Thursday, May 07, 2009

1/4 af matjurtagarðinum

Leó mús ældi í alla nótt, virðist vera að braggast núna reyndar. Þannig að við erum heima í dag. Danska sumarið hvarf um helgina og hefur ekki látið sjá sig síðan. Ég tapaði mér í gróðrarstöð í gær og keypti kryddjurtir í stórum stíl. Grænu puttarnir komu útúr skápnum eftir allt saman. Ég setti út á svalir í gær rósmarín, steinselju, salvíu, timian, myntu, sítrusjurt,rucola,graslauk og kínagraslauk. Ég nennti ekki að kaupa blóm, það þarf að vera hægt að éta þetta!
 
Posted by Picasa

Hinir hvítu klettar á Mön

 
Posted by Picasa

Leó í fjallgöngu

 
Posted by Picasa

ævintýraskógur

 
Posted by Picasa

Skógartúr

 
Posted by Picasa

Monday, May 04, 2009

anniversaire!

Við hjónakornin eigum 4 ára brúðkaupsafmæli í dag og það er hvorki meira né minna en ávaxta og blómabrúðkaup. Og nota bene við mundum eftir því í dag eða þar að segja minn heittelskaði mundi það. Okkur hefur tekist að gleyma því síðastliðin 2 ár.
Við fjölskyldan skruppum til Mön um helgina í dagstúr og innblásturinn var svo mikill að við ákváðum að leggjast í útilegur í sumar. Þannig að nú þarf að fara að redda sér græjum. Verknámið gengur ágætlega en er mikið meira krefjandi en ég var búin að búast við. Áður en ég byrjaði þá var ég með firru í hausnum að ég gæti chillað í verknáminu ,komið heim úthvíld og lært lífeðlisfræði á kvöldin vegna þess að ég væri svo hress. Ekki alveg!! Sem betur fer klárast verknámið í næstu viku.