Sunday, September 28, 2008

Ekki lengi að þessu!

Það er kominn kaupandi að íbúðinn, þetta tók bara 3 daga en við höldum áfram að sýna íbúðina. Maður veit aldrei hvað gerist nefnilega, þetta er ekki í höfn fyrr en peningarnir eru komnir í bankann. Við hjónin stríluðum okkur upp í gær og skelltum okkur í brúðkaup og erum hálfþunn í dag, þó ekki vegna áfengisdrykkju. Við átum yfir okkur af góðum mat og fengum cola beint í æð, við erum heldur ekki vön að fara svona seint að sofa(00:30). Þetta útstáelsi var í boði ofurbarnapíanna, Betu og Mikkel. Barnið virðist ekki hafa fengið varanleg sálræn mein af pössuninni en við leggjum peninga til hliðar samt sem áður fyrir sálfræðinginn seinna meir. Ef hann tekur ekki skaða af þessu þá kemur bara eitthvað annað seinna:)

Wednesday, September 24, 2008

Dætur!

Posted by Picasa

Barnið fer þeim dáldið vel:)

Posted by Picasa

Gústa frænka og pönnukökurnar!

Posted by Picasa

slapp við hórdóminn í dag!

Djöfull er ég ánægð, ég fór til tannlæknis í dag eftir að hafa verið með tannpínu í 3 daga. Ég var þokkalega svartsýn og bjóst við rótarfyllingu með öllu því húllúmhæji og peningaútlátum sem því fylgir. En nei, tannsinn greindi mig með ennis/kinnholusýkingu og sendi mig út með pensilín recept. Mikill léttir að kaupa sýklalyf fyrir 30 kall í staðinn fyrir að borga tannsanum 4000 kall. Núna slepp ég við að tölta niður á Strik og selja mig fyrir tannlæknareikningnum:)
So far,so good með íbúðarsölumál, við settum auglýsingu á netið í gær og það eru 4 búnir hringja,1 búin að skoða og það koma 2 a morgun og 1 á föstudag. Brjálað að gera, hér er auglýsingin á DBA.
Íbúðin sem við flytjum í er leiguíbúð, 2 svefnherbergi , 66 fermetrar,á fyrstu hæð með svölum og risakjallaraherbergi þar sem minn heittelskaði getur dundað sér við smíðar. Ástæðan fyrir að við flytjum er að við fáum mikið stærri svefnherbergi, fáum svalir og það er mjög flott lokað leiksvæði fyrir Leó á milli blokkanna. Hann fær leikfélaga,(engin börn þar sem við erum núna) og svo skemmir það ekki fyrir að við spörum 2000 kall í húsaleigu á mánuði. Not bad!
Nýja íbúðin er hér,.
Við búum á Stellavej þannig að þið sjáið að við flytjum ekki langt.

Vi flytter,jú!

Við erum opinberlega komin inn á leigumarkaðinn, kommúnan góða reddaði okkur íbúð sem er stærri,ódýrari og barnvænni. Við flytjum þann 15.október, mjög mikil snilld. Nú vantar bara að
selja andelsíbúðina okkar sem verður vonandi ekkert mál. Almættið reddar því:)
adios

Sunday, September 07, 2008

bla

Hér er allt að gerast, mamman byrjuð að vinna og komin í skólann aftur og pabbinn orðinn heimavinnandi húsfaðir.
Skólinn er algjört æði og heimavinnandi húsfaðirinn slær mig út í heimilisverkunum þannig að þetta er ekkert nema hamingja. Leó stendur upp út um allar trissur og blóm og bækur eiga fótum fjör að launa undan honum. Hann fékk fyrstu pönnukökuna með rjóma í gær og rann hún vel niður. Við fengum Ævar, Guggu og Jakob í heimsókn í gær og prufukeyrðum pönnukökupönnuna af því tilefni. Ég gerði þær meira að segja úr spelti.
Heimavinnandi húsfaðirinn er mjög skipulagður gæi og fer með Leó í eitthvað activity á hverjum degi. Það er farið í sund og leikstofur út um víðan völl á virkum dögum.
Ég er byrjuð á mínu vanalega krosssaumsstússi(hvað eru eiginlega mörg s í þessu orði?)Metnaðurinn er aðeins meiri en venjulega, ég er að gera jóladagatal handa Leó. Ég stofnaði saumaklúbb í ágúst og við erum búnar að hittast tvisvar og það lítur vel út með framhaldið.
Markmið vetrarins er að læra að prjóna ullarsokka.
over and out