Saturday, May 24, 2008

Gleðilegt eurovision!

Eurovision er alltaf hin besta skemmtun, það er reyndar óvenju mikið af frambærilegum lögum í keppninni í þetta skiptið, ég hef ekki græna glóru hvaða lag það ætti að vera sem vinnur. Ísland stóð sig vel, það er gaman að komast upp úr forkeppninni til tilbreytingar. Mér finnst franska og spænska lagið mjög skemmtilegt en ég er mest skotinn í norsku dömunni. Flott lag og hún er með mjaðmir, annað en hinar tannstönglastelpurnar í stuttu kjólunum sínum. Þegar maður þarf að láta vaxa bikinilínuna fyrir kjólinn þá þarf maður að íhuga fatavalið upp á nýtt.
By the way heimasíminn dó í dag þannig að það þýðir ekkert að hringja

2 comments:

Anonymous said...

Já Gleðilegt Júróvisijón :-)
Ég bara verð að vera pínu ósammála þér með Spænska lagið. Fannst það glatað... svo ég taki vægt til orða :-)
En franska lagið var mjög fínt!!
Ég gaf Króatíu mitt vote mér fannst það mjög flott.
Jámm fínt hjá Íslendingunum og alveg ágætt hjá þeim að ná 14 sætinu...
Ég var ekki hrifin af þessum lögum sem voru að berjast um toppsætin. Og jú ég er sammála þér með Norsku skvísuna.. hún var flott!
Takk fyrir 12 stigin Danir!!! :-)
Bæjó
Hrefna og co

Linda Björk said...

Ég er skotin í Dananum ;) - hann var töff. Svo fannst mér reyndar líka Króatíska lagið flott (gömlu kallarnir). En ég var sú sem hafði rétt fyrir mér í mínu Eurovision partý - ég spáði Íslendingum 16. sæti og var næst því að hafa rétt fyrir mér ;)