Sunday, June 05, 2005

Baunaland

Er mætt til baunalandsins og finnst það dáldið absúrd. Það er merkilega aðstaða að hafa engan fastann punkt í lífinu, ég þarf ekki að vera neins staðar í vikunni ,ekkert plan. Ég sakna vinnunnar minnar fyrrverandi dáldið enda alveg frábær vinnustaður og og yndislegir vinnufélagar. Ég veit ekki hvort er hægt að gera betur í góðum móral og frábærum vinnufélögum, ég er spennt yfir því hvort Danmörk geti boðið betur á því sviði.
Þetta er búinn að vera skelfilegur tryllingur að koma sér frá Íslandi síðastliðna daga, ég missti algera stjórn á streitunni . Það var ekki fyrr en ég var kominn út á völl í dag að ég fór að slappa af. Ég kvaddi ekki alla eins og ég vildi og kom ekki öllu í verk sem ég ætlaði mér, reyndar var markið sett hátt og það hefði þurft fjórar Ásdísar til að klára þetta allt saman. Svona er fullkomnunaráráttan skemmtileg.
Bráðabirgðaplan vikunnar er að hanga í dýragarðinum, sækja um vinnur og chilla, meira veit ég ekki.
Þetta reddast einhvernveginn!
P.S Það er skýjað og rigning, þvílíkt hneyksli!

1 comment:

Anonymous said...

Hæ skvís.

Djö.....væri ég nú til í að vera í Köben núna. Það er nú skýjað hér og smárigning:)
Ég heyri grátinn úr Hafnarfirðinum alla leið hingað í Kóp. Það er nú snöktað hér líka :(
Njóttu þín.
Knús Anna Sigga