Tuesday, May 22, 2007

snooze

Við hjónakornin lögðum okkur sátt til hvílu í nýja svefnherberginu í gær, allt nýmálað og fínt. Við vorum minna sátt hérna í morgunsárið þegar við vöknuðum við vekjaraklukku nágrannakonunnar sem snoozaði frá 6-7. Hún virðist sofa hinumegin við vegginn og á greinilega erfitt með að komast framúr. Minn heittelskaði reyndi að hefna sín með að kveikja á sinni eigin vekjaraklukku en það virkaði nú ekki. Svona getur þetta verið í Danmörkinni, þunnir veggir!
Lífið er orðið aðeins meira spennandi, ég er líka búin að framkvæma helling á verkfælnilistanum. Ég get samt ekki beðið eftir að klára stundaskrá á föstudaginn, mér er alveg sama þó að brjálaður próflestur taki við eftir það. Ég hef þá eitthvað frelsi, get tekið sjálfstæða ákvörðun um hvaða blaðsíður ég eigi að lesa fyrst. 23 stiga hiti í Baunaveldi í gær, alveg ágætt!

Sunday, May 20, 2007

Verkfælni

Ég er haldin alveg brjálaðri verkfælni eða valbundnum athyglisbresti eins og Erna systir kallar það. Ég nenni ekki að læra og lífið er bara leiðinlegt. En reynslan hefur kennt mér að því lengur sem ég fresta hlutunum því leiðinlegra verður lífið og allir hinir verða leiðinlegir líka. T.d er minn heittelskaði afar leiðinlegur í dag þannig að þetta er orðið dáldið hættulegt. Þannig að það er ekki um neitt annað að ræða en að taka sig saman í andlitinu og hætta þessari vitleysu. En ég er þó búin að gera tvennt, ég er búin að finna tvö ný orð yfir frestunaráráttu(hér að ofan), ég er búin að gera lista yfir alla hlutina sem ég er að fresta og svo kyrjaði ég í dag. Það er ljós í myrkrinu!

Friday, May 11, 2007

Evróvision

Ég dauðskammast mín fyrir það en ég sofnaði yfir Evróinu í gær. Þar fauk íslenski ríkisborgararétturinn, íslendingur sem getur ekki vakað yfir Evróinu á ekki skilið að hafa íslenskt vegabréf. Ég náði 16 lögum og missti síðan meðvitund. En ég náði þó Eika Hauks og hann var með hárið og herðapúðana eins og fyrir einhverjum áratugum síðan. Reyndar höfðu herðapúðarnir aðeins minnkað(þeir máttu það líka alveg). Lagið var alltí lagi en hvaða gítarrunk var þetta á sviðinu eiginlega! Voru helstu gítarleikarar landsins atvinnulausir og brugðið á það ráð að senda þá alla! í Eurovision í einu? Gítarrunkið var bara asnalegt.
Eina lagið sem ég fílaði(af þeim sem ég sá þar að segja) var lagið frá Georgíu og hún komst víst áfram svo að ég hef einhvern til að halda með annað kvöld. Ég var að lesa Mbl áðan og þar voru menn súrir yfir því að komast ekki áfram og flíkandi einhverjum samsæriskenningum Ég er nú ekki alveg að kaupa þessa austantjaldssamsæriskenningu, staðreyndin er bara sú að þessi austantjaldslönd sem komast áfram er vegna þess að þeir hafa mest áhorf og þarafleiðandi mjög mikla kosningu. Þessi lönd eru tiltölulega ný í keppninni og setja þarafleiðandi kraft í þetta. Í Norður og Vestur Evrópu er enginn sérstakur áhugi fyrir þessu lengur og þaraf leiðandi léleg kosning(nema náttlega á Íslandi en það er alveg sér kafli útaf fyrir sig). Danir horfa t.d mjög takmarkað á keppnina og vita sjaldnast hvað ég er að tala um þegar ég minnist á þetta við þá. Og til þess að afsanna allar samsæriskenningar þá skuluð þið kíkja á sigurvegarana í fyrra, Finnar unnu. Í því tilfelli vann lagið, ekki landið. Svo hananú

Tuesday, May 08, 2007

Wednesday, May 02, 2007

þusiþus

Ummm! Vi fengum lífræna kassann okkar í dag, við erum í áskrift af lífrænu grænmeti og ávöxtum hálfsmánaðarlega og það er algjör sæla þegar hann kemur í hús. Það var salat, gúrkur, tómatar, sítrónur,aspas, radísur, kartöflur, kál og timian í dag.Það er nefnilega þvílíkur bragð og gæðamunur á lífrænu og ólífrænu, ég hefði aldrei trúað því. Þetta er einn af stóru plúsunum við Danmörkina, það er hægt að fá lífrænt á skikkanlegu verði og meira segja í lágvöruverslunum.
Ég ætla að þusa aðeins, ég las nefnilega í blaðinu um daginn að pædagogar (leikskólakennarar) eigi að kenna börnum að hætta að blóta. Ljótt orðbragð í leikskólum er víst orðið að stórvandamáli. Mér finnst að þetta sé ábyrgð foreldranna, í fréttinni hefði átt að standa að foreldrar verði að hætta að segja helvítis,fokk og shit heima hjá sér svo börnin endurtaki það ekki í leikskólanum. Í vikunni þar áður var önnur frétt um að innflytjendabörn séu ekki nógu góð í dönsku og leikskólinn átti að græja það líka. Hvaða rugl er þetta, eiga foreldrar ekki að taka ábyrgð! Þetta finnst mér ekki sérstakt danskt fyrirbæri, þetta er líka á Íslandi. Þegar barninu gengur illa í grunnskóla þá á kennarinn að taka ábyrgð á því og græja þetta. Ég hálfvorkenni þessum stéttum sem eiga bara að "græja" þetta fyrir okkur svo að við getum haldið áfram að vinna aðeins meira svo að við eigum fyrir yfirdráttarvöxtunum. Ok þus búið
Ég á hrós skilið fyrir að:
- að hafa klárað viðbjóðslega leiðinlegt sálfræðiverkefni í dag þó að ég eigi að skila því eftir viku.
-er byrjuð að lesa undir anatomiupróf sem er 18.júní, hef aldrei byrjað svona snemma að lesa undir próf, ég hlýt að vera að fullorðnast eitthvað.
- skreið undir rúm í gær og ryksugaði og skúraði þar undir, ég veit ekki alveg hvað kom yfir mig,minn heittelskaði var allavegana afar hissa.
-setti reikninga og launaseðla síðustu 6 mánaða inn í möppu, þvílíkt átak.
Over and out