Monday, July 31, 2006

Vonbrigði ársins!

yes, þeir vildu mig ekki inn í skólann sem er nú algjörlega fyrir ofan , neðan og til hliðar við minn skilning. Ég var ægilega sár í nokkra klukkutíma. Það hlýtur þá að vera betra plan í gangi en það sem ég var með( ég var samt með helvíti gott plan:(
Þá er að snúa sér að næsta máli á dagskrá, finna sér nýja vinnu og reyna fatta hvað í andskotanum þetta nýja plan er eiginlega.
Sayonara!

Monday, July 17, 2006

Jæja þá er ég komin úr hýði aftur, ég gæti svosem reynt að kenna góðu veðri um að ég nenni ekki að blogga en það er bara léleg afsökun. Talandi um gott veður þá er bara gott veður alltaf!! Þetta er skrýtið fyrir íslending að hafa sama veðrið á hverjum einasta degi, þetta er bara eins og að búa á Spáni. Það er annars allt heitt og gott að frétta. Það eru 11 dagar í að ég fái bréf frá skólanum og ég bíð spennt. Við erum búin að fá grænt ljós á að kaupa íbúðina sem við erum í núna sem er æði. Þá hefjast sko framkvæmdir skal ég segja ykkur! Það verða máluð loft, nýtt eldhús, nýtt bað og ný stofa. Vala Matt getur alveg óhætt komið í heimsókn í október