Saturday, April 25, 2009

hvítlaukur!

Byrjaði í verknámi í vikunni so no more school í heilan mánuð,sjálfsögðu verkefni en ekki heimavinna. Ég var mjög heppin og komst í verknám bara við hliðina á þar sem ég bý. Þetta er heimili fyrir unglinga frá 14-18 sem eru í vandræðum og geta ekki búið heima hjá sér lengur. Þetta er vægast sagt áhugavert en mjög erfitt samtímis, það er meira en að segja það að komast inn á gafl hjá þessum elskum. Sem er ekkert skrítið við miðað við hvernig þeirra bakgrunnur er. Ég er að vona að ég fái puttana í einhver af þeim í næstu viku. Starfsfólkið er frábært og hefur tekið mjög vel á móti mér.
Minn heittelskaði skrapp til Belgíu í gær á ráðstefnu og ég fékk mér au-pair yfir helgina. Tengdó Sigrún bauð sig fram í jobbið og er búin að standa sig eins og hetja, hún eldaði hvítlaukssúpu(bara 40 hvítlauksgeirar,jummí),geðveikt góð. Við erum vel varin fyrir vampírum og kvefpestum næsta mánuðinn.

Monday, April 13, 2009

Allt að gerast!

Ég og erfinginn erum nýkomin frá klakanum þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti hjá afa og ömmu. Við neituðum að fara heim fyrr en við höfðum étið þau út á gaddinn(og tókst nokkuð vel til).
Aðalslúðrið er að það er annar erfingi á leiðinni í október, okkur finnst sá fyrsti það vel heppnaður að við leggjum í annan. Og svo finnst okkur mikilvægt að vinna keppnina um hver kemur með flest barnabörnin.
Minn heittelskaði er hæstánægður í vinnunni sinni og það er svo mikil antikreppa hér á heimilinu að við skelltum okkur á glænýjan(næstum því)Skoda Fabia greenline combi. Minn heittelskaði keyrir um með sælubros á vör alla daga. Einnig var fjárfest í fartölvu svo að maður geti nú verið á netinu á dollunni og uppí sófa.
Ég er að slá í gegn í skólanum, fékk 12 í fæðingarfræðslunni og er núna löggildur fæðingarfræðslu og eftirfæðingarkennari. Vorið er mætt í Danaveldi og lífið er gott.

LopapeysuLeó!

 
Posted by Picasa