Saturday, December 06, 2008

Friday, November 28, 2008

Wednesday, November 19, 2008

jólahvað!

19.11.2008
Leó þakkar fyrir allar afmæliskveðjurnar, hann fékk afmælisrúnstykki í morgunmat og var alsæll með það. En hann er ekki alveg búinn að fatta þetta með afmælispakka, umbúðirnar eru ennþá áhugaverðari en innihaldið.
28.11.2008
Þá er búið að halda barnaafmæli með hnallþórum og öllu tilheyrandi. Afi, amma,móðursystir og frændinn komu seinustu helgi í tilefni dagsins. Amma hristi þessa svakalegu góðu rækjubrauðtertu(nb með sérinnfluttu Gunnarsmajónesi) fram úr erminni sem sá og sigraði. Fullorðna fólkið var hæstánægt með daginn en afmælisbarnið var ekki alveg að fíla þetta. Fyrir það fyrsta var fullt af fólki sem hann þekkti ekki neitt og svo vildi liðið syngja fyrir hann. Þá fór hann bara að hágráta yfir allri þessari athygli(og kannski vegna þess hversu illa var sungið, maður veit ekki) og fúlsaði við afmæliskökunni líka. En pakkarnir voru ágætlega áhugaverðir, sérstaklega skrautið. Leó þakkar kærlega fyrir allar gjafirnar.
Það var farið í jólatívolí og flóamarkað með stórfamilíunni og svo var kappát frá fimmtudegi til sunnudags. Eins og ég hef minnst á áður þá fylgir því ákveðin þyngdaraukning þegar fjölskyldan mín kemur saman.
Það er búið að flytja, selja og koma sér fyrir í nýju íbúðinni. Nýja íbúðin er hlý og góð. Ég er ekki alveg að nenna skólanum þessa dagana, verkefni á verkefni ofan en þetta reddast einhvern vegninn. Minn heittelskaði er ennþá í feðraorlofi og verður til 1.febrúar. Við erum búin að fá leikskólapláss 15.jan, við fengum ekki það sem við báðum um en við fengum samt það sem við vildum. Við erum bara komin í hið mesta jólastuð og hlökkum til að sjá ykkur öll um jólin.
knús

Leó afmælisbarn!

Posted by Picasa

Thursday, October 09, 2008

Svei mér þá!

Mbl.is hefur verið spennandi lesning undanfarið, þjóðarskútan sigld í strand og allt í steik. Landsbankinn ásamt öðrum þjóðnýttur, ekki hefði ég getað séð þetta fyrir. Ég var nú góður vinur Landsbankans um árabil og styrkti hann vel og mikið í gamla daga. Ég var með góðan yfirdráttarfulltrúa sem ég hringdi í reglulega og taldi trú um að ég þyrfti smá meiri aur. Í þá daga borgaði maður "bara" 12 % í yfirdráttarvexti, sem er nú bara gefins í dag.
Er nú helvíti feginn að hafa ekki yfirdrátt í dag.
Þessi sláturumræða er dáldið skemmtilega á Íslandi, núna talar fólk um að vera heima með fjölskyldunni og taka slátur. Ægilega huggó, kannski fara menn að þæfa ull líka og strokka sitt eigið smjör. Belja og tvær,þrjár rolluskjátur út í garði. En mér er spurn, afhverju gat fólk ekki haft það huggó með fjölskyldunni og reykt hangilæri saman áður en Ísland fór á hausinn?

Friday, October 03, 2008


Sunday, September 28, 2008

Ekki lengi að þessu!

Það er kominn kaupandi að íbúðinn, þetta tók bara 3 daga en við höldum áfram að sýna íbúðina. Maður veit aldrei hvað gerist nefnilega, þetta er ekki í höfn fyrr en peningarnir eru komnir í bankann. Við hjónin stríluðum okkur upp í gær og skelltum okkur í brúðkaup og erum hálfþunn í dag, þó ekki vegna áfengisdrykkju. Við átum yfir okkur af góðum mat og fengum cola beint í æð, við erum heldur ekki vön að fara svona seint að sofa(00:30). Þetta útstáelsi var í boði ofurbarnapíanna, Betu og Mikkel. Barnið virðist ekki hafa fengið varanleg sálræn mein af pössuninni en við leggjum peninga til hliðar samt sem áður fyrir sálfræðinginn seinna meir. Ef hann tekur ekki skaða af þessu þá kemur bara eitthvað annað seinna:)

Wednesday, September 24, 2008

Dætur!

Posted by Picasa

Barnið fer þeim dáldið vel:)

Posted by Picasa

Gústa frænka og pönnukökurnar!

