Friday, July 22, 2005

TV

Ég er búin að fatta ástæðuna fyrir þessari trylltu vinnugleði í manninum mínum síðan við komum hingað. Við erum nefnilega sjónvarpslaus! Svona virkar þetta víst , ekkert sjónvarp og maðurinn minn fer út í garð að smíða skóhillur úr eldiviðnum. Þá vitið þið það dömur!
Eini mínusinn við framtakssemina í honum er sá að ég þarf alltaf að vera hjálpa honum við eitthvað, halda í málbandið og sv.frv. Og ég er alltof þunglynd og löt til þess. Það er ekki á allt kosið í þessu lífi.

Wednesday, July 20, 2005

innflytjendablús

Haldið að það hafi ekki rignt á mig í dag! Ég var bara stórhneyksluð, danska rigningin hefur sýnt þá tillitsemi hingað til að láta sjá sig eftir að ég er búin í vinnunni eða á nóttunni. En þetta er svo sem ekki slæmt, ég er búinn að vinna tæpa mánuð og það er fyrst að rigna á mig núna. Ég er öll að hressast líkamlega, tek varla eftir brekkunni og það eru að koma í ljós vöðvar undan appelsínuhúðinni(ég hefði aldrei trúað þessu). Sef mikið minna og ét ægilega hollan mat. Svo er ég búinn að ná góðri vaxtarræktarbrúnku á handarbökunum.
Ég er búin að greina mig með innflytjendaþunglyndi, ég er búin að vera svo einmana og með heimþrá. Þetta er víst eitthvað sem allir fá við að skipta um land. En ég var náttúrulega með félagslíf á við 12 manns heima á klakanum þannig viðbrigðin eru kannski dáldið svakaleg. En það eina sem maður getur gert í stöðunni er að kyrja meira og keep busy. Fór t.d í gær til Jóhönnu plastfrænku í mat, það var rosa skemmtilegt. Ég þarf að gera meira af svona hlutum.

Tuesday, July 12, 2005

Heitara í dag en í gær

Í dag var hægur dagur, ég er farinn að skilja afhverju allt gengur hægt fyrir sig í heitum löndum, það er einfaldlega ekki annað inn í myndinni. Ég reyndi að bera voða hratt út í dag en það var ekki sjens, skrokkurinn sagði bara nei. Ég fékk að bera út hjá forsætisráðherranum, ég held að hann hafi ekki verið heima, hann svaraði allavegana ekki dyrabjöllunni. Ég lenti í hundi í dag og það endaði með að ég þurfti að biðja eigandann að fjarlægja hann, hann hleypti mér ekki út. Þetta er rosalega óþægilegt, hann urraði og gelti eins brjálaður og ég þorði ekki að snúa baki í hann og stinga hann af. Ég var hrædd um að hann myndi bíta mig í rassinn.
Plúsinn við að bera út í svona hita að það keppast allir við að bjóða manni eitthvað kalt að drekka. Það var kona sem gaf mér ísvatn í dag og bjargaði lífi mínu. Rosalega indæl kona, ég skal sko kyrja fyrir henni. Ég er ægilega dösuð eftir daginn, ég nenni akkurat ekki neinu. Maðurinn minn er á útopnu smíðandi skóhillur út í garði, ég skil ekki hvernig hann getur þetta. Ég ætla að kíkja á ströndina á morgun eftir vinnu og gá hvort það virkar eitthvað betur. Það má alveg fara að rigna bráðum.

Monday, July 11, 2005

Heatwave

Hitabylgjan er í fullum gangi, 30 stig á daginn og 18 stig á nóttunni. Ég átti í vandræðum með að sofa í nótt, þó með alla glugga opna. Þetta er samt farið að venjast aðeins, ég er hætt við að segja upp hjá póstinum vegna veðurs.
Ég er á hraðri framabraut í póstinum, átti að fá að bera út póst hjá Fogh forsætisráðherra þessa vikuna en það klikkaði aðeins í morgun. Kannski fæ ég gera það á morgun, segið svo að maður sé ekki að meika það í lífinu!
Fór með Betu í bæinn á laugardag og við áttum hið skemmtilegasta systrakvöld. Svo fórum við hjónin og hún í bíó á War of the worlds. Ég hef ekki farið á svona spennandi mynd í mörg ár, ég vissi ekki hvert ég ætlaði, nagaði allar neglur niður í kviku og kleip manninn minn þess á milli. Cruisarinn var bara frábær í þessari mynd og stóð sig virkilega vel. Endirinn var dáldið antiklimax miðað við heildina en ég mæli með henni.
Svo fórum við í grillpartí til Lóu mágkonu og hún var með íslenska rollu í boðstólum. Alltaf er rollan góð. Ef þið keyrið á rollu í sumarfríinu þá megið þið endilega senda mér.

Friday, July 08, 2005

Andsk,helvítis,djö!!!!

Djöfull er ömurlegt að vera póstberi í 24 stiga hita. Ég svitnaði lítrum í dag, ég veit ekki hvaðan allt þetta vatn kom. Jörðin vöknaði þar sem ég stóð, það hefði verið hægt að virkja mig. Þetta er kannski hugmynd fyrir Landsvirkjun,lífræn svitavirkjun í staðinn fyrir að drekkja Íslandi. Sniðugt! Ég á að vinna á morgun og það á að vera heitara ef eitthvað er. Ég meika þetta ekki!

Thursday, July 07, 2005

Ásdís massi

Jæja,menn eru farnir að kvarta yfir að ég bloggi ekki nógu mikið. Ég verð víst að gera eitthvað í því. Ég er bara búinn að vera svo þreytt eftir vinnuna að ég hef ekki meikað að skrifa. Póstútburður í Danmörku er einfaldlega sú mesta töffaravinna sem ég hef lent í. Ég er með krónískar harðsperrur út um allt, alltaf! Ég er algjörlega búinn eftir vinnuna þegar ég kem heim á daginn. Ég er búinn að vinna þarna í 10 daga núna og ég finn að skrokkurinn er að taka aðeins við sér, þetta er að verða aðeins léttara. Ég hafði meira að segja brekkuna á leiðinni í vinnuna í dag án þess að stoppa. Ég verð eins og Magga steri eftir 3 mánuði, þarf að kaupa 2 sæti í flugvélum af því að ég verð svo herðabreið:). Ég fékk reyndar snilldarhugmynd í dag þegar ég var að bera út póst í tuttugasta og sjötta stigaganginn(nb danir trúa ekki á að hafa póstkassa niðri á 1.hæð, það virðist vera einhvers konar guðlast). Ég fór að pæla í að það er fullt af fólki á Íslandi að borga formúgu fyrir einkaþjálfun í hverjum mánuði, ég get skipulagt pakkaferðir fyrir þetta fólk og það getur komið og borið út póst með mér. Það getur verið í pósteinkaþjálfun hjá mér og fengið laun fyrir það(ég fengi að vísu prósentur, selvfölgelig). Póstburður þjálfar allt sem þjálfa þarf, t.d
Þolþjálfun: Klukkutíma hjólatúr til og frá vinnu(upp brekkuna miklu, svínvirkar) + að hlaupa undan hundum
Axlir,handleggir, bak: Bera pósttöskur og kassa og henda 30 kílóa pósthjóli inn og útúr bíl
Rass og læri: Hlaupa upp 40 stigaganga á dag,það ætti að duga
Svo verður fólk svo þreytt eftir daginn að það nennir ekkert á Strikið eða tívolí að eyða peningum.
Er þetta góður díll eða hvað? Áhugasamir hafi samband hið fyrsta!