Tuesday, May 13, 2008

All you can eat

Haldið ekki að mín hafi farið út að hlaupa í dag, og ástæðan var einfaldlega sú að ég var búin að kaupa nýtt hlaupasett og nýja hlaupaskó. Ég var búin að reikna það út að ég eyddi nógu miklum peningum í nýtt hlaupadót þá þyrfti ég að fara og það reyndist raunin. Auja dró mig hringinn í kringum vatnið, ég náði tæpum 2 k sem er nokkuð gott miðað við að ég hef ekki hlaupið nokkurn skapaðann hlut í nokkur ár. Það var líka stigið á vigtina og ástandið var ekki eins slæmt og ég hélt miðað við óheilsusamlegt líferni undanfarinn mánuð. En ég ætla að fara á vigtina þegar ég kem heim svo ég geti tilkynnt réttar tölur. Leó er farinn að fá graut og líkar alltí lagi, held að hann sjái ekki alveg tilganginn með þessu, brjóst er mikið hentugra. Við hjónin fórum á deit í gær og fórum á all you can eat sushi stað. Þar sest maður fyrir framan barborð og svo flýtur sushiið framhjá manni í litlum bátum og svo treður maður í andlitið á sér. Svona all you can eat er ekki sniðugt, við gátum varla labbað útaf staðnum vegna græðgi

1 comment:

Anonymous said...

Áfram Ásdís nota það sem búið er að kaupa maður.
Sumarið komið á Íslandi
kv og knús
Mamma