Posted by Picasa

slapp við hórdóminn í dag!

Djöfull er ég ánægð, ég fór til tannlæknis í dag eftir að hafa verið með tannpínu í 3 daga. Ég var þokkalega svartsýn og bjóst við rótarfyllingu með öllu því húllúmhæji og peningaútlátum sem því fylgir. En nei, tannsinn greindi mig með ennis/kinnholusýkingu og sendi mig út með pensilín recept. Mikill léttir að kaupa sýklalyf fyrir 30 kall í staðinn fyrir að borga tannsanum 4000 kall. Núna slepp ég við að tölta niður á Strik og selja mig fyrir tannlæknareikningnum:)
So far,so good með íbúðarsölumál, við settum auglýsingu á netið í gær og það eru 4 búnir hringja,1 búin að skoða og það koma 2 a morgun og 1 á föstudag. Brjálað að gera, hér er auglýsingin á DBA.
Íbúðin sem við flytjum í er leiguíbúð, 2 svefnherbergi , 66 fermetrar,á fyrstu hæð með svölum og risakjallaraherbergi þar sem minn heittelskaði getur dundað sér við smíðar. Ástæðan fyrir að við flytjum er að við fáum mikið stærri svefnherbergi, fáum svalir og það er mjög flott lokað leiksvæði fyrir Leó á milli blokkanna. Hann fær leikfélaga,(engin börn þar sem við erum núna) og svo skemmir það ekki fyrir að við spörum 2000 kall í húsaleigu á mánuði. Not bad!
Nýja íbúðin er hér,.
Við búum á Stellavej þannig að þið sjáið að við flytjum ekki langt.

Vi flytter,jú!

Við erum opinberlega komin inn á leigumarkaðinn, kommúnan góða reddaði okkur íbúð sem er stærri,ódýrari og barnvænni. Við flytjum þann 15.október, mjög mikil snilld. Nú vantar bara að
selja andelsíbúðina okkar sem verður vonandi ekkert mál. Almættið reddar því:)
adios

Sunday, September 07, 2008

bla

Hér er allt að gerast, mamman byrjuð að vinna og komin í skólann aftur og pabbinn orðinn heimavinnandi húsfaðir.
Skólinn er algjört æði og heimavinnandi húsfaðirinn slær mig út í heimilisverkunum þannig að þetta er ekkert nema hamingja. Leó stendur upp út um allar trissur og blóm og bækur eiga fótum fjör að launa undan honum. Hann fékk fyrstu pönnukökuna með rjóma í gær og rann hún vel niður. Við fengum Ævar, Guggu og Jakob í heimsókn í gær og prufukeyrðum pönnukökupönnuna af því tilefni. Ég gerði þær meira að segja úr spelti.
Heimavinnandi húsfaðirinn er mjög skipulagður gæi og fer með Leó í eitthvað activity á hverjum degi. Það er farið í sund og leikstofur út um víðan völl á virkum dögum.
Ég er byrjuð á mínu vanalega krosssaumsstússi(hvað eru eiginlega mörg s í þessu orði?)Metnaðurinn er aðeins meiri en venjulega, ég er að gera jóladagatal handa Leó. Ég stofnaði saumaklúbb í ágúst og við erum búnar að hittast tvisvar og það lítur vel út með framhaldið.
Markmið vetrarins er að læra að prjóna ullarsokka.
over and out

Friday, August 22, 2008

Wednesday, August 13, 2008

íkon


Ég skrapp í Marmor kirkjuna í dag sem er mín uppáhaldskirkja í Köben, það er svo góð stemmning í henni, ég þarf bara að sitja þar inni í svona korter til að hlaða batteríin og þá er ég eins og nýsleginn túskildingur. Ég var heppin í dag, það var listasýning á efri hæðinni í dag, kona sem málar íkona. Íkonar eru kristileg málverk sem eru máluð aftur og aftur alveg eins, alltaf verið að kópera originalinn sem Lúkas átti að hafa málað. Það er dáldið flippað að þetta málverk af Maríu og Jesú hafi verið eins í árhundruðir og það er kannski sjens að hún hafi litið svona út. Þessi íkon var allaveganna mitt uppáhald.

