Sunday, September 16, 2007

Vika 31

Er alveg að tryllast úr skipulagsáráttu þessa dagana, er búin að sortera fötin mín í óléttu skúffuna og ekki óléttu skúffuna. Það er mun skemmtilegra að klæða sig á morgnana, skal ég segja ykkur. Ég er líka búin að skipuleggja skólapappírana og önnin er varla byrjuð! Hver segir að kraftaverk eigi sér ekki stað öðru hverju! Ég er líka búin að uppgötva kosti þess að vera ekki að vinna með skólanum, núna hef ég tíma til að lesa heima áður en ég fer í skólann þannig að ég veit hvað kennarinn er að tala um þegar hann talar um það, ekki nokkrum mánuðum seinna eins og á síðustu önn. Heimavinna er sniðugt fyrirbæri.
Það er farið að kólna hérna en samt ekki nóg, núna er þetta pirrandi millibilsástand þar sem maður fer í vetrargallann á morgnana út af kulda og kemur svo kófsveittur heim seinni partinn afþví sumarið er ekki alveg búið. En maður getur svo sem ekki leyft sér að kvarta, ég sá á mbl.is að það er byrjað að snjóa á klakanum.

Tuesday, September 11, 2007

vika 30

For i fyrsta tima i fødselforberedelse(fædingarundirbuningur) i gær. Thad var rosa gaman, leikfimi,frædsla og tedrykkja og thar verd eg einu sinni i viku næstu tvo manudina. Ekki skemmir fyrir ad thetta er faglega mjøg interessant, namskeidid er hja APA,(afspændingspædagoges aftenskole). Thetta er thad sem eg er ad læra i skolanum og eg gæti alveg hugsad mer ad vinna vid thetta i framtidinni, thar ad segja i olettugeiranum. 5 vikur eftir af skola, eg er farin ad halfhlakka til ad hætta. Eg get ekki verid med likamlega nema ad hluta til nuna og tha er ekki eins gaman.
Eg var alveg a utopnu um helgina, for ad shoppa med Betu systur a laugardaginn og for i Søndermarken a sunnudaginn og fekk svo Diønu,Agust,Lisbeth og Mark i mat a sunnudagkvoldid thar sem minn heittelskadi slo i gegn med fylltum kjuklingabringum.

Thursday, September 06, 2007

Fyndið!

Var á lókal hamborgarabúllunni minni í kvöld að sækja durumið mitt þegar ég rak augun í þetta á matseðlinum
"Alle salater er med salat, dressing og flute"!
Mjög hughreystandi að maður fái salat í salatinu sínu:) Þeir hafa fengið mjög áhyggjufullan kúnna einhverntímann sem hefur viljað vera viss.
Ég tók letidag í dag, var heima og borðaði súkkulaði, bara mannbætandi!

Tuesday, September 04, 2007

Vika 29

Við hjónin fórum á mjög svo leiðinlegan fyrirlestur um meðgöngu upp á sjúkrahúsi í gær og þar á eftir var skoðunarferð um fæðingardeildina. Mjög undarlegt að hafa fyrirlestur um meðgöngu þegar örugglega allar konurnar þarna inni eru búnar að lesa svona 7 bækur um efnið áður en þær eru komnar 3 mánuði á leið! Ég hefði getað flutt þennan fyrirlestur..
Fæðingardeildin var mjög hugguleg af fæðingardeild af vera en það verður heimafæðing(ef það kemur ekki eitthvað uppá sem kemur í veg fyrir það).
Það er mjög gaman í skólanum en bakið á mér er farið að kvarta og ég get ekki setið í venjulegum stól lengur þannig að það verður spennandi að sjá hvað sjúkraþjálfinn segir um þetta mál í dag. Mjög undarlegt bakvandamál sem lagast við að fara út að hjóla í svona hálftíma eða leggja mig í tvo tíma.
Það er orðið skítkalt í Danaveldi ekki nema svona 14 gráður, ég þarf að kaupa mér ullarföt bráðum!