Tuesday, June 07, 2005

Í Danmörku tekur allt tvær vikur!

Þetta er nýtt mottó sem ég er að reyna að tileinka mér, það tekur allt alveg ógurlega tíma hérna og öllum virðist vera sama(nema mér af því að ég er snarbrjálaður íslendingur). Það tekur 8 daga að fá GSM númer,
8 daga! . Ég skil ekki hvað símafyrirtækið er að gera, kannski er það að handsauma símanúmerið í símakortið.
Það er búið að vera fínt veður í dag, meira segja í hlýrra lagi og svo fór ég í danskan súpermarkað og það gladdi mitt níska hjarta. Þar fékk ég: (eftirfarandi listi er í íslenskum)
rjómapeli: 60 kr
500 gr nautahakk: 260 kr (ekki einu sinni á tilboði)
kartöflur 2 kg : 100 kr
afskorin blóm(mjög flott) :220kr
Múhahahahaha!!!!
Lífið er gott í baunalandi!

1 comment:

Anonymous said...

Hæ disa ísa. ég myndi nú alveg sætta mig við seinaganginn í skiptum fyrir verðið (og veðrið). kannski er allt svona ódýrt þarna af því þeir eru ekki að flýta sér. ég þarf að hugsa þetta betur. ég er að keppa við tímann alla daga - brjáluð 12.spor og ég aldrei heima... tíminn er eins og vatnið - vatnið er kalt og djúpt. ég skil ekki tímann..... hann hleypur... skurðaðgerð hjá tannlækni í fyrramálið... palli flug heilalæknir gefur góð ráð við verkjum í stað verkjalyfja, sjáum hvað setur..... Við sáum fallega konu í auglýsingu í sjónvarpinu og Ómar sagði; sérðu hvað hún er lík Ásdísi - mikið rosalega var hún falleg í kjólnum (sagði hann og meinti brúðurina)!!!!! Ha' det godt og hygge dig.