Wednesday, June 08, 2005

Ásdís lestasvindlari!

Ég féll á danska samgönguprófinu í dag, ég var gripinn af eftirlitsmanni af því að ég hafði óvart borgað of lítið í lestina. Hann ætlaði að sekta mig um 4500 kall íslenskar en hann sá aumur á mér þegar ég útskýrði að ég væri stupid innflytjandi sem ætti ekki að fara út úr húsi án eiginmannsins. Hann fílaði slíka auðmýkt í tætlur og veitti mér áminningu en ég slapp við sekt. Hjúkk!!
Fór til systur minnar í morgun og hún hannaði starfsferilsskrána upp á nýtt á dönsku. Ég er með svo flotta starfsferilsskrá núna að menn þurfa að vera vanheilir á geði til að ráða mig ekki. En ég veit svosum ekkert um almenna andlega heilsu Dana, það verður bara að koma í ljós.
Geðveikt veður í dag og ég er bara að segja það til að svekkja ykkur:)

1 comment:

Anonymous said...

Já var það ekki.. átti bara að reyna að borga lítið í lestina.. haha! alveg róleg á nískunni kona :)
Það er rosalega gaman að fylgast með þér í danaveldi..
Hafðu það gott í GÓÐA VEÐRINU!! ;) Kysstu kallinn frá mér...
Sólskynskveðja Hrefna :D