Sunday, December 23, 2007

Wednesday, November 28, 2007

Vansvefta!

Ég er farin að sjá skynsemina í hvernig móður náttúra hefur skipulagt það þannig að maður er hæfastur líkamlega í að eignast börn fyrir tvítugt. Þá gat ég nefnilega vakað og djammað alla nóttina og farið að vinna daginn eftir, pís of keik! Ég hefði átt að nota þá orku í að eignast nokkur börn í staðinn fyrir að vera full á Flensborgarballi, Fávitaskapur að vera bíða með þetta þar til eftir þrítugt! Ég er farin að skilja þær konur sem fá þá hugdettu að henda börnunum fram af svölunum, þegar maður er þreyttur þá detta manni ótrúlegustu hlutir í hug. Ég er líka alltaf að sjá betur og betur hvað ég er frábærlega vel gift, einstæðar mæður/feður eru brjáluð hörkutól!

Thursday, November 22, 2007

Leó Staunsager Larsen 19.11

Þið getið skoðað myndir af erfingjanum á bloggsíðu míns heittelskaða http://andersblond.blogspot.com/
Túdilú

Sunday, September 16, 2007

Vika 31

Er alveg að tryllast úr skipulagsáráttu þessa dagana, er búin að sortera fötin mín í óléttu skúffuna og ekki óléttu skúffuna. Það er mun skemmtilegra að klæða sig á morgnana, skal ég segja ykkur. Ég er líka búin að skipuleggja skólapappírana og önnin er varla byrjuð! Hver segir að kraftaverk eigi sér ekki stað öðru hverju! Ég er líka búin að uppgötva kosti þess að vera ekki að vinna með skólanum, núna hef ég tíma til að lesa heima áður en ég fer í skólann þannig að ég veit hvað kennarinn er að tala um þegar hann talar um það, ekki nokkrum mánuðum seinna eins og á síðustu önn. Heimavinna er sniðugt fyrirbæri.
Það er farið að kólna hérna en samt ekki nóg, núna er þetta pirrandi millibilsástand þar sem maður fer í vetrargallann á morgnana út af kulda og kemur svo kófsveittur heim seinni partinn afþví sumarið er ekki alveg búið. En maður getur svo sem ekki leyft sér að kvarta, ég sá á mbl.is að það er byrjað að snjóa á klakanum.

Tuesday, September 11, 2007

vika 30

For i fyrsta tima i fødselforberedelse(fædingarundirbuningur) i gær. Thad var rosa gaman, leikfimi,frædsla og tedrykkja og thar verd eg einu sinni i viku næstu tvo manudina. Ekki skemmir fyrir ad thetta er faglega mjøg interessant, namskeidid er hja APA,(afspændingspædagoges aftenskole). Thetta er thad sem eg er ad læra i skolanum og eg gæti alveg hugsad mer ad vinna vid thetta i framtidinni, thar ad segja i olettugeiranum. 5 vikur eftir af skola, eg er farin ad halfhlakka til ad hætta. Eg get ekki verid med likamlega nema ad hluta til nuna og tha er ekki eins gaman.
Eg var alveg a utopnu um helgina, for ad shoppa med Betu systur a laugardaginn og for i Søndermarken a sunnudaginn og fekk svo Diønu,Agust,Lisbeth og Mark i mat a sunnudagkvoldid thar sem minn heittelskadi slo i gegn med fylltum kjuklingabringum.

Thursday, September 06, 2007

Fyndið!

Var á lókal hamborgarabúllunni minni í kvöld að sækja durumið mitt þegar ég rak augun í þetta á matseðlinum
"Alle salater er med salat, dressing og flute"!
Mjög hughreystandi að maður fái salat í salatinu sínu:) Þeir hafa fengið mjög áhyggjufullan kúnna einhverntímann sem hefur viljað vera viss.
Ég tók letidag í dag, var heima og borðaði súkkulaði, bara mannbætandi!

