Thursday, February 28, 2008

Hneyksl!

Ég var að lesa að hollenskur banki ætli að hætta að gefa börnum sparigrísi því að múslimar eru eitthvað móðgaðir yfir því að þetta er svín. Í alvöru talað!! Hvað kemur næst? Kannski fara kvenkyns starfsmenn bankans að ganga með slæðu í vinnunni af því að múslimar krefjast þess! Þetta er nú meira ruglið. Eins og íslam er nú falleg trú í bókinni þá finnst mér múslimar oft ekki sérlega umburðalyndir gagnvart því að hlutirnir séu öðruvísi í hinum vestræna heimi.

Monday, February 25, 2008

Thursday, February 21, 2008

:)

"There is nothing that wastes the body like worry, and one who has any faith in God should be ashamed to worry about anything whatsoever."
-Mahatma Gandhi

túkall

Vaknaði með kverkaskít í morgun,kverkaskítur er mjög skemmtilegt orð sem ég er nýbúin að muna eftir. Íslenski orðaforðinn er orðinn dáldið þunnur eftir næstum 3 ára útlandaútilegu. Nýsleginn túskildingur finnst mér líka skemmtilegt orðatiltæki, hef aldrei notað það hvorki í tali eða í skrift og það lýsir ekki ástandinu í dag útaf áðurnefndum kverkaskít. En það átti við í gær , þá var ég eiturhress vegna þess að litli múkkinn svaf næstum alla nóttina. Þá vaknaði ég sko þakklát og ánægð með lífið. Eins og þið heyrið þá þarf ekki mikið til að gera mig bullandi hamingjusama.
Við hjónin áttum 5 ára kærustudag á þriðjudaginn og gleymdum því bæði, 5 ár frá fyrsta deiti. Við þurfum líka að muna svo marga daga, tvo giftingardaga,afmælisdaga og edrúdaga. Já 5 ár síðan ég fór á kaffihús með Anders og fannst hann sá sætasti sem ég hafði séð(og finnst það ennþá). Og þökk sé mörgum rifrildum,mikilli sjálfsskoðun,gífurlegri hjálp frá æðri mætti og einlægum vilja til að vera saman þá eru við hamingjusamlega gift og eigum lítinn múkka saman:)
Ég fór með múkkann í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð í dag og hann stóð sig eins og hetja. Hann sefur eins og engill núna allaveganna. Við fengum heimaverkefni og förum aftur eftir 2 vikur.
adios

Tuesday, February 19, 2008

tres

Jæja,þá er litli prinsinn 3 mánaða og í tilefni dagsins virðist hann ætla sofna snemma í kvöld til þess að gleðja móður sína. Hann hefur sofið minna en hann er vanur upp á síðkastið(og svaf ekki mikið fyrir). Hann er svo sniðugur,núna sé ég í hillingum þá gömlu góðu daga þegar hann svaf tvo tíma og verð ægilega þakklát þegar hann byrjar á því aftur. Hann uppgötvaði sína eigin spegilmynd í vikunni og um leið hann sér spegilmyndina þá upphefst hið heitasta daður við þennan myndarpilt í speglinum.
Það kom frétt í blaðinu þess efnis í dag að íslenskir feðgar voru handteknir fyrir að berja kærasta fyrrverandi eiginkonunnar. Blaðamaðurinn var ekkert hissa á barsmíðunum en hann var hissa á því að þeir nenntu að fljúga frá Íslandi til þess að gera það. Góð landkynning þetta,sýnir að íslendingar gera það sem þeir ætla sér þó að þeir þurfi að ferðast 2500 kílómetra til að berja mann og annan:)

