Tuesday, June 28, 2005

Fyrsti dagurinn í vinnunni búinn! Þetta var alls ekki eins erfitt og ég hélt en vandamálið er hitinn. Ég brann á enninu og handleggjunum þrátt fyrir sólkrem. Það er langerma skyrta og derhúfa á morgun til að hlífa húðinni. Ég verð í þjálfun hjá honum Martin Frandsen út vikuna sem er hinn skemmtilegasti gaur.:)
Vitið þið hvað? Rúmið kom í dag og það er ggeeeeeeððððveikt þægilegt. Þetta rúm er hverrar krónu virði!

Friday, June 24, 2005

Pósturinn Ásdís og kötturinn ?

Ég er komin með vinnu, nananananaanana!!! Djöfull er það æðislegt. Ég byrja hjá Post Danmark á þriðjudaginn, verð í hlutastarfi í júlí og svo fastráðning og fullt starf í ágúst. Ýhhaaa!
Þetta er mjög erfið vinna líkamlega þannig að ég kemst kannski í form í fyrsta skipti á ævinni. Ég er nú búinn að vera að plana það að koma mér form frá fæðingu. Ég er með B.A gráðu í að hugsa um hvernig ég ætla að koma mér í form en framkvæmdin hefur verið lítil sem engin. Kannski gerir Post Danmark fyrir mig það sem ég get ekki gert sjálf.
Ég er ógeðslega lukkuleg með hverfið sem ég bý í, það er stöðuvatn rétt hjá og æðislegt útivistarsvæði, svo er Kringlan í 5 mín fjarlægð. Ég þarf ekki að fara niður í bæ til þess að gera neitt í rauninni. Svo get ég hjólað í vinnuna(upp brekkuna reyndar) en ég neita að láta það fara í taugarnar á mér.
Það hefur verið geggjað veður síðastliðna daga og jarðaberjatíminn í Danmörku er í full swing. Ég borða jarðaber í öll mál(nema í gærkvöldi, það er ekki hægt að blanda jarðaberjum við hakk og spagettí, svo vel fari).
Ég held að ég fari bara á ströndina núna:)

Thursday, June 23, 2005

Brekkur!

Það er alls ekki gott að flytja í 25 stiga hita eins og við gerðum á mánudaginn. Ég rifja það alltaf upp þegar ég flyt, hvað það er rosalega leiðinlegt að flytja. Og svo í svona miðjum flutningum þá hata ég það virkilega og strengi þess heit að ætla aldrei að flytja aftur. En svo gleymi ég þessu þangað til næst. Það er rosa gott að vera kominn í sitt eigið og það er ekki reimt í húsinu þannig að ég sef fínt fyrir utan það að minn heittelskaði tekur of mikið pláss í rúminu. Við erum að bíða (ennþá) eftir fína Tempur rúminu og erum að sofa í alltof litlu rúmi núna. En vonandi kemur nýja rúmið á morgun eða laugardag.
Ég fór í atvinnuviðtal áðan hjá Post Danmark og mætti degi of snemma alveg óvart. Þannig að ég á að mæta aftur á morgun. Ég er mjög súr yfir einu, það er brekka á leiðinni í þessa vinnu. Þannig að ef ég fæ þessa vinnu þá þarf að hjóla hana á hverjum degi. Ykkur finnst þetta kannski dáldið fáránlegt en það eru bara 3 brekkur í Danmörku, það er brekkan hjá dýragarðinum, hæsta brekka Danmerkur, Himmelbjerget og svo er þessi sem ég var að kynnast í dag. Ég hélt með því að flytja til flatasta lands í heimi þá þyrfti ég ekki að hjóla upp brekkur næstu árin. En nei, svona er brekkukarmað mitt!

Friday, June 17, 2005

Gsm:60677811

Það var mikið! Ég hélt að þetta ætlaði ekki að hafast, djöfull er búið að vera ömurlegt að vera gemsalaus. Núna er ég kominn í siðmenninguna aftur. Við hittum leigusalann í dag og við fáum að flytja inn á mánudaginn.
Guð sé lof! Giftu fólki um þrítugt er ekki ætlað að flytja aftur inn á foreldra sína eða tengdaforeldra. Alveg sama hversu nice tengdaforeldrarnir eru, það er bara ekki gott. Þetta stríðir örugglega gegn einhverju náttúrulögmáli. Mig hlakkar svo til að koma dótinu fyrir og hreiðrast aðeins. Ég hlakka til að búa þarna, þetta er virkilega flott íbúð.
Það er sólskinshelgi framundan hjá okkur, ég ætla að flatmaga í sólinni um helgina.
Gleðilega þjóðhátíð

