Friday, January 26, 2007

Leyndarmál lífsins

Þá er kominn vetur í Baunalandinu því miður! Ég hafði vonast eftir að sleppa þetta árið en það varð svo ekki raunin. Að keyra um á scooter er orðið gífurlega líkamlega óþægilegt, ég fæ kalsár eftir hálftíma ferð svo að það þarf að vera þess virkilega virði til að ég hreyfi mig út úr húsi. Talandi um húsið, þá eru danskar íbúðir ekki þær hlýjustu í heimi og ég geng hérna um þrælvafin í ullarteppi og ullarinniskó(ég kyrjaði í fingravettlingum í gær!). Það eina sem reddar þessu er full body size hitateppið sem ég fékk í jólagjöf frá tengdó. Ég set það undir sængina svona klst áður en ég fer að sofa og svo skríð ég undir heita sæng,æðislegt! Þetta er dáldið skrýtið með Dani afhverju þeir geta ekki fundið útúr því að einangra útveggi og gera þétt þök. Svo þegar ég hef spurt þá um þetta,þá horfa þeir á mig í forundran og segja að húsið þurfi að anda og rakinn þurfi að komast út! Afhverju þurfa hús á íslandi ekki að anda! Mér þætti vænt um að fá útskýringu frá einhverjum håndværker þarna úti.
Danmörkin er mjög ljúf á marga vegu en það er mjög fúlt að frjósa 3-4 mánuði á ári. En sumrin eru hins vegar algjört æði þannig að þetta jafnast einhvernveginn út
Minn heittelskaði er búinn að fá sér nýja vinnu, hann er að fara að vinna í öðrum klúbb og hluti af jobbinu er að passa hesta og smíða kofa. Þannig að bóndinn ætti að njóta sín þar.
Ég horfði á The Secret um daginn og hún var alveg geggjuð! Ef þig langar að vita hvað lífið snýst um þá horfðu á hana. Hún finnst á www.thesecret.tv eða þú getur downloaded henni einhversstaðar(ekki það að ég styðji svoleiðis óheiðarleika:).

Wednesday, January 17, 2007

Lífið er frekar notalegt þessa dagana, það er frí í skólanum í dag. Við erum að vinna í ævisögunni þessa dagana og erum að kíkja á systkinatengsl sem er mjög áhugavert. Ég er reyndar búin að uppgötva að systkinatengsl eru í rauninni jafn mikilvæg og foreldratengsl. Það hefur gífurleg áhrif hvar maður er í systkinaröðinni. Mér líður eins og ég sé ókeypis hjá sálfræðingi þegar ég er í skólanum(sem er ekkert nema sniðugt).
Sem fyrrum fjárhagslegur fáviti í bata þá finnst mér fjármál gífurlega heillandi og ég fann þessa grein um daginn.
http://articles.moneycentral.msn.com/SavingandDebt/LearnToBudget/ASimplerWayToSaveThe60Solution.aspx?wa=wsignin1.0
Hún fjallar um okkur launaseðilsþrælanna sem náum aldrei að leggja neitt fyrir og erum því alltaf háð næstu mánaðarmótum. Ég hef ekki náð svo langt ennþá að eiga varasjóð en ég stefni á það.

Monday, January 08, 2007

tölfræði

Djöfull er ég dugleg í dag, vaknaði kl 10(náði samt ekki framúr fyrr en 11, ég þarf að hugsa svo mikið), borðaði morgungrautinn,kyrjaði, dansaði,gerði yoga,hringdi í bekkjarfélaga til að finna útúr heimavinnunni(ekki það að ég nenni að lesa heima,its the thought that counts:) og svo er ég að fara á kvöldvakt á eftir. Svo er ég búin að blogga tvisvar í dag, ég tók nefnilega eftir merkilegri tölfræði áðan. Ég bloggaði 55 sinnum árið 2006 og 73 sinnum 2005 og ég byrjaði að blogga í maí 2005. Þannig að það var rúmlega helmingi meiri framleiðni 2005 en 2006. Þetta gengur nú ekki! Ég verð að taka mig á!

