Friday, August 22, 2008

Wednesday, August 13, 2008

íkon


Ég skrapp í Marmor kirkjuna í dag sem er mín uppáhaldskirkja í Köben, það er svo góð stemmning í henni, ég þarf bara að sitja þar inni í svona korter til að hlaða batteríin og þá er ég eins og nýsleginn túskildingur. Ég var heppin í dag, það var listasýning á efri hæðinni í dag, kona sem málar íkona. Íkonar eru kristileg málverk sem eru máluð aftur og aftur alveg eins, alltaf verið að kópera originalinn sem Lúkas átti að hafa málað. Það er dáldið flippað að þetta málverk af Maríu og Jesú hafi verið eins í árhundruðir og það er kannski sjens að hún hafi litið svona út. Þessi íkon var allaveganna mitt uppáhald.

Tuesday, August 12, 2008

Heyrist bank=Argggh

Hann sonur minn minnir mig á þetta lag með póstinum páli. Hann er byrjaður að standa upp og bankar húsgögn og gólfin til skiptis. Það er búið að loka inn í eldhús eftir að hann stóð upp við ofninn og bankaði hann að sjálfsögðu á leiðinni niður með hausnum. Hann klemmdi á sér puttana tvisvar sama daginn á sömu skúffunni(bara svo að hann myndi það örugglega næst:).
Hann virðist ekkert ætla að skríða almennilega fyrst, hann er ennþá að hífa sig áfram á höndunum.
Ég finn allavegana að gráu hárunum fjölgar hraðar en áður,ég er farin að sakna þeirra góðu gömlu daga þegar hann lá kjurr þar sem ég setti hann.
Ég var hjá einni eldri dömu í vinnunni um daginn sem er 99 ára og eldhress á alla kanta. Hún á engin börn, ég hef oft rekist á það í vinnunni að þær konur sem eignast ekki börn ná mjög háum aldri og eru mjög hressar líkamlega. Ætli barneignirnar slíti konur það mikið niður að það taki einhver ár af ævi þeirra? Í gamla daga þegar konur áttu mikið fleiri börn þá var meðalaldur þeirra ekki hár, kannski milli fertugs og fimmtugs. En það hélst reyndar í hendur með miklu striti, lélegri næringu og takmarkaðri læknishjálp. En hver veit?

Friday, August 08, 2008

Gestagangur!

Hér á bæ hefur ekki gefist tími til að blogga neitt af viti vegna gestagangs, við fengum þrjú holl í júlí og ágúst. Erna og Ólinn voru fyrst á sviðið ,svo kom Bent. Þar á eftir kom mútta og svo tóku Max-píurnar og powershoppararnir,Sigga og Sólrún við. Þetta hefur verið gífurlega huggulegt og gaman að fjölskylda og vinir láta sig hafa það að sofa í stofunni hjá okkur. Það er búið að fara í dýragarðinn, Bakken og ýmsar aðrar bæjarferðir og étið eins og svín aðallega. Ég stofnaði íslenskan saumaklúbb hérna í Köben fyrir stuttu og stofnfundurinn var í seinustu viku. Ég var svo heppin að ég hafði fulltrúa frá upprunalega saumaklúbbnum mínum frá klakanum, siggu og sólrúnu mér til halds og trausts. Þær sáu til þess að þetta færi nú allt vel fram.
Minn heittelskaði er kominn í hálfs árs frí og það er algjört æði. Ég hef getað unnið aðeins í heimahjúkruninni og það er gott að komast út meðal fólks aftur. Það eru tvær vikur í skólann og ég hlakka mikið til, meira segja verður heimalærdómurinn bara hressandi. Við hjónin ætlum að leika túrista í Kaupmannahöfn þangað til
.