlað að flytja aftur inn á foreldra sína eða tengdaforeldra. Alveg sama hversu nice tengdaforeldrarnir eru, það er bara ekki gott. Þetta stríðir örugglega gegn einhverju náttúrulögmáli. Mig hlakkar svo til að koma dótinu fyrir og hreiðrast aðeins. Ég hlakka til að búa þarna, þetta er virkilega flott íbúð.
Það er sólskinshelgi framundan hjá okkur, ég ætla að flatmaga í sólinni um helgina.
Gleðilega þjóðhátíð

5 comments:

Anonymous said...

hallo krúsidúllurnar mínar
mikið er gott að þetta er allt að smella hja ykkur.

þjóðhátíðarkveðjur frá lasna fólkinu á íslandi.
þín litla systir erna og betir helmingurinn

Anonymous said...

hæ elsku Ásdis, til hamingju með allt. já svona virkar þetta...njóttu kvveðja til Annesar. hlökkum til að heimsækja ykkur Ásta

Linda Björk said...

númer noted.

ekki gæti ég hugsað mér að flytja aftur í foreldrahús.... pff...alltof erfitt.

Anonymous said...

Til hamingju með heimilið.... Komum heim í gær frá Ísafirði, bein keyrsla með einu stoppi, 4 klst. Sálin var löngu á eftir. Fyrsta símtal heima var da-12. Nýr maður, frábært! Það mætti halda að einhver væri við stjórnvölinn.

Anonymous said...

Gott að allt gengur vel, Buddistarnir á mínum aldri voru þeir sætir líka?
Sakna þín, Bára