Thursday, June 23, 2005

Brekkur!

Það er alls ekki gott að flytja í 25 stiga hita eins og við gerðum á mánudaginn. Ég rifja það alltaf upp þegar ég flyt, hvað það er rosalega leiðinlegt að flytja. Og svo í svona miðjum flutningum þá hata ég það virkilega og strengi þess heit að ætla aldrei að flytja aftur. En svo gleymi ég þessu þangað til næst. Það er rosa gott að vera kominn í sitt eigið og það er ekki reimt í húsinu þannig að ég sef fínt fyrir utan það að minn heittelskaði tekur of mikið pláss í rúminu. Við erum að bíða (ennþá) eftir fína Tempur rúminu og erum að sofa í alltof litlu rúmi núna. En vonandi kemur nýja rúmið á morgun eða laugardag.
Ég fór í atvinnuviðtal áðan hjá Post Danmark og mætti degi of snemma alveg óvart. Þannig að ég á að mæta aftur á morgun. Ég er mjög súr yfir einu, það er brekka á leiðinni í þessa vinnu. Þannig að ef ég fæ þessa vinnu þá þarf að hjóla hana á hverjum degi. Ykkur finnst þetta kannski dáldið fáránlegt en það eru bara 3 brekkur í Danmörku, það er brekkan hjá dýragarðinum, hæsta brekka Danmerkur, Himmelbjerget og svo er þessi sem ég var að kynnast í dag. Ég hélt með því að flytja til flatasta lands í heimi þá þyrfti ég ekki að hjóla upp brekkur næstu árin. En nei, svona er brekkukarmað mitt!

2 comments:

Anonymous said...

:) Hugsaðu um flottu lærvöðvana sem þú færð..... stæltir og fallegir fætur, hvað getur verið betra ;0)

Linda Björk said...

Það er bara til þess að halda þér í formi góða mín. Þarft að halda í kallinn ;)