Monday, September 25, 2006

Joggingskólinn hluti 1

Mitt stærsta problem í dag er að ég á ekki nógu margar joggingbuxur, skólinn er afslappaðri en allt sem afslappað er! Það er bara jogginggallinn á morgnana og svo greiðir maður sér ef maður ætlar vera extra fínn þann daginn. Ég meira að segja fór í skólann í seinustu viku án þess að setja á mig maskara, pælið í því!Fyrsta vikan með nýju fólki og maður er það afslappaður að maskarinn gleymist! Hérna fínn ég virkilegan mun á íslensku og dönsku skólakerfi. Við gerum verkefni sem við skilum ekki inn, ræðum alveg svakalega mikið um málin og þetta fjallar mest um það að upplifa sjálfan sig og skrifa sig og sínar tilfinningar niður. Ég náttúrulega íslendingur spyr alltaf "hvenær eigum við að skila þessu?" Og þá fæ ég yfirleitt svarið "nei nei ekkert vera að því,þetta er fyrir þiiiiig!"! Þessu þarf víst að venjast.

Monday, September 18, 2006

Þá er fyrsti í skóla búinn, ég byrjaði í anatómíu í morgun og skildi mjög takmarkað það sem fór fram þar. Dönskulatínan mín er nebnilega helvíti ryðguð en þetta hlýtur að koma. Bekkurinn er hið vinalegasta fólk upp til hópa og var ekkert nema liðlegheitin. Skólinn er á frábærum stað, eiginlega út í skógi ,við stöðuvatn og umkringdur epla og perutrjám, þvílík huggulegheit. Mötuneytið fær líka toppeinkunn! Svo fékk ég þær gleðifréttir að það eru ekki próf um jólin,heldur í vor og það hentar mér mjög vel. Hérna er linkurinn ef þið viljið skoða http://www.skolenforpsykomotorik.dk/. Svo er ég í frí á þriðjudögum og þá fer ég að vinna.
Draumur í dós!

Thursday, September 14, 2006

I did not see that one coming!!!

Vá mar!!!
Ég fékk alltí einu inní skólann sem vildi mig ekki, þeir hringdu í gær og buðu mér pláss. Það datt einhver út, allir á biðlistanum voru uppteknir við eitthvað annað ,guð sé lof og þá kom bara röðin að mér!! Ég tala við yfirmanninn í vinnunni og hún er svo stórkostleg að að hleypa mér í skólann strax á mánudaginn(þó að hana vanti geðveikt starfsfólk). Ég er barasta að fara í háskóla í næstu viku, rosalegt!! Þegar það gerist þá gerist þetta hratt, mér líður eins og ég hafi fengið eldingu í hausinn. jíbí jei,jíbbí jei, djöfull er þetta æðislegt líf!!!!

Saturday, September 09, 2006

Dugleg!

Búin með seríu 5, bara ein eftir!

Friday, September 08, 2006

Sexfíkill

Mér er um megn að stjórna Sex and the city fíkninni þessa dagana. Ég fékk nebnilega kassa með öllum seríunum í afmælisgjöf og ég er algjörlega stjórnlaus. Get ekki gert neitt hérna heima nema að brjóta saman þvott(og þá bara ef hann liggur í sófanum fyrir framan imbann). Ég meika það varla að fara út úr húsi á fundi. Ég hef fengið ráðgjöf hjá nokkrum aðilum og mér líst eiginlega best á tillöguna sem hún systir mín elskuleg kom með. Hún sagði að ég ætti bara að klára kassann og þá get ég farið að lifa eðlilegu lífi aftur. Ég er komin í 4 seríu ,disk 3 þannig að það er ekki svo mikið eftir. Þetta er kannski ekki sú mest agaða leið sem ég gæti farið en hún er skemmtileg:) Ég get örugglega verið búin á mánudag ef ég er mjög hömlulaus.
Ég fékk þessa þvílíku martröð í nótt, minn heittelskaði hljóp á eftir mér með hníf og ætlaði að drepa mig og að fela svo líkið útí skógi! Ég slapp naumlega með skrekkinn og var að reyna að segja fólki hvað hafði skeð og það trúði mér enginn. Nú má einhver taka fram draumaráðningarbók og að láta mig vita hvern djöfullinn þetta þýðir. Vinn ég í lottó eða er Anders Hannibal Lecter í rauninni? Endilega láta mig vita hvort það er! Þá get ég gert viðeigandi ráðstafanir,t.d að fara að sofa með annað augað opið!