Tuesday, September 04, 2007

Vika 29

Við hjónin fórum á mjög svo leiðinlegan fyrirlestur um meðgöngu upp á sjúkrahúsi í gær og þar á eftir var skoðunarferð um fæðingardeildina. Mjög undarlegt að hafa fyrirlestur um meðgöngu þegar örugglega allar konurnar þarna inni eru búnar að lesa svona 7 bækur um efnið áður en þær eru komnar 3 mánuði á leið! Ég hefði getað flutt þennan fyrirlestur..
Fæðingardeildin var mjög hugguleg af fæðingardeild af vera en það verður heimafæðing(ef það kemur ekki eitthvað uppá sem kemur í veg fyrir það).
Það er mjög gaman í skólanum en bakið á mér er farið að kvarta og ég get ekki setið í venjulegum stól lengur þannig að það verður spennandi að sjá hvað sjúkraþjálfinn segir um þetta mál í dag. Mjög undarlegt bakvandamál sem lagast við að fara út að hjóla í svona hálftíma eða leggja mig í tvo tíma.
Það er orðið skítkalt í Danaveldi ekki nema svona 14 gráður, ég þarf að kaupa mér ullarföt bráðum!

Saturday, August 11, 2007

Speltlandið góða

Ég er mætt aftur á svæðið eftir tímabil sögulegrar bloggleti! Ég var í mánuð á Íslandi og fór mestur tíminn í margvíslegar matarrannsóknir, besti sjeikinn er til dæmis í Vestmannaeyjum og besta pizzan hjá Pizza Company á Laugarveginum. Einnig var talsverðum tíma eytt í nammiát og ég verð bara að segja að íslenskt nammi er bara það besta í heimi. Það var líka smá bætt á sig í sumarfríinu, kíló fyrir mig og kíló fyrir júníor. Reyndar las ég einhversstaðar að hann bætti í "rauninni" á sig 200 grömmum á þessu tímabili en við látum það liggja milli hluta. Fór reyndar til læknisins í síðustu viku í vigtun og þrátt fyrir allt átið þá var ég í bullandi meðalmennsku, ekki of feit eða mjó miðað við bumbustærð. Speltmenningin fannst mér gífurlega skemmtileg og þegar ég fann speltpylsubrauðin frá Myllunni í Bónus þá íhugaði ég það í andartak að flytja heim. En svo las ég fasteignablaðið og hætti við. Ég hef ákveðið að stofna sjóð og fara að leggja fyrir svo að ég geti flutt heim. Ég hef reiknað út að ég þurfi svona 65 milljónir í reiðufé, 50 millur í húsið, 5 í innréttingar,5 í jeppann og seinustu 5 í hjólhýsið sem ég ætla að drösla um allt land vegna þess að ég nenni ekki að vera heima í 50 milljón krónu húsinu mínu. Ég læt ykkur vita hvernig gengur með söfnunina, þeir sem eiga einhverjar millur eftir í fasteigninni sinni(sem þeir hafa ekki eytt í Landcruiserinn og hjólhýsið) geta lagt inn á mig pening. Hafið bara samband. Ásdísi heim!!!
Þeir frestuðu hjá mér skólanum um eina viku þannig að það er auka vika í sumarfrí. Ég er búin að gera jóla og páskahreingerninguna í dag og búin að kaupa nautasteik handa mínum heittelskaða sem kemur heim á morgun eftir viku útlegð í Svíþjóð. Ég verð nú bara að segja það , það er leitun að betri eiginkonum en mér!!

Monday, July 02, 2007

Klake

Það lítur út fyrir það að það hafi hlýnað aðeins á klakanum, var að tala við eina vinkonu mína sem sór fyrir að það væri sólskin og hlýindi á Íslandi. Það sannar líka kenninguna hennar systur minnar, "þegar það er gott veður á Íslandi, þá er skítaveður í DK. Hér er panik á öllum ferðaskrifstofum vegna þess að það hefur verið skýjað í 2 vikur. Danir, þessar elskur eru svo viðkvæmir fyrir sólarleysi, þeir eru hræddir um að brúnkan fölni. Og þeir virðast panta sólarlandaferðir bara þegar það er vont veður. Ef íslendingar höguðu sér svona þá byggi enginn á Íslandi, við mundum koma heim á nokkura ára fresti til að endurnýja vegabréfið og heilsa uppá ömmu á elliheimilinu. Ég er búin að pakka að mestu og já ,ullarpeysan fer með!(kraftgallinn er svo plássfrekur að hann kemur ekki með). Það er skrítið að eiga mánaðarsumarfrí framundan, ég held að ég hafi aldrei verið svona lengi í sumarfríi samfleytt. Dejligt!
See you on the klake!