Tuesday, August 12, 2008

Heyrist bank=Argggh

Hann sonur minn minnir mig á þetta lag með póstinum páli. Hann er byrjaður að standa upp og bankar húsgögn og gólfin til skiptis. Það er búið að loka inn í eldhús eftir að hann stóð upp við ofninn og bankaði hann að sjálfsögðu á leiðinni niður með hausnum. Hann klemmdi á sér puttana tvisvar sama daginn á sömu skúffunni(bara svo að hann myndi það örugglega næst:).
Hann virðist ekkert ætla að skríða almennilega fyrst, hann er ennþá að hífa sig áfram á höndunum.
Ég finn allavegana að gráu hárunum fjölgar hraðar en áður,ég er farin að sakna þeirra góðu gömlu daga þegar hann lá kjurr þar sem ég setti hann.
Ég var hjá einni eldri dömu í vinnunni um daginn sem er 99 ára og eldhress á alla kanta. Hún á engin börn, ég hef oft rekist á það í vinnunni að þær konur sem eignast ekki börn ná mjög háum aldri og eru mjög hressar líkamlega. Ætli barneignirnar slíti konur það mikið niður að það taki einhver ár af ævi þeirra? Í gamla daga þegar konur áttu mikið fleiri börn þá var meðalaldur þeirra ekki hár, kannski milli fertugs og fimmtugs. En það hélst reyndar í hendur með miklu striti, lélegri næringu og takmarkaðri læknishjálp. En hver veit?

Friday, August 08, 2008

Gestagangur!

Hér á bæ hefur ekki gefist tími til að blogga neitt af viti vegna gestagangs, við fengum þrjú holl í júlí og ágúst. Erna og Ólinn voru fyrst á sviðið ,svo kom Bent. Þar á eftir kom mútta og svo tóku Max-píurnar og powershoppararnir,Sigga og Sólrún við. Þetta hefur verið gífurlega huggulegt og gaman að fjölskylda og vinir láta sig hafa það að sofa í stofunni hjá okkur. Það er búið að fara í dýragarðinn, Bakken og ýmsar aðrar bæjarferðir og étið eins og svín aðallega. Ég stofnaði íslenskan saumaklúbb hérna í Köben fyrir stuttu og stofnfundurinn var í seinustu viku. Ég var svo heppin að ég hafði fulltrúa frá upprunalega saumaklúbbnum mínum frá klakanum, siggu og sólrúnu mér til halds og trausts. Þær sáu til þess að þetta færi nú allt vel fram.
Minn heittelskaði er kominn í hálfs árs frí og það er algjört æði. Ég hef getað unnið aðeins í heimahjúkruninni og það er gott að komast út meðal fólks aftur. Það eru tvær vikur í skólann og ég hlakka mikið til, meira segja verður heimalærdómurinn bara hressandi. Við hjónin ætlum að leika túrista í Kaupmannahöfn þangað til
.

Thursday, July 24, 2008

Þreyttari!

Posted by Picasa

Þreyttur!

Posted by Picasa

Sæti

Posted by Picasa

Nýja klippingin

Posted by Picasa

ó nei!

Posted by Picasa

Frændur!

Posted by Picasa

Sunday, July 20, 2008

update

Við familían erum nýkomin úr bústað, við fengum að lána bústað og bíl hjá tengdó og erum búin að vera þar í góðu yfirlæti. Við náðum meðal annars að grilla 6 daga í röð og stunda regluleg sjóböð en ég missti dáldið áhugann eftir að marglitta gerðist aðeins of ástleitin og brenndi mig á löppunum. Það er helvíti vont!
Við vorum með gesti í mat í gær og af því tilefni gerði ég hnetusteik a la grænn kostur. Hún var mjög góð en tók yfir tvo tíma að búa hana til og notaði öll áhöld og tæki sem ég átti. Eldhúsið var eins og eftir loftárás. Ég skil alveg afhverju þetta er jólaréttur hjá grænmetisætum, það nennir enginn að standa í þessu oftar en einu sinni á ári
Erna systir og Ólinn koma til baunaveldis á morgun yeahhh!

Thursday, July 03, 2008

Oj!!

Ég er búinn að finna síðu með ókeypis heimildarmyndum(http://freedocumentaries.org/) og þar er ýmislegt í boði. Asninn ég gat ekki látið það vera og fór að horfa á mynd (hún heitir Earthlings )um hvernig við förum með dýr, bæði með gæludýr og dýr sem við ræktum til matar. Ég horfði á hálftíma af henni og mér er óglatt. Þetta er svo ótrúlegt að ég geti farið útí búð og keypt kjúkling og nautakjöt og liðið vel með það . En svo sé ég nokkrar sláturhússenur og ég skammast mín fyrir að vera hluti af mannkyninu. Ég held að ef við gerðum okkur virkilega grein fyrir hvað kemur fyrir dýrið áður en það ratar í plastbakkann sem ég kaupi á góðum díl úti í Nettó þá værum við öll grænmetisætur.

