Danska sumarið er í full swing með tilheyrandi hita, ég kom frá 15 gráðum á klakanum í 27 gráður hér. Mig langaði eiginlega bara að snúa við á flugvellinum en nú er ég búin að venjast þessu. Ég fíla reyndar íslenskt sumar með rigningu og roki og svo framvegis, það hentar betur mínum húðlit, núna er ég hvítasta manneskjan í Danmörku. Sem ég er stolt af.
Anders grætur af gleði á hverjum degi af einskæru þakklæti yfir að fá okkur heim,sérstaklega klukkan hálfsjö á morgnana....híhí. Ég á inni að sofa út í 11 daga, ágætis líf!
Það var stutt á milli stórræðanna í þessari Íslandsferð. Litli systursonur minn var skírður Óli Jökull Bentsson, eftir að hún systir mín var búin að sverja upp á 10 fingur að það yrði ekki skírt eftir neinum í fjölskyldunni, þvílíkt og annað eins. Ég og Beta áttum það svo sem skilið því að við fiskuðum dáldið grimmt eftir nafninu dagana fyrir athöfnina. Okkar gisk var Kyndill Jökull Fannar Snær Polaris Bentsson þannig að við náðum einu nafni rétt. Við vissum að sleðakappinn gæti ekki staðist það að hafa eitthvað kalt og hvítt í nafninu.
Þegar búið var að skíra, kom einhver ókyrrð í foreldrana og skokkuðu upp að altari og presturinn pússaði þau saman öllum að óvörum. Ég hefði viljað hafa mynd af familíunni á því augnabliki með stór augu og kjálkinn í gólfinu. Mjög fyndið:)
Þannig að nú eru Erna og Bent orðin lögleg, kominn tími til af því að þau eru búin að lifa í synd í 12 ár!
Thursday, June 12, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hæ elskan,
já það var leiðinlegt að missa af ykkur Leó snúlla á landinu góða. En já við hittumst bara næst :-D
Gaman að systir þín og mágur hafi komið fjölskyldunni á óvart með giftingunni!.. æði.
Knús til Leó og Anders frá okkur öllum héðan úr Mosó. (nema TRAUSTA) sem við könnumst ekki við.. hahahaha....
Hrefna, Þröstur og börn
Post a Comment