Monday, February 16, 2009

þolinmæði hvað

Við eldamennskuna í gærkvöldi var tekinn stór feill á cayennepipar og paprikudufti, þetta fína lífræna spaghetti bolognese breyttist í mega sterkt chili con carne, gífurlegt svekkelsi. Mér fannst líka eitthvað skrýtin lykt af kjötsósunni en ég er með dáldið ringlað þefskyn vegna of mikillar horframleiðslu. Er ennþá með flensu, er á degi 11 og er að verða nett geðveik á því að vera heima hjá mér. Fór til læknis í gær ,vongóð um einhverja skyndilausn í pilluformi en nei! Var send heim og sagt að vera þolinmóð .GGGRRRRRRRRRR!!

Saturday, February 14, 2009

Bio sem annar terrorismi!

Hér á bæ hafa verið mega veikindi i tvær vikur, hann sonur minn fann einhverja ofurflensu á leikskólanum og tók með sér heim. Sem nota bene hann var fljótur að hrista af sér en móðir hans er ennþá nær dauða en lífi. Hver þarf miltisbrand eða eitthvað annað hvítt duft í umslögum þegar maður getur bara heimsótt næsta leikskóla! Verð að senda Obama póst og stinga upp á því að breyta Guantanamo í leikskóla, meira en nóg refsing þar!
Talandi um leikskóla þá er íslensk pólitík einmitt á því leveli, sérstaklega fráfarandi stjórn. Sjálfselskuflokkurinn nötrar af gremju yfir því vinir og frændur missi vinnuna og gerir Alþingi óstarfhæft með barnaskap og framíköllum. Dabbi 5 ára er búinn að læsa sig inní Seðlabankaturninum og ætlar sko ekki að gera það sem Jóhanna og þjóðin vill. Það hefði kannski virkað betur ef Jóhanna hefði boðið honum æviráðningu þá hefði hann sagt af sér med det samme. Þvermóðskan í kallinum, hann fattar ekki alveg að hans tími er kominn til að fara.
Svo er það Geir Harði í Hard Talk á BBC, þvílíkt vandræðalegt maður. Hann ætlar ekki viðurkenna að hann hafi gert neitt rangt og biðjast fyrirgefingar á neinu fyrr en opinberri rannsókn á málinu er lokið. Sem þýðir að hann veit alveg að hann klúðraði þessu en hann vill fyrst sjá hversu miklu þeir ná að sanna á hann áður en hann segir að hann sé sorrí. Óþarfi að segja fyrirgefðu fyrir meira en maður þarf!!!
Rosalega væri nú gaman ef pólitíkusarnir færu nú að gera eitthvað fyrir þjóðina í staðinn fyrir að hugsa um rassgatið á sjálfum sér.

Friday, February 06, 2009

 
Posted by Picasa