Saturday, June 23, 2007

Lokapartí

Ég var í svaka lokapartí í skólanum í gær, það komu allir með eitthvað að borða og uppáhaldstónlistina sína og svo var tjúttað fram eftir nóttu. Svona eiga partí að vera!
Tæknilega séð er ég komin í sumarfrí en ég þarf að taka vinnutörn í næstu viku sem byrjar reyndar í dag. Ég tek 6 kvöldvaktir áður en opinbera sumarfríið byrjar þann 3.júlí með brottför til Íslands. Ég hlakka mikið til en hlakka minna til að fara í útilegu í 10 gráðum,afhverju er ekkert sumar á íslandi? Hvar eru gróðurhúsaáhrifin þegar maður þarf á þeim að halda? Með þessu áframhaldi neyðist ég til að pakka kraftgallanum og ullarsokkunum eða vera bara inni allt sumarfríið!

Monday, June 18, 2007

Antiklimax!

Þá er það búið! Ég er ekki alveg nógu ánægð með hvernig mér gekk í prófinu, límheilinn minn brást mér dáldið en ég gat klórað mig fram úr þessu. Það var 30% spurning sem ég sló nú ekki í gegn í en þetta á nú að hafast þrátt fyrir það. Ég er alveg búin á því og hlakka til að lesa EKKI anatomiu í kvöld. Sófinn kallar! Farvel

Sunday, June 10, 2007

tv

Er búin að vera berjast við próflesturinn um helgina og hef ekki náð að lesa eins mikið og ég hefði viljað. Það er svo viðbjóðslega heitt að það er erfitt að gera annað en að sofa og horfa á sjónvarp. Minn heittelskaði er í karlaferð yfir helgina og það hefur verið ótrúlega nice að hafa íbúðina fyrir mig(ég tala nú ekki um fjarstýringuna:). Ég sá tvær ótrúlega góðar myndir um helgina, Bend it like Beckham sem var æðisleg og svo sá ég Gone with the wind frá 1939 í fyrsta skipti í gær. Ég var alveg límd við skjáinn í einhvern 3 og hálfan tíma og felldi tár og allt. Mér finnst gamlar myndir svo afslappandi, þær eru í alltöðru tempói en myndir í dag þar sem allt þarf að gerast á fyrsta korterinu. Þær eru tákn fyrir heim sem við þekkjum ekki í dag þar sem stress þekktist ekki. Ég verð að kaupa þessa mynd á DVD.

Wednesday, June 06, 2007

Hot,hot!

Klukkan er hálfníu að morgni og það er nú þegar 20 stiga hiti, úha! Þetta er ekki það besta veður til próflesturs, en svona er þetta. Lestrargrúppan mín er á leiðinni og þá er engin miskunn!
Sayonara!