Monday, June 30, 2008

Arghh!

Posted by Picasa

Namm!

Posted by Picasa

Enlig mor!

Ég er einleg móðir þessa vikuna, minn heittelskaði fór í sumarbúðir með börnin og kemur ekki fyrr en á föstudag. Ég og júníor erum búin að vera eiturhress í dag, fórum á útsölu í Baby Sam og svo kom hann með mér á snyrtistofuna og fylgdist athugull með fegrunaraðgerðunum.
Multitaskið klikkaði eitthvað hjá mér í dag því að ég setti laukinn í frystinn í staðinn fyrir vorrúllurnar og brenndi grænmetismaukið hans júníor meðan ég baðaði hann. En ting av gangen maður!
Júníor lýsir núna frati á að liggja í balanum í baði, núna vill hann bara sitja og helst klifra upp úr. Ég á eftir að vakna einhvern daginn og þá er hann búinn að klifra upp úr rúminu og elda handa mér ommilettu. Ég sé þetta alveg fyrir mér
!

Sunday, June 29, 2008

Kúbudeilan!

Ég á í milliríkjadeilu við Bandaríkin(sem þau vita ekki af og er sléttsama um). Þeir gleymdu að fjarlægja einhverjar græna miða úr vegabréfunum okkar á leiðinni heim frá Minneapolis sem eiga að sanna að við fórum örugglega úr landi. Ef þeir fá ekki þessa miðadruslur og önnur undarleg gögn innan 3 mánaða þá komumst við ekki inn í USA aftur án vegabréfsáritunar. Við þurfum að senda þeim miðahelvítin, boarding passa sem við eigum ekki lengur,ljósrit af vegabréfum, launaseðlum, útprentun úr heimabanka og kreditkortakvittun sem "eiga" að sanna að við séum ekki lengur í landinu. Allt þetta eigum við að senda til Kentucky og svo hugsa þeir málið í 4 mánuði og svo megum við náðarsamlegast hafa samband og vita hvort allt sé í gúddí!!
Við hringdum í sendiráðið og spurðum hvort við mættum ekki mæta niður í sendiráðið og skila miðadjöflunum þar, það ætti nú að vera næg sönnun fyrir því að við erum ekki í USA en neibbs!
Það er meira en freistandi að senda þeim umslag með spelti í með í pakkanum svona til að fokka aðeins í þeim. Þannig kæmumst við allavegana til Bandaríkjanna með hraði,við yrðum framseld sem danska Bin Laden fólkið og látin dúsa í Guantanamo næstu 10 árin. Þar á víst að vera heitt og gott! Við gætum frætt þá um muninn á hvítu hveiti og spelti.
Ég er farin að sjá eftir að að hafa styrkt bandarískt hagkerfi svona mikið í verslunarferðinni í maí, þá hafa þeir peninga til að styrkja svona ruglstofnanir í Kentucky.

Tuesday, June 24, 2008

Sætastur!

Posted by Picasa

Monday, June 23, 2008

Andleysi

Hér er stella roligt eins maður segir á baunamálinu. Júníor skallar húsgögn af miklum áhuga og fékk fyrstu kúluna í morgun. Hann sprellast út um öll gólf núna og er ekki lengur hægt að ganga að honum vísum á þeim stað sem maður lagði hann seinast á. Fór til Lóu og Ingó á föstudaginn og bakaði pönnukökur þar sem Lóa er eini ættingi minn í Danmörku sem á íslenska pönnukökupönnu. Sem ég gleymi alltaf að kaupa þegar ég er á Íslandi.
Júníor svaf alla nóttina í nótt og þá meina ég alla nóttina án þess að það heyrðist múkk í mínum. Svo var vaknað kl 6 borðað og sofið meira til 9. Guð hjálpi mér hvað það er gott að sofa loksins almennilega. Það er svo gott að sofa að það er mjög undarlegt að það sé ókeypis.
Ég er nýsleginn túskildingur x 10 í dag og til í allt, meira segja hlakka til kúkableyjunnar sem bíður ilmandi.
Adios!!

