Monday, October 30, 2006

Rass

Síðasti föstudagur var mjög interessant í skólanum. Ég fékk að pota í rassvöðvana á öðru fólki og það var potað í rassvöðvana á mér. Rass er vanmetið fyrirbæri, þetta var hið áhugaverðasta mál. Svo fengum við jiu jitsu kennslu í hádeginu og þar kenndi jiu jitsu gúrú bekkjarins okkur fantabrögð sem var ógeðslega gaman. Núna hálfvorkenni ég þeim sem mæta mér í dimmu sundi.
Operation "Eldhúsendurnýjun" gengur vel, við fengum rafvirkja um helgina sem fór hamförum upp um alla veggi og við náðum að ryðja gamla eldhúsinu út á ruslahaug. Ég er svo fegin að losna við þetta eldhús út úr íbúðinni, það var svo greasy og ógeðslegt. Maður gat fundið steikingarlyktina af frikadellum og fiskefiletum 30 ár aftur í tímann, ojbara!

Sunday, October 22, 2006

Bavíanar

Þetta er búin að vera geðveik helgi, ég er búin að vera vinna eins og bavíani. Ég tók tvöfalda vakt á föstudaginn,dagvakt á gamla staðnum og kvöldvakt á nýja staðnum og svo er ég búin að vera helgina á gamla staðnum plús að standa í framkvæmdum heimafyrir og ég tala nú ekki um heimavinnuna. Minn heittelskaði er búinn að vera á útopnu hérna á heimafrontinum, setja saman skápa, brjótandi niður veggi og þar fram eftir götunum. Við erum komin með hurðargat frá eldhúsi inn í stofu og það er flottara en við vorum búin að reikna með. Það gefur mikið meira ljós í íbúðina og gerir hana stærri á alla vegu. Næsta verkefni á dagskrá er svo að ráðast á eldhúsinnréttinguna. Við dugleg!

Thursday, October 19, 2006

Áfram með forfeðrapælingar!
Hann ,Ólafur afi missti mömmu sína 1 árs gamall og var settur á sveitina og var síðan komið fyrir á hinum og þessum bæjum sem áttu ekki nógu mörg börn til að þræla út. Hann fékk takmarkaðan kærleik, barinn reglulega og lítið sem ekkert að borða. Samkvæmt öllum viðurkenndum uppeldis og sálfræðibókum miðað við þetta uppeldi(eða miseldi) þá hefði Ólafur afi átt að vera argasti psykopati eða að minnsta kosti alki. En nei, Ólafur afi var góður kall sem kom með flugelda handa barnabörnunum á gamlárskvöld og forðaði þeim frá því að borða augun,eyrun og alla aukahúðina(sem enginn vill) á sviðunum. Geri aðrir betur! En kannski vorum við systurnar of vel aldar , ef við hefðum verið sveltar dáldið þá hefðum við étið eyrun með bestu lyst.

afmælispóstur!

Já, hún uppáhaldsmóðir mín á afmæli í dag(ekki það að ég eigi margar), þetta er nú reyndar afmælisvika í familíunni. Erna systir átti afmæli á síðasta sunnudag og Lilja amma átti afmæli síðasta þriðjudag þar að segja ef hún væri enná lífi. Ég er í 100% framför með með að muna eftir afmælisdögum þetta árið,ég náði að hringja í litlusystur sama dag og hún átti afmæli. Því náði ég ekki í fyrra! þannig að það er þvílíkur success. Maður verður að gleðjast yfir litlu hlutunum í þessu lífi. Ég verð að leggja mig extra mikið fram við svona hluti þetta árið því að ég fer heim um jólin. Familían verður að vera í stuði til að elda oní mig stórsteikur og hangikjöt og så videre.
Ég stend í miklum forfeðrarannsóknum útaf verkefni í skólanum og það er ekkert skrýtið að ég sé svona skrýtin. Ég kem af gífurlega þjáðu fólki langt aftur í ættir, sultur, sjúkdómar, alkóhólismi og ungbarnadauði nema náttúrulega einn forfaðir minn sem var hirðstjóri yfir Íslandi sem hann leigði af Noregskonungi í 3 ár fyrir slikk. Ég geri ráð fyrir að hann hafi fengið nóg að borða.

Saturday, October 14, 2006

nååhh!

Jæja, þá er að taka sig saman í andlitinu og fara að blogga aftur. Ég fór á menningarnótt í gær, við hjónin byrjuðum á nútímalist frá Miðausturlöndum, það var mjög boring, of nútímalegt fyrir minn smekk. Svo fórum við á kirkjutónleika með renaissancetónlist og það var einfaldlega himneskt, gæsahúð,hrollur og allur pakkinn. Og tónleikarnir voru í uppáhaldskirkjunni minni, Marmor kirke, það er mjög sérstök stemming að vera þar inni, ég hef á tilfinningunni að Guð komi oftar við þar en í öðrum kirkjum. Svo kom röðin að gospeltónleikum í annarri kirkju, og mér fannst það bölvaður hávaði eftir hina tónleikana en minn heittelskaði halelújaði sig alveg í tætlur. Ég gafst upp og fór á kaffihús með Betu systur á meðan halelújahávaðinn var að klárast.
Skólinn er alveg frábær, ég náði loksins einhverri yfirsýn yfir þetta allt saman í vikunni. Einnig fékk ég tækifæri sem 1.árs nemandi að eyðileggja nokkur börn í síðustu viku. Við fórum að kenna 11 ára gömlum grislingum um líkamann og þau bíða þess örugglega aldrei bætur(svona er þetta að senda fólk út sem er búið að vera 1 mánuð í námi út að gera eitthvað). En þetta reddast örugglega fyrir þau ef þau taka rispu hjá sjúkraþjálfara og sálfræðingi í nokkur ár.