Monday, January 23, 2006

Glöð!

Æi hvað ég er glöð í dag! Ég mætti samviskusamlega í vinnuna í morgun og fékk að vita það að ég átti að vera á kúrsus í dag sem mér fannst ekkert nema sniðugt. Þannig að ég fékk að sitja inní í hitanum í dag og hafa það huggulegt að hlusta á fyrirlestra. Það gerist bara ekki betra held ég.
Ég ætla að rölta niður í bæ og kaupa andlitskrem, andlitið er við það að detta af mér vegna þurrks og kulda. Þegar eiginmaðurinn er farin að kommenta að maður líti ekki eins vel út eins og maður gerir vanalega(hann tekur aldrei eftir neinu) þá þarf maður að fara að gera eitthvað í þessu. Ég ætla að finna mér krem sem yngir mig um 10 ár og gerir mig geðveikt hamingjusama(þar að segja hamingjusamari:).
Það er örugglega ekkert mál!

Friday, January 20, 2006

brr!

Danskur vetur er ekkert grín, ég held ég hafi aldrei upplifað að hafa verið svona kalt áður. Og þó hef ég ágætis reynslu í vera kalt í gegnum þetta hjálparsveitabrölt á árum áður. Allar þessar vetrarferðir og útköll ,þar náði maður ágætis reynslu en það fölnar í minningunni miðað við veturinn hérna. Reyndar var þarna skiptið þegar Markús henti mér á bólakaf í Skógará í nóvember, það var helvíti kalt en það góða var að það stóð ekkert sérlega lengi. Danskur kuldi nístir í gegnum merg og bein, það hvarflar ekki að mér að fara út fyrir hússins dyr nema í neyðartilfellum, t.d að fara í vinnuna. Eftirlaun og að flytja til Kanarí hljómar alveg rosalega vel þessa dagana, það er bara verst að það eru minnsta kosti 33 ár í það!
Við hjónin erum að fara að skipta um húsnæði ,við flytjum 1. mars. Það vantar leigjendur í íbúðina sem við erum í núna .Ef þið vitið um einhverja greindarskerta íslendinga sem finnst það góð hugmynd að flytja til lands sem er kaldara en Ísland endilega láta vita!

Saturday, January 14, 2006

Jæja,nú er horið að mestu búið og ég er farin að geta andað í gegnum nefið. Það finnst mér mjög gott, þetta er svona einn af þessum hlutum sem maður tekur sjálfsagðan dags daglega. Ég er búin að horfa á aðeins fleiri bíómyndir og verð að komast út úr þessari íbúð! Ég er búin að múta systur minni til að fara með mér út að borða í kvöld og bíó. Hún vorkenndi mér svo mikið að hún sagði já.

Thursday, January 12, 2006

bíó

Er ennþá heima í horinu og yfirmaðurinn bannaði mér að mæta í vinnuna á morgun. Ég á að æfa mig á að fara út í búð og ryksuga stofuna á morgun, ef það gengur þá má ég kannski mæta um helgina!
Ég er búin að horfa á fáránlega mikið af myndum þessa vikuna og ég ætla að vera með smá kvikmyndagagnrýni.
1.Princess Bride: uppáhald, alltaf skemmtileg, geðveikt sexý aðalhetjan
2.E.T : náði bara helming, hún var eiginlega bara leiðinleg
3.Snatch : ágætis krimmamynd, hún fær auka stjörnu fyrir Brad Pitt beran að ofan í 3 atriðum
4.Danny the Dog: Hún var eiginlega mjög góð, ég vissi ekki að Jet li gæti leikið, blanda af hasar og mannlegu drama
5.Moulin Rouge: Uppáhald, búin að sjá hana svo oft, græt alltaf í endann
6.Evil: sænsk mynd sem er alveg svakalega góð, sætur leikari
7.American Pie, the bandcamp: Titillinn segir allt sem segja þarf,amerísk highschool mynd eins vond og þær geta orðið
8.Calendar girls: Bresk gamanmynd, skemmtileg kellingarmynd
9.The prince and me: amerísk ástarvella en sætir leikarar
10.Prozac nation: mynd um þunglyndi, mjög góð
11. The touch: hræðileg, meikaði korter og svo gafst ég upp

Wednesday, January 11, 2006

horfréttir

Ég er við það að fremja sjálfsmorð úr leiðindum og hori. Búin að horfa á allar myndir í tölvunni og les mbl.is á korters fresti. Ekki gott! Hvaðan kemur þetta hor allt saman og hvað er hor eiginlega? Einhvern tímann heyrði ég að hor væri dauðar kvefbakteríur. Ef svo er þá er ekki ein einasta kvefbaktería eftir í skrokknum á mér. Kannski er þetta heilinn á mér að leka út hægt og rólega. Ég er nú samt aðeins skárri í dag en í gær en það er alveg svakalega ömurlegt að hanga svona heima.

Monday, January 09, 2006

væliskítur

Svei mér þá, ég held að ég sé bara að deyja, ég er búin að ná mér í flensu dauðans. Ég var heima á föstudaginn og í dag, það gengur víst ekki að klína hor í gamla fólkið. Svona er þetta, ég er ekki búin að sleppa orðinu um hvað ég er búin að vera hraust síðan ég flutti til baunalandsins. Þetta fær maður í hnakkann um leið!
Týpískt!

Tuesday, January 03, 2006

Nýja árið leggst alveg svakalega vel í mig , ég er alveg rífandi hamingjusöm þessa dagana.
Skemmtilegt!