Wednesday, February 13, 2008

Leó múkki

Er orðin frekar þreytt á búlimíunni í syni mínum, er alvarlega að velta fyrir mér að kaupa hvítan einnota málningargalla og vera í honum allan daginn. Ég er líka að hálfsjá eftir því að hafa látið lakka gólfin, það væri hentugra í dag að hafa notað hvítan lút á gólfin, þá sæust ælublettirnir ekki. Núna lítur stofugólfið út eins og ég hafi mávaflokk sem gæludýr.
Það er nú ótrúlegt hvað hann stækkar hratt miðað hvað hann skilar miklu. Hann væri kannski orðinn eins og sumóglímukappi ef hann héldi öllu niðri.:)
Arrggghh! ég horfði á heimildarþátt um sykur og sætuefni í gær og mig langaði bara að rífa í hár mér vegna þess að við manneskjurnar erum svo stúpid!! Það er komið nýtt sætuefni á markaðinn sem heitir sucrolase(það er ekki eins og það hafi vantað á markaðinn!). Hængurinn við þetta sætuefni er að líkaminn getur ekki brotið það niður og það kemur út óbreytt út úr líkamanum, útí klóakið og svo út í sjó. Hreinsunarstöðvarnar geta ekki hreinsað þetta út og þetta endar útí náttúrunni, safnast upp og guð veit hvaða skaða þetta veldur seinna meir. Og þetta gleymdu þeir alveg að kíkja á áður en þeir samþykktu þetta á markaðinn. Okkur er ekki viðbjargandi!! Og þetta er svo fáránlegt þegar tekið er tillit til þess að það eru til náttúruleg sætuefni eins og stevia sem virkar alveg eins vel og hefur engar aukaverkanir fyrir líkama eða umhverfi. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að öll gervisætuefni eru óholl,ég er búin að lesa of mikið um að fólk verði hreinlega veikt af þessu. Ég tek sykurinn frekar, frekar alvöru kók en diet
.

Æluþankar

Að vera í fæðingarorlofi er að fara að sofa með uppþornaða ælu í hárinu og vera nokkuð sama.

Tuesday, February 12, 2008

Vor í lofti!

Hér er þvílíkur vorfílingur,9 stiga hiti og fínerí,páskaliljurnar komnar og túlípanarnir á leiðinni. Gífurleg hamingja! Þó að danskur vetur sé gífurlega "nastí" á meðan hann varir þá tekur þetta fljótt af, núna er maður farin að finna fyrir vorkomunni og það er æðislegt. Við vorum með Betu og Mikkel í lambalæri og spil seinustu helgi og Beta vann. Við systurnar höfum það þannig að okkur er alveg sama hvor okkar vinnur, það eina sem skiptir máli er að drengirnir tapi. Þeir verða svo fúlir og tapsárir að það er unun að horfa á. Ég náði í klippingu í gær(var orðin eins og útigangshross) og fór barnlaus á kaffihús í dag þannig að lífið er hreinn lúxus.

Thursday, February 07, 2008

Wednesday, February 06, 2008

Lestur

Ekki hélt ég að ég hefði tíma til að lesa mér til skemmtunar eftir að eignast Leó. En það er rífandi gangur í því þessa dagana, ég er dottin í sænska krimma,Stig Larsson og Lizu Marklund. Alveg hörku skemmtilegir rithöfundar,sérstaklega Larsson. Bókin hans Mænd der hader kvinder límdist við hendina á mér og ég varð bara að klára hana í einum rykk,man bara ekki eftir að hafa lesið svona spennandi bók. Ef einhverjum vantar bisnesshugmynd þá á sá endilega að þýða Larsson yfir á íslensku og gefa út. Sá myndi rokgræða!
Við hjónin erum þvílíkt stolt af frumburðinum, hann náði að velta sér á hægri hliðina, jeiii! Svo ég verði smá væmin, þá eyddi ég einum og hálfum tíma í að horfa á son minn sofa í fanginu á mér í dag. Ég ætlaði að taka mynd svo þið mynduð nú fatta afhverju ég get eytt einum og hálfum tíma í það. En þá hefði ég þurft að standa upp og þá hefði hann vaknað, þið skiljið. Eins og þið heyrið þá er hægt að dunda sér við ýmislegt undarlegt þegar maður er í fæðingarorlofi.