Monday, June 30, 2008

Arghh!

Posted by Picasa

Namm!

Posted by Picasa

Enlig mor!

Ég er einleg móðir þessa vikuna, minn heittelskaði fór í sumarbúðir með börnin og kemur ekki fyrr en á föstudag. Ég og júníor erum búin að vera eiturhress í dag, fórum á útsölu í Baby Sam og svo kom hann með mér á snyrtistofuna og fylgdist athugull með fegrunaraðgerðunum.
Multitaskið klikkaði eitthvað hjá mér í dag því að ég setti laukinn í frystinn í staðinn fyrir vorrúllurnar og brenndi grænmetismaukið hans júníor meðan ég baðaði hann. En ting av gangen maður!
Júníor lýsir núna frati á að liggja í balanum í baði, núna vill hann bara sitja og helst klifra upp úr. Ég á eftir að vakna einhvern daginn og þá er hann búinn að klifra upp úr rúminu og elda handa mér ommilettu. Ég sé þetta alveg fyrir mér
!

Sunday, June 29, 2008

Kúbudeilan!

Ég á í milliríkjadeilu við Bandaríkin(sem þau vita ekki af og er sléttsama um). Þeir gleymdu að fjarlægja einhverjar græna miða úr vegabréfunum okkar á leiðinni heim frá Minneapolis sem eiga að sanna að við fórum örugglega úr landi. Ef þeir fá ekki þessa miðadruslur og önnur undarleg gögn innan 3 mánaða þá komumst við ekki inn í USA aftur án vegabréfsáritunar. Við þurfum að senda þeim miðahelvítin, boarding passa sem við eigum ekki lengur,ljósrit af vegabréfum, launaseðlum, útprentun úr heimabanka og kreditkortakvittun sem "eiga" að sanna að við séum ekki lengur í landinu. Allt þetta eigum við að senda til Kentucky og svo hugsa þeir málið í 4 mánuði og svo megum við náðarsamlegast hafa samband og vita hvort allt sé í gúddí!!
Við hringdum í sendiráðið og spurðum hvort við mættum ekki mæta niður í sendiráðið og skila miðadjöflunum þar, það ætti nú að vera næg sönnun fyrir því að við erum ekki í USA en neibbs!
Það er meira en freistandi að senda þeim umslag með spelti í með í pakkanum svona til að fokka aðeins í þeim. Þannig kæmumst við allavegana til Bandaríkjanna með hraði,við yrðum framseld sem danska Bin Laden fólkið og látin dúsa í Guantanamo næstu 10 árin. Þar á víst að vera heitt og gott! Við gætum frætt þá um muninn á hvítu hveiti og spelti.
Ég er farin að sjá eftir að að hafa styrkt bandarískt hagkerfi svona mikið í verslunarferðinni í maí, þá hafa þeir peninga til að styrkja svona ruglstofnanir í Kentucky.

Tuesday, June 24, 2008

Sætastur!

Posted by Picasa

Monday, June 23, 2008

Andleysi

Hér er stella roligt eins maður segir á baunamálinu. Júníor skallar húsgögn af miklum áhuga og fékk fyrstu kúluna í morgun. Hann sprellast út um öll gólf núna og er ekki lengur hægt að ganga að honum vísum á þeim stað sem maður lagði hann seinast á. Fór til Lóu og Ingó á föstudaginn og bakaði pönnukökur þar sem Lóa er eini ættingi minn í Danmörku sem á íslenska pönnukökupönnu. Sem ég gleymi alltaf að kaupa þegar ég er á Íslandi.
Júníor svaf alla nóttina í nótt og þá meina ég alla nóttina án þess að það heyrðist múkk í mínum. Svo var vaknað kl 6 borðað og sofið meira til 9. Guð hjálpi mér hvað það er gott að sofa loksins almennilega. Það er svo gott að sofa að það er mjög undarlegt að það sé ókeypis.
Ég er nýsleginn túskildingur x 10 í dag og til í allt, meira segja hlakka til kúkableyjunnar sem bíður ilmandi.
Adios!!

Saturday, June 21, 2008

Thursday, June 12, 2008

Þrenningin

Leóli!

mamman og ólinn í heimaprjónaða skírnarkjólnum

Sæta nýgifta fólkið!

bloggití,bloggití

Danska sumarið er í full swing með tilheyrandi hita, ég kom frá 15 gráðum á klakanum í 27 gráður hér. Mig langaði eiginlega bara að snúa við á flugvellinum en nú er ég búin að venjast þessu. Ég fíla reyndar íslenskt sumar með rigningu og roki og svo framvegis, það hentar betur mínum húðlit, núna er ég hvítasta manneskjan í Danmörku. Sem ég er stolt af.
Anders grætur af gleði á hverjum degi af einskæru þakklæti yfir að fá okkur heim,sérstaklega klukkan hálfsjö á morgnana....híhí. Ég á inni að sofa út í 11 daga, ágætis líf!
Það var stutt á milli stórræðanna í þessari Íslandsferð. Litli systursonur minn var skírður Óli Jökull Bentsson, eftir að hún systir mín var búin að sverja upp á 10 fingur að það yrði ekki skírt eftir neinum í fjölskyldunni, þvílíkt og annað eins. Ég og Beta áttum það svo sem skilið því að við fiskuðum dáldið grimmt eftir nafninu dagana fyrir athöfnina. Okkar gisk var Kyndill Jökull Fannar Snær Polaris Bentsson þannig að við náðum einu nafni rétt. Við vissum að sleðakappinn gæti ekki staðist það að hafa eitthvað kalt og hvítt í nafninu.
Þegar búið var að skíra, kom einhver ókyrrð í foreldrana og skokkuðu upp að altari og presturinn pússaði þau saman öllum að óvörum. Ég hefði viljað hafa mynd af familíunni á því augnabliki með stór augu og kjálkinn í gólfinu. Mjög fyndið:)
Þannig að nú eru Erna og Bent orðin lögleg, kominn tími til af því að þau eru búin að lifa í synd í 12 ár!