Tuesday, June 14, 2005

Buddinge vej 60 , Lyngby

Þá er heimilið komið, við fáum íbúðina sem við skoðuðum í dag. Nýstandsett,78 fm 2 herbergja á efri hæð í einbýlishúsi,fáum afnot af stórum garði og verönd, þvottahús í kjallara og svo er stutt í búð og lest niðri í bæ. Svo síðast en ekki síst þá er ekki langt í hana elsku Betu stórusystur,hún er í hjólafæri. Svo er líka stutt í dönskukúrsinn minn og skólann sem mig langar í eftir tvö ár. Það mætti halda að það sé einhver annar að skipuleggja þetta en ég, ég hef ekki svona gott ímyndunarafl. Við hjónin erum nú bara helvíti dugleg, ég hef nú ekki heyrt margar sögur af því að fólk reddi sér íbúð og vinnu á 8 dögum í Kaupmannahöfn, núna þarf ég bara að fá vinnu og þá er þetta orðið alltof gott til að vera satt.
Ég er svo hrikalega áttavillt hérna að það er eiginlega bara fyndið, ég á bágt með að muna hvort ég er að koma eða fara. Það eina sem ég veit að ég er í Köben...einhversstaðar! Svo hringi ég yfirleitt í minn heittelskaða og hann segir mér hvert ég á að fara:)
Við fengum búslóðina í dag og tróðum henni inn á gafl hjá tengdó, það var gaman að sjá dótið sitt aftur og þá sérstaklega hjólið! Ég fór og búddaðist í kvöld, danskir búddistar eru mjög fallegt fólk upp til hópa og kemur mjög vel fyrir. Ég hlakka til að kynnast þeim betur.
Planið á morgun er að fara með Betu að sálgreina tígrisdýrin í dýragarðinum og fara svo í yoga.
Gott plan!

Monday, June 13, 2005

240876-4230

Ég fékk nafnnúmer í dag og fékk að stofna bankareikning í Nordea Bank og ég þurfti bara að bíða í viku. Svo er gemsanúmerið víst á leiðinni þannig þetta er allt langt fram úr væntingum
Það er ótrúlegt hvað bankareikningur getur gert fyrir andlega líðan. Mér líður bara næstum því eins og ég eigi heima hérna. Ég fór í mollið í dag og eyddi fullt af peningum í föt vegna þess að það var rigning og það var ekkert annað að gera. Ég vona að það rigni ekki mikið meira í sumar, því að þá verð ég fátæk.
Gleðifréttir! Minn heittelskaði fékk vinnu í dag, hann er að fara að vinna á ungdomsklub í Rødovre. Svo erum við að fara að skoða íbúð á morgun og og sækja búslóðina. Svo er ég að fara að búddast annað kvöld og fæ að kynnast dönskum búddum. Nóg að gera!
Nam mjó hó renge kjó

Friday, June 10, 2005

Góður dagur!

Ég er búinn að vera í brúðkaupi í allan dag, Lóa systir hans Anders var að gifta sig. Mjög flott og intimat brúðkaup og ég snökti í athöfninni , hún var svo falleg. Ég er mikið viðkvæmari fyrir brúðkaupum eftir að ég gifti mig sjálf. Það er eitthvað við brúðkaup sem gerir mann svo ægilega glaðan og maður er glaður í viku á eftir.
Ég og minn heittelskaði sættumst á rúm og versluðum það í gær. Ég var voða bjartsýn og hélt að ég fengi að lúlla í nýja Tempur rúminu um helgina. En nei, þá kom til kasta náttúrulögmálið "það tekur allt 14 daga í Danmörku". Það tekur 14 daga að flytja rúmið á milli Óðinsvé og Köben, þeir fara kannski með þetta í hestvagni! Hver veit!
Ég sótti um 6 vinnur í gær, ægilega dugleg.
Veðrið er ekkert spes og verður það ekki næstu daga:(

Wednesday, June 08, 2005

Ásdís lestasvindlari!

Ég féll á danska samgönguprófinu í dag, ég var gripinn af eftirlitsmanni af því að ég hafði óvart borgað of lítið í lestina. Hann ætlaði að sekta mig um 4500 kall íslenskar en hann sá aumur á mér þegar ég útskýrði að ég væri stupid innflytjandi sem ætti ekki að fara út úr húsi án eiginmannsins. Hann fílaði slíka auðmýkt í tætlur og veitti mér áminningu en ég slapp við sekt. Hjúkk!!
Fór til systur minnar í morgun og hún hannaði starfsferilsskrána upp á nýtt á dönsku. Ég er með svo flotta starfsferilsskrá núna að menn þurfa að vera vanheilir á geði til að ráða mig ekki. En ég veit svosum ekkert um almenna andlega heilsu Dana, það verður bara að koma í ljós.
Geðveikt veður í dag og ég er bara að segja það til að svekkja ykkur:)

Tuesday, June 07, 2005

Í Danmörku tekur allt tvær vikur!

