Thursday, October 09, 2008

Svei mér þá!

Mbl.is hefur verið spennandi lesning undanfarið, þjóðarskútan sigld í strand og allt í steik. Landsbankinn ásamt öðrum þjóðnýttur, ekki hefði ég getað séð þetta fyrir. Ég var nú góður vinur Landsbankans um árabil og styrkti hann vel og mikið í gamla daga. Ég var með góðan yfirdráttarfulltrúa sem ég hringdi í reglulega og taldi trú um að ég þyrfti smá meiri aur. Í þá daga borgaði maður "bara" 12 % í yfirdráttarvexti, sem er nú bara gefins í dag.
Er nú helvíti feginn að hafa ekki yfirdrátt í dag.
Þessi sláturumræða er dáldið skemmtilega á Íslandi, núna talar fólk um að vera heima með fjölskyldunni og taka slátur. Ægilega huggó, kannski fara menn að þæfa ull líka og strokka sitt eigið smjör. Belja og tvær,þrjár rolluskjátur út í garði. En mér er spurn, afhverju gat fólk ekki haft það huggó með fjölskyldunni og reykt hangilæri saman áður en Ísland fór á hausinn?

14 comments:

Anonymous said...

Jú jú mörg hver okkar voru ekki í veislunni og finnum samt fyrir þessu, núna er þetta "every man or woman for himself" og nágrannar engir vinir lengur,við eigum kjöt og nýuppteknar kartöflur og kál í landinu sem mun duga okkur í vetur,sanniði til.
kv og knús
Mamma

Anonymous said...

það er svo sannarlega fjör nýjar fréttir á hverjum degi komin í nýtt (þorskastríð) bankastríð við Breta þeir beita hriðjuverkalögum á okkur og við Osk á leið til Glaskó í þarnæstu viku gengið eins og lottótölur breitist mörgusinnum á dag uppúr öllu valdi spennandi hahaha ástarkveðjur til ykkar í danaveldi Erna1

Anonymous said...

Takk fyrir mig Ásdís mín
kv
Mamma

Anonymous said...

takk æðislega fyrir mig og við sjáumst hressar og kátar í afmælinu hans Leó.
kveðja
erna litla systir.

Anonymous said...

Sæl Ásdís mín og co....


Til Hamingju með systur í fyrradag og mömmu á sunnudag - Ingí í Vestmannaeyjum er með afmæli í dag - og amma hefði orðið 87 ára barasta... svo er Logi minn
1.ársssss á mánudaginn - nóg af afmælunum í október....en hafðu það gott í skóla- og gangi vel að flytjast-bið að heilsa strákunum þínum--
kær kv
Frænka og co í TX

Anonymous said...

Ernu sys og Ósk var fleygt út úr gæludýraverslun í Glasgow fyrir að vera Íslendingar. Það er eins gott að maður láti lítið fyrir sér fara þegar maður fer utan.
kv og knús
Mamma
Hlakka til að hitta ykkur

Anonymous said...

hæhæ knús og kvitt frá mér
ykkar Gunna

Anonymous said...

Takk fyrir myndirnar hann er bara dásamlegur
kv og knús
Mamma

Anonymous said...

Hæ þarna hvernig væri að taka myndir af nýju íbúðinni og sýna okkur og hvað er að frétta af ykkur.
kv og knús
MA

Linda Björk said...

sammála móður þinni - hvað um myndir og upplýsingar um nýju íbúðina :)

Anonymous said...

Jæja elskan mín það getur varla verið verra hjá ykkur í Danaveldi en okkur hérna terroristunum það kostar ekki neitt að skrifa, sakna pistlanna þinna kveðjur og knús
sjáumst fljótt
Mamma

Anonymous said...

Elsku Ásdís og Co .....


Til hamingju með drenginn á 1.árs afmælinu.... eru mutta og pabbi ekki í Borginni....

kærar afmæliskv
hjúin í TX
var stödd í Mexico og hittum kana -er við sögðum að við værum frá Íslandinu fagra kom bara
''OOOHHOOO POOR YOU......
GAMAN EN EKKI HENT ÚT HE HE -

Anonymous said...

ekki á morgun heldur hinn þá verður litli Leó 1 árs og Kjartan frændi 39 árum eldri hugsa sér það er akkurat eitt ár í dag frá því við vorum á spranginu í Köben að kaupa og skoða hvað tíminn flígur
þetta er bilun næsti viðsnúningur og hann verður kominn í skóla
Til hamingju öll kveðja Erna 1

Linda Björk said...

Til hamingju með litla prinsinn :)

kveðja frá ísa landinu
Linda Björk