brumm

Það gengur eitthvað illa að snúa sólarhringnum við eftir jólin, að vakna fyrir 12 er bara eins að sé verið að murka úr mér líftóruna. En á morgun er engin miskunn, þá þarf ég að mæta kl.9 í skólann.
Ég fékk góðar fréttir eftir að við komum heim, tryggingarfélagið ætlar að gefa mér nýjan scooter afþví að hinn er ónýtur og almættið gaf mér tvöföld laun þennan mánuðinn þannig að ég get ekki kvartað. Minn heittelskaði fann nýjan scooter handa mér á netinu og keypti hann í gær. Sá nýji er mikið kraftmeiri en sá gamli þannig að slysahættan eykst til muna. Brumm brumm! Ég hendi inn mynd við tækifæri, ég hef tekið eftir að fólk upplifir okkur hálf geðveik að vera ferðast á þessu en þetta er þvílíkt gaman. Við fengum alveg frábæra hugmynd í gær, minn heittelskaði hafði heyrt af manni sem hafði keyrt til Parísar á 7 dögum á scooter. Við ætlum að taka roadtrip eitt sumarið um Evrópu í mánuð og sjá hvað við náum langt. Við getum ekki keyrt hraðar en 60 og megum ekki keyra á hraðbraut þannig að við tökum það mjög rólega. Guð hvað þetta verður rómantískt,ég sé þetta fyrir mér í hyllingum,keyrandi um í franskri sveitasælu og stoppandi í lunch á local veitingastaðnum. En ég held að við byrjum á því að fara til Mön eða Bornholm(danskar eyjur) og sjá hvernig gengur. Ég skammast mín eiginlega dáldið,ég er búin að vera hérna í eitt og hálft ár og hef ekki ennþá náð að komast útúr Sjálandi.
Í Danmörkinni er ylvolgt og dejligt, 10 stiga hiti uppá hvern einasta dag, svona á vetur að vera!

Tuesday, January 02, 2007

Litið um öxxxlll!

Gleðilegt árið öllsömul og ég vona að þið hafið haft það gott yfir hátíðarnar. Ég er ennþá að jafna mig eftir ofátið og fer á detox/grænmetisfæði í janúar svona til að sjokka líkamann ennþá meira. Ég hef verið að kíkja á árið sem leið og þar stendur uppúr íbúðarkaup, byrja í skóla og flutt þrisvar yfir árið(sem var ekki gaman en hefur þau frábæru áhrif að ég er búin að henda öllu sem ég get lifað án). Ekkert clutter á mínu heimili sko!
Svo galdraði minn heittelskaði nýtt eldhús fram úr vinstri erminni þannig að hann vinnur eiginmannsverðlaunin í ár. Það var æðislegt að koma á klakann í smá hvíld, það er líka mjög gott að fá smá fjarlægð á lífið úti og sjá hvernig ég get gert hlutina betur. Ég er búin að skrifa ásetningana fyrir þetta ár og ætla að einfalda hvernig ég geri hlutina. Ég stefni að hafa nógan tíma þetta árið til að gera það sem skiptir máli og það snýst bara um mitt viðhorf og líka að njóta lífsins meira. Ég er að gera mjög skemmtilega og spennandi hluti og engin ástæða til að njóta þess ekki meira en ég hef gert. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu ári, þetta kemur til með að verða æðislegt. Ég var á búddafundi í kvöld sem var algjört æði,þetta gefur svakalegt power. En talandi um ásetninga, ég fann ásetningana frá því í fyrra og ég gerði ekki rassgat í þeim á árinu, ég gerði helling af öðrum góðum hlutum en ekki það sem ég setti mér. Það er greinilega satt að ef maður segir frá ásetningunum þá gerir maður það ekki(það er allavegana mín afsökun). Þannig að ásetningar 2007 fara ekki á netið í ár.
Við fljúgum til Baunalandsins á fimmtudaginn og ég er farin að hlakka til, ég get ekki beðið eftir að byrja í skólanum á föstudag. Núna er ég úthvíld og klár í slaginn aftur