Þetta er nýtt mottó sem ég er að reyna að tileinka mér, það tekur allt alveg ógurlega tíma hérna og öllum virðist vera sama(nema mér af því að ég er snarbrjálaður íslendingur). Það tekur 8 daga að fá GSM númer,
8 daga! . Ég skil ekki hvað símafyrirtækið er að gera, kannski er það að handsauma símanúmerið í símakortið.
Það er búið að vera fínt veður í dag, meira segja í hlýrra lagi og svo fór ég í danskan súpermarkað og það gladdi mitt níska hjarta. Þar fékk ég: (eftirfarandi listi er í íslenskum)
rjómapeli: 60 kr
500 gr nautahakk: 260 kr (ekki einu sinni á tilboði)
kartöflur 2 kg : 100 kr
afskorin blóm(mjög flott) :220kr
Múhahahahaha!!!!
Lífið er gott í baunalandi!

Monday, June 06, 2005

Meee!

Fyrsti dagurinn í Baunalandi gekk ágætlega fyrir sig, ég skráði mig inn í landið og svoleiðis. Ég er að reka mig á það að það gerist allt hægar hér í kerfinu en á Íslandi en það mátti svosum alveg. Það var ágætis veður í dag nema að það var dáldið kalt á dönskum mælikvarða, svo kom suddi seinni partinn. Minn heittelskaði strunsaði með mig út um allan bæ til að skoða rúm, við fundum nokkra góða kandidata. Ég smakkaði furðulegan hlut í dag, rúnstykki með kjötbollu, rauðkáli, súrri gúrku og salati. Alls ekki vont en skrýtið! Bara Dönum dettur í hug svona samsetning. Ég finn að ég er strax farin að afíslenskast, ég er orðin rólegri og ég fæ nískuköst öðru hvoru. Ég verð orðinn ligeglad og nískari en andskotinn áður en haustar!
Ég rölti með Betu systur niður strikið og við nískuðumst saman. Þetta er orðið svo alvarlegt á fyrsta degi að ég bauð henni út að borða á pizzahlaðborð sem kostaði 49 kall (=ekki neitt). En hún er búinn að vera hérna svo lengi að henni fannst það allt í lagi. Hún er löngu orðin nísk.

Sunday, June 05, 2005

Baunaland

Er mætt til baunalandsins og finnst það dáldið absúrd. Það er merkilega aðstaða að hafa engan fastann punkt í lífinu, ég þarf ekki að vera neins staðar í vikunni ,ekkert plan. Ég sakna vinnunnar minnar fyrrverandi dáldið enda alveg frábær vinnustaður og og yndislegir vinnufélagar. Ég veit ekki hvort er hægt að gera betur í góðum móral og frábærum vinnufélögum, ég er spennt yfir því hvort Danmörk geti boðið betur á því sviði.
Þetta er búinn að vera skelfilegur tryllingur að koma sér frá Íslandi síðastliðna daga, ég missti algera stjórn á streitunni . Það var ekki fyrr en ég var kominn út á völl í dag að ég fór að slappa af. Ég kvaddi ekki alla eins og ég vildi og kom ekki öllu í verk sem ég ætlaði mér, reyndar var markið sett hátt og það hefði þurft fjórar Ásdísar til að klára þetta allt saman. Svona er fullkomnunaráráttan skemmtileg.
Bráðabirgðaplan vikunnar er að hanga í dýragarðinum, sækja um vinnur og chilla, meira veit ég ekki.
Þetta reddast einhvernveginn!
P.S Það er skýjað og rigning, þvílíkt hneyksli!

Thursday, June 02, 2005

Now there wont do any mitten-takes!

Ég týndi æðruleysinu mínu í gær og ég lýsi hér með eftir því. Ég er að tryllast úr stressi yfir öllum hlutunum sem ég þarf að gera áður en ég fer. Þetta var kannski full mikil bjartsýni að vera vinna fulla vinnu fram á síðasta dag og svo er ég búinn að bóka mig aðeins of mikið seinustu dagana. Ég og tímastjórnun eigum ekki saman þessa dagana en það er alltí lagi. Ég verð bara að massa þetta aðeins minna en ég ætlaði að gera. Ég er líka mjög illa sofin, fer seint að sofa og vakna kl 6 á morgnana útaf birtunni. Ég get ekki beðið eftir því að stíga upp í flugvél á sunnudaginn, það verður spennufall ,ég sofna örugglega og gleymi að fara út í Köben og enda í Hamborg. Jæja nóg af væli, ég var í æðislegu kveðjukaffihúsapartíi í gær, rosalega var gaman. Ég þekki alveg stórkostlega skemmtilegt fólk enda er ég nú ekki leiðinleg sjálf hahahahahaha. Mér finnst líka notalegt að vera hjá mömmu, ég fæ mömmumat á færibandi sem er ekki slæmt.