Tuesday, June 14, 2005

Buddinge vej 60 , Lyngby

Þá er heimilið komið, við fáum íbúðina sem við skoðuðum í dag. Nýstandsett,78 fm 2 herbergja á efri hæð í einbýlishúsi,fáum afnot af stórum garði og verönd, þvottahús í kjallara og svo er stutt í búð og lest niðri í bæ. Svo síðast en ekki síst þá er ekki langt í hana elsku Betu stórusystur,hún er í hjólafæri. Svo er líka stutt í dönskukúrsinn minn og skólann sem mig langar í eftir tvö ár. Það mætti halda að það sé einhver annar að skipuleggja þetta en ég, ég hef ekki svona gott ímyndunarafl. Við hjónin erum nú bara helvíti dugleg, ég hef nú ekki heyrt margar sögur af því að fólk reddi sér íbúð og vinnu á 8 dögum í Kaupmannahöfn, núna þarf ég bara að fá vinnu og þá er þetta orðið alltof gott til að vera satt.
Ég er svo hrikalega áttavillt hérna að það er eiginlega bara fyndið, ég á bágt með að muna hvort ég er að koma eða fara. Það eina sem ég veit að ég er í Köben...einhversstaðar! Svo hringi ég yfirleitt í minn heittelskaða og hann segir mér hvert ég á að fara:)
Við fengum búslóðina í dag og tróðum henni inn á gafl hjá tengdó, það var gaman að sjá dótið sitt aftur og þá sérstaklega hjólið! Ég fór og búddaðist í kvöld, danskir búddistar eru mjög fallegt fólk upp til hópa og kemur mjög vel fyrir. Ég hlakka til að kynnast þeim betur.
Planið á morgun er að fara með Betu að sálgreina tígrisdýrin í dýragarðinum og fara svo í yoga.
Gott plan!

2 comments:

Linda Björk said...

Frábært :) Til hamingju. Íbúðin hljómar mjög vel. Hvenær verður flutt inn? og getið þið verið þarna lengi lengi bara?

Anonymous said...

Hey til hamingju.... æði pláss fyrir mig í heimsókn :o) Greinilega allt komið á skrið hjá ykkur. Óskaðu Anders til hamingju með nýju vinnunna frá mér bæbæbæ