Sunday, March 19, 2006

Beta og Mikkel voru hjá okkur að spila Settlers, þetta er svo skemmtilegt spil. Það tók reyndar 2 ár fyrir mig að byrja að vinna einstaka leik en það skiptir ekki máli. Stundum verður maður bara að vera eins og maður sé að keppa í ungfrú Reykjavík og bara "vera með"! Ég og Beta áttum snilldarmove í gær þegar við rústuðum verslunarleiðinnni fyrir mínum heittelskaða. Hann var ekkert sérlega sáttur en svona er þetta bara. Amma Ásdís náði að halda sér vakandi til hálftvö í nótt með hjálp Settlers adrenalíns og helling af kaffi og þar afleiðandi að sofa til hálfníu í morgun! Dugleg

Saturday, March 18, 2006

ammili!

Minn heittelskaði átti afmæli í gær, ég eldaði þessa þvílíku nautasteik handa honum, hún var ekkert smá góð. Svo var vídeókvöld dauðans, þar að segja til svona tíu, þá var hún amma Ásdís búin á því og þurfti að fara að sofa. Ég er ótrúleg, það slökknar á mér kl 10 á kvöldin ,ég er orðin gömul. Svo er það ótrúlega pirrandi, ég vaknaði kl hálfsjö í morgun, mig langaði svo að sofa út, ég bara gat það ekki. Þannig að ég hringdi í foreldrana, þau eru þau einu sem ég þekki sem eru vakandi á þessum tíma. Það er 10 stiga hiti á Íslandi, djöfull er þetta hallærislegt, það eru 0 gráður hér!

Thursday, March 16, 2006

list og lífið

Fór á listasafn í gær , það gerist nú mjög sjaldan. Tilefnið var Rembrandt sýning sem ég fór að kíkja á með konu úr vinnunni. Við fengum fyrirlestur um málarann og verkin og þetta var þrælskemmtilegt. Ég fékk alveg nýja sýn á þetta allt saman, ég hafði aldrei pælt neitt sérstaklega í Rembrandt og afhverju hann er svona spes. Afhverju verður maður ekki snilli fyrr en eftir að maður drepst! Það eru tæplega 400 ár síðan hann málaði þessi verk og það slefa allir yfir þessu í dag og ég tala ekki um hvað verkin hans kosta. Bara þessi 20 verk sem voru á sýningunni kosta samanlagt milljarða í dag. Pant vera snilli í að mála og finna svo upp tímavél, það kann örugglega einhver að meta mig eftir 300 ár!!
En það var mjög gaman að gera eitthvað sem ég er ekki vön að gera og ég kíki pottþétt þarna inn aftur.

Tuesday, March 14, 2006

Loksins

Nú er umsóknin í skólann komin á áfangastað! Þvílíkur léttir, ég er búin að vera í þráhyggju út af þessari umsókn í mánuð og það hefur voða lítið annað komist að. Á endanum fékk ég Betu snilling systur mína til að skrifa hana fyrir mig, ég hefði átt að fatta það mikið fyrr. Ég er hreinlega ekki nógu sleip í dönskunni. Núna þarf ég bara að bíða fram í maí til að fá að vita hvort ég kemst í viðtal eða ekki. Spennó!
Ekkert nýtt að frétta af flutningum, flytjum kannski seinni part apríl. Það kemur allt í ljós. Ég er í svakalegum matarræðispælingum þessa dagana, ég er hjá biopata og það gengur vel. Ég var hjá henni áðan og er nú orðin candidalaus sem er ánægjulegt. Ég er að lesa "Borðaðu eftir þínum blóðflokk" og finnst þessi kenning áhugaverð. Og ég komst líka að því að ég borða nokkurn veginn eins og ég á að gera samkvæmt þessari bók án þess að fatta það. Ég virðist ekki fíla að borða þá hluti sem eru ekki hollir fyrir mína blóðtýpu sem er dáldið fyndið. Það var þvílíkt félagslíf hjá mér seinustu helgi, var út að borða með stórusystur og Kristínu Maríu frænku á föstudagskvöld, svo vorum við að hanga með sigrúnu tengdó, Ollu og Stulla á laugardags og sunnudagskvöld. Svo vorum við með hitt tengdafólkið og bróður Anders og konuna hans í mat í gærkvöldi. Brjálað að gera! Hér er ennþá fáránlega kalt, ég er farin að missa trúna á því að það hlýni nokkurn tímann. Ég er orðin ágætlega þreytt á þessu.