Saturday, June 21, 2008

Thursday, June 12, 2008

Þrenningin

Leóli!

mamman og ólinn í heimaprjónaða skírnarkjólnum

Sæta nýgifta fólkið!

bloggití,bloggití

Danska sumarið er í full swing með tilheyrandi hita, ég kom frá 15 gráðum á klakanum í 27 gráður hér. Mig langaði eiginlega bara að snúa við á flugvellinum en nú er ég búin að venjast þessu. Ég fíla reyndar íslenskt sumar með rigningu og roki og svo framvegis, það hentar betur mínum húðlit, núna er ég hvítasta manneskjan í Danmörku. Sem ég er stolt af.
Anders grætur af gleði á hverjum degi af einskæru þakklæti yfir að fá okkur heim,sérstaklega klukkan hálfsjö á morgnana....híhí. Ég á inni að sofa út í 11 daga, ágætis líf!
Það var stutt á milli stórræðanna í þessari Íslandsferð. Litli systursonur minn var skírður Óli Jökull Bentsson, eftir að hún systir mín var búin að sverja upp á 10 fingur að það yrði ekki skírt eftir neinum í fjölskyldunni, þvílíkt og annað eins. Ég og Beta áttum það svo sem skilið því að við fiskuðum dáldið grimmt eftir nafninu dagana fyrir athöfnina. Okkar gisk var Kyndill Jökull Fannar Snær Polaris Bentsson þannig að við náðum einu nafni rétt. Við vissum að sleðakappinn gæti ekki staðist það að hafa eitthvað kalt og hvítt í nafninu.
Þegar búið var að skíra, kom einhver ókyrrð í foreldrana og skokkuðu upp að altari og presturinn pússaði þau saman öllum að óvörum. Ég hefði viljað hafa mynd af familíunni á því augnabliki með stór augu og kjálkinn í gólfinu. Mjög fyndið:)
Þannig að nú eru Erna og Bent orðin lögleg, kominn tími til af því að þau eru búin að lifa í synd í 12 ár!

Saturday, May 24, 2008

Gleðilegt eurovision!

Eurovision er alltaf hin besta skemmtun, það er reyndar óvenju mikið af frambærilegum lögum í keppninni í þetta skiptið, ég hef ekki græna glóru hvaða lag það ætti að vera sem vinnur. Ísland stóð sig vel, það er gaman að komast upp úr forkeppninni til tilbreytingar. Mér finnst franska og spænska lagið mjög skemmtilegt en ég er mest skotinn í norsku dömunni. Flott lag og hún er með mjaðmir, annað en hinar tannstönglastelpurnar í stuttu kjólunum sínum. Þegar maður þarf að láta vaxa bikinilínuna fyrir kjólinn þá þarf maður að íhuga fatavalið upp á nýtt.
By the way heimasíminn dó í dag þannig að það þýðir ekkert að hringja

Tuesday, May 20, 2008

Nýjasti snúllinn í fjölskyldunni!

fráhvörf

Ég er í bullandi félagslegum fráhvörfum, Anders farinn að vinna og enginn til að tala við(Leó er nú mjög skemmtilegur en frekar orðfár enn sem komið er). Ég var að fatta að ég hef ekki verið ein í mánuð, sem betur fer komu Inga frænka og Beggi við í hádeginu og buðu mér uppá kaffibolla annars hefði þetta farið illa. Haldiði ekki að Inga hafi svo fundið tönn í barninu sem foreldrarnir voru bara ekkert búnir að taka eftir. Þannig að fyrsta tönnin er á leiðinni upp, duglegur drengurinn! Skemmtilegt að fá gesti í heimsókn sem finna tennur í börnum. Meira af þessu, takk:)
Guðmunda og Stebbi voru að eignast einn ljósengillinn í viðbót aðfaranótt mánudags, innilega til hamingju með það:)
Þeir sem vilja sjá myndir úr Usa túrnum sendið mér meil á asdiso@hotmail.com og ég sendi ykkur link um hæl.

Monday, May 19, 2008

ammili!

Hann Leó minn er 6 mánaða í dag, þótt ótrúlegt sé. Við erum komin heim, það er gott að sofa í sínu eigin rúmi og borða rúgbrauð aftur(þó ekki saman). Þetta var 14 tíma ferðalag og reyndi á vegna þess að ég og Leó lágum í flensu. Leó er orðinn hitalaus og hress en ég er að drepast ennþá. Ég ætti kannski að prófa fljótandi fæði eins og hann er á.
Það var reyndar skrýtið að lenda í Leifsstöð og fljúga síðan áfram. Maður er nú vanur að stoppa eitthvað en það geri ég í næstu viku. Ég kem á miðvikudaginn 28. og verð til 9. júní. Það á að skíra nýjasta barnið og þar læt ég mig ekki vanta. Þannig að Leó verður rétt kominn í gír svefnlega séð þegar ég ríf hann af stað aftur og rugla aðeins meira í honum. En börnin eru víst til þess að rugla í þeim.

út að keyra!

Posted by Picasa

töffari!

Posted by Picasa

Leó og kærastan

Posted by Picasa