Monday, November 27, 2006

Bond

Ég er bara helvíti ánægð með nýja Bondarann, þetta var eiginlega sú besta Bond mynd sem ég hef séð lengi. Það var mikið að þeir gerðu mynd eftir bókinni, yfirleitt hafa þeir stolið titlinum og skáldað svo í eyðurnar. Í þessari þá náðu þeir að fylgja söguþræðinum nokkurn veginn, ég er einlægur Fleming aðdáandi og á allar Bond bækurnar og það er nú þrátt fyrir að Fleming hafi verið argasta karlremba og kvenfyrirlítari. Bondinn í þessari mynd er líka grófari og meira rough týpa en áður hefur sést og það er hann nefnilega í bókunum. Og svo spillir ekki að nýji bondinn er búinn að vera MIKIÐ í ræktinni og er alveg hellings ber að ofan í myndinni. Þannig að það er eitthvað fyrir alla.
By the way þá er ég komin með nýtt heimanúmer fyrir löngu síðan 58590044

Thursday, November 23, 2006

flensborg

Ligg í sjálfsvorkunn með hita og kvebb en get þó glatt mig yfir minni eigin smekkvísi. Dúkurinn er kominn á gólfið og hann er geðveikt flottur. Þannig að þetta er eiginlega bara búið og það er ekki mér að þakka, það er minn heittelskaði sem er búinn að standa fyrir þessu öllu saman. Það er gott að eiga svona duglegan håndværker eiginmann.
Við ætlum að halda upp á þetta með að skreppa á nýja Bondarann um helgina, við höfum ekki farið á bíó í milljón ár(þegar maður er með 40 sjónvarpsstöðvar þá minnkar þörfin fyrir bíó).
Mér hefur fundist nóvember erfiður með skóla, vinnu og eldhús og svo framvegis og það er aðallega af því að ég er ekki góð í að skera niður í félagslífinu eða segja nei við aukavinnu. Og ég hef farið flatt á því áður að yfirplana mig og ætla svo mikið og fatta bara ekki hvar mín takmörk liggja. Það fór ekki vel á sínum tíma og tók mig marga mánuði að jafna mig andlega og líkamlega. Besta vinkona mín minnti mig á þetta í gær(takk elskan) og ég ætla að minnka verulega við mig. Ég verð að gera það af því að það er haugur af verkefnum fram að jólum og ég er orðin drulluþreytt á því að koma ólesin í skólann af því að ég hef ekki tíma. Það er helvítis bömmer að vera veik núna því að grúppan mín á að leggja fram verkefni á morgun og þær verða að gera það án mín.
Ég var í ræktinni á þriðjudaginn í fyrsta skipti í tvo mánuði og það var mjög fríkað. Ég gat hlaupið í 30 mín á hlaupabrettinu án þess að blása úr nös. Þetta gat ég ekki fyrir 2 mánuðum, ég skil þetta ekki alveg. Ég fór líka á vigtina og er búin að léttast um 3 kíló! Að fara ekki í ræktina svínvirkar greinilega!

Wednesday, November 22, 2006

Malmú!

Skrapp til útlanda um helgina og heimsótti nágrannaþjóðina. Malmö var alveg jafn hugguleg og síðast og kaffið var alveg jafn gott og seinast. Ég næ þessu ekki með kaffið, hvað eru Svíar að gera við kaffið þarna hinum megin við sundið? Ég hreinlega uppljómaðist yfir cafe latteinu mínu það var svo gott. Ég opna kannski bara sænskt kaffihús hérna og verð geðveikt rík.
Ég átti bágt með mig og þurfti að halda fast í budduna. Þarna gat maður eytt alveg helling af pening í jólapunt og dót fyrir heimilið. En ég stóðst þrekraunina og hélt mig við budgettið(en ég keypti diskamottur, gat ekki annað).
Eldhúsið gengur vel, dúkurinn fer á í dag og þá kemur næsta projekt á dagskrá, að gera skrifstofuna mönnum bjóðandi. Og svo ætlum við að halda housewarming þann 9. des svo við getum montað okkur af nýja eldhúsinu.

Tuesday, November 14, 2006

E-efni

Ég er að sjá fyrir endann á eldhús vitleysunni. Það verður hægt að vaska upp og jafnvel elda mat um helgina, jibbí! Uppþvottavélin kom í gær þannig að nú hefst nýtt tímabil í hjónabandinu. Hér eftir verður ekki hægt að rífast um hver á að vaska upp! Við erum búin að vera eldhúslaus núna í 3 vikur og erum búin að lifa á frönskum, pizzum og öðrum tilbúnum réttum. Maginn á mér er farinn í verkfall og vill fara á hráfæði. Hann er búinn að fá fleiri E-efni síðastliðnar 3 vikur en síðustu 3 ár. Það kom mér ótrúlega á óvart þegar ég var að versla allt junkfoodið hvað það er ódýrt. Það er t.d hægt að fá hálft kíló af frönskum fyrir 70 kall ísl. og pizzu fyrir 100 kall. Það er hægt að verða alveg ótrúlega feitur fyrir engan pening. Það er kannski þessvegna að Danir eru að hrynja niður úr offitu, þeir eru of nískir til að gera annað.
Minn heittelskaði er með flensu og hálsbólgu þessa dagana en ég held að þetta sé E-efna eitrun.
Nýja eldhúsið er rosalega fallegt, það var sett borðplata á í gær og sagað fyrir vaskinum. Svo kemur píparinn á morgun þannig að það ætti að vera hægt að vera þarna inni í næstu viku. Myndirnar koma seinna, myndavélin er í viðgerð
sayonara