Wednesday, January 30, 2008

updeit

Það er ekki mikið action hér á bæ og ekki frá miklu að segja svosum. Leó litli mann er hinn hressasti og er farinn að vakna minna á nóttunni sem er mjög vel þegið. Við erum reyndar farin að hlakka til að fá aupair-foreldrana í heimsókn í mars. Það þarf nefnilega að skúra eldhúsgólfið og passa barnið að sjálfsögðu!. Beta systir útskrifast líka sem lyfjafræðingur í mars eftir langa mæðu, ótrúlegt hvað það tekur langan tíma að læra þetta. En það er víst verið að reyna að tryggja að þeir séu ekki að eitra fyrir manni.
Ég fór í heimsókn með erfingjann upp í skóla í vikunni og fékk mikið hrós fyrir að framleiða svona frítt barn. Ég er reyndar farin að hlakka til að byrja í skólanum í haust. Og þó væri ég líka til í að bæta við nokkrum fríðleiksbörnum í viðbót, engin ástæða til að hætta fyrst maður er byrjaður!

Sunday, January 27, 2008

Asíuönd

1 andabringa í strimlum(eða það sem er til í frystinum)
2 paprikur
1 rauðlaukur
1 kassi sveppir
sojasósa

Marinering
1 dl kókósmjólk
1 msk sykur
2 tsk karrý
2 msk fiskisósa
1 msk olía

Marinera kjöt í 15 mín og snöggsteikja á pönnunni(hella marineringunni með á pönnuna). Taka kjötið til hliðar þegar búið er að brúna létt. Setja slettu af sojasósu yfir kjötið. Skera grænmetið gróft og steikja
grænmeti í 2-3 mín og setja kjötið svo aftur á pönnnuna og gegnumsteikja. Bannað að steikja grænmetið of mikið, það á að vera crunchy. Borið fram með hrísgrjónum.
Geðveikt gott!

Tuesday, January 08, 2008

Sunday, January 06, 2008

Saturday, January 05, 2008

The milky way

Fæðingarorlofslífið er undarlegt, ég ráfa um í mjólkurþoku og finnst ég nokkuð góð ef ég hef náð að setja í eina vél yfir daginn(suma daga næ ég því ekki einu sinni). Þegar ég hugsa til baka þá fatta ég ekki hvernig ég náði að gera alla þessa hluti sem ég gerði á hverjum degi áður en Leó fæddist. Allt er í slowmotion, það tekur mig 3 daga að svara smsi og viku að hringja til baka í manneskjuna sem ég var búin að lofa að hringja í. Ég verð að bara að hætta að lofa að gera hluti, allavegana að tilkynna fólki að ég á heima í öðru tímabelti en það á að venjast.
Jól og áramót voru mjög hugguleg, mamma og pabbi voru í heimsókn yfir jólin og stóðu sig fjandi vel í barnapössuninni og húsverkunum. Við buðum þeim að fastráða þau sem au pair en þau þóttust þurfa að mæta í vinnurnar sínar á klakanum. Ég meina það sko, þau hefðu fengið bjór á föstudögum, nautasteik um helgar og að sjálfsögðu strætókort. Þvílíkt góður díll!! Við tökum við umsóknum en förum að sjálfsögðu fram á 3 mánaða prufutíma og persónuleikapróf(engir psykopatar hér inn takk!!)
Leó tekur hraustlega til matar síns og er farinn að brosa til móður sinnar sem þakkir fyrir góðan mat. Mjólkurframleiðslan er reyndar svo svakaleg að ég er að íhuga að selja sopann á kaffihús, það gæti verið næsta trendið, brjóstamjólkurlatte. Gott fyrir þá sem vilja ganga í barndóm!