Himininn yfir Köben var æðislegur í dag , brjálæðislega blár himinn með renaissance málverka skýjum. Lífið er bara helvíti gott í dag. Guð blessi ykkur!

Thursday, September 07, 2006

kvebb

Ég fékk svo mikið áfall við komuna til Baunalandsins að ég lagðist í kvef og hálsbólgu, ég hef náð mér í danska sýkla í flugvélinni. Beta og Mikkel voru hér í gærkvöldi að horfa á ísland-Baunar og ég komst að þeirri niðurstöðu að fótbolti er aldrei skemmtilegur ekki einu þegar manns eigið föðurland er að spila. Svo við Beta þrautskoðuðum HM listann í staðinn! Og ég er ekki að tala um HM í fótbolta.
Ég keypti Draumalandið eftir Andra Snæ og las hana í flugvélinni, hún er algjör snilld. Hann hittir svo naglann á höfuðið, ég hló upphátt allan tímann og fólk var farið að glápa á mig í vélinni. Þetta er must-read fyrir alla Íslendinga.
Ég er í trylltri frestunaráráttu þessa dagana og það er ekki gott. Ég er að fresta því að finna mér annað jobb og og ligg í sex and the city safninu mínu í staðinn. Ekki vænlegt til vinnings!

Friday, September 01, 2006

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en hann hefur búið í Danaveldi í eitt ár.

Jæja nú er þetta búið, seinasta heimsóknin búin og búið að njóta baðkarsins hennar mömmu í síðasta skipti. Ég er algjörlega agndofa yfir því að ég hafi hreinlega ekki "séð" Ísland fyrr en núna. Þetta er fallegasta land í heimi og ég þurfti að stinga af til Baunalandsins til að sjá það. Þessi ferð er búin að vera frábær, ég fór með Ernu frænku í bíltúr austur í Biskupstungur í berjamó og að skoða nýja sumarbústaðinn. Síðan enduðum við í mat hjá Ingu frænku í Reykholti og svo áttum við æðislega huggulegt kvöld út á palli fyrir framan kamínuna. Og ég féll algjörlega fyrir Reykholti, ég byggði einbýlishús þar í huganum og fannst það passa fínt, þetta er merkilegt ástand, mér fannst meira að segja Hellisheiðin algjörlega ómótstæðileg og þar hef ég keyrt milljón þúsund sinnum yfir ævina og aldrei fundist hún neitt sérstaklega spes fyrr en núna. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í þessa stórkostlegu fjallasýn í kringum Rvk, maður þarf ekki einu sinni að fara út úr bænum.
Ég ætla rétt að vona að Íslandssýkin rjátli af mér eftir að ég kem til baka í hversdagsleikann úti.
Ég hef náð að hitta vel flesta sem ég ætlaði mér í þessari ferð og það hefur verið frábært að endurnýja kynni og finna að það breytist ekkert við smá fjarveru. Ég var reyndar að átta mig á hvað ég elska mikið af fólki og náði að telja upp í 62 manns sem ég elska út af lífinu. Og það er þá með þeim fyrirvara að ég er að gleyma alveg helling! Ég dugleg!
takk fyrir mig í þetta skipti og hafið í huga að þó að lífið sé kúkur suma daga þá gæti lífið verið kúkur á ljótari stöðum en Íslandi!