Thursday, October 09, 2008

Svei mér þá!

Mbl.is hefur verið spennandi lesning undanfarið, þjóðarskútan sigld í strand og allt í steik. Landsbankinn ásamt öðrum þjóðnýttur, ekki hefði ég getað séð þetta fyrir. Ég var nú góður vinur Landsbankans um árabil og styrkti hann vel og mikið í gamla daga. Ég var með góðan yfirdráttarfulltrúa sem ég hringdi í reglulega og taldi trú um að ég þyrfti smá meiri aur. Í þá daga borgaði maður "bara" 12 % í yfirdráttarvexti, sem er nú bara gefins í dag.
Er nú helvíti feginn að hafa ekki yfirdrátt í dag.
Þessi sláturumræða er dáldið skemmtilega á Íslandi, núna talar fólk um að vera heima með fjölskyldunni og taka slátur. Ægilega huggó, kannski fara menn að þæfa ull líka og strokka sitt eigið smjör. Belja og tvær,þrjár rolluskjátur út í garði. En mér er spurn, afhverju gat fólk ekki haft það huggó með fjölskyldunni og reykt hangilæri saman áður en Ísland fór á hausinn?

Friday, October 03, 2008