Saturday, June 23, 2007

Lokapartí

Ég var í svaka lokapartí í skólanum í gær, það komu allir með eitthvað að borða og uppáhaldstónlistina sína og svo var tjúttað fram eftir nóttu. Svona eiga partí að vera!
Tæknilega séð er ég komin í sumarfrí en ég þarf að taka vinnutörn í næstu viku sem byrjar reyndar í dag. Ég tek 6 kvöldvaktir áður en opinbera sumarfríið byrjar þann 3.júlí með brottför til Íslands. Ég hlakka mikið til en hlakka minna til að fara í útilegu í 10 gráðum,afhverju er ekkert sumar á íslandi? Hvar eru gróðurhúsaáhrifin þegar maður þarf á þeim að halda? Með þessu áframhaldi neyðist ég til að pakka kraftgallanum og ullarsokkunum eða vera bara inni allt sumarfríið!

Monday, June 18, 2007

Antiklimax!

Þá er það búið! Ég er ekki alveg nógu ánægð með hvernig mér gekk í prófinu, límheilinn minn brást mér dáldið en ég gat klórað mig fram úr þessu. Það var 30% spurning sem ég sló nú ekki í gegn í en þetta á nú að hafast þrátt fyrir það. Ég er alveg búin á því og hlakka til að lesa EKKI anatomiu í kvöld. Sófinn kallar! Farvel

Sunday, June 10, 2007

tv

Er búin að vera berjast við próflesturinn um helgina og hef ekki náð að lesa eins mikið og ég hefði viljað. Það er svo viðbjóðslega heitt að það er erfitt að gera annað en að sofa og horfa á sjónvarp. Minn heittelskaði er í karlaferð yfir helgina og það hefur verið ótrúlega nice að hafa íbúðina fyrir mig(ég tala nú ekki um fjarstýringuna:). Ég sá tvær ótrúlega góðar myndir um helgina, Bend it like Beckham sem var æðisleg og svo sá ég Gone with the wind frá 1939 í fyrsta skipti í gær. Ég var alveg límd við skjáinn í einhvern 3 og hálfan tíma og felldi tár og allt. Mér finnst gamlar myndir svo afslappandi, þær eru í alltöðru tempói en myndir í dag þar sem allt þarf að gerast á fyrsta korterinu. Þær eru tákn fyrir heim sem við þekkjum ekki í dag þar sem stress þekktist ekki. Ég verð að kaupa þessa mynd á DVD.

Wednesday, June 06, 2007

Hot,hot!

Klukkan er hálfníu að morgni og það er nú þegar 20 stiga hiti, úha! Þetta er ekki það besta veður til próflesturs, en svona er þetta. Lestrargrúppan mín er á leiðinni og þá er engin miskunn!
Sayonara!

Tuesday, May 22, 2007

snooze

Við hjónakornin lögðum okkur sátt til hvílu í nýja svefnherberginu í gær, allt nýmálað og fínt. Við vorum minna sátt hérna í morgunsárið þegar við vöknuðum við vekjaraklukku nágrannakonunnar sem snoozaði frá 6-7. Hún virðist sofa hinumegin við vegginn og á greinilega erfitt með að komast framúr. Minn heittelskaði reyndi að hefna sín með að kveikja á sinni eigin vekjaraklukku en það virkaði nú ekki. Svona getur þetta verið í Danmörkinni, þunnir veggir!
Lífið er orðið aðeins meira spennandi, ég er líka búin að framkvæma helling á verkfælnilistanum. Ég get samt ekki beðið eftir að klára stundaskrá á föstudaginn, mér er alveg sama þó að brjálaður próflestur taki við eftir það. Ég hef þá eitthvað frelsi, get tekið sjálfstæða ákvörðun um hvaða blaðsíður ég eigi að lesa fyrst. 23 stiga hiti í Baunaveldi í gær, alveg ágætt!

Sunday, May 20, 2007

Verkfælni

Ég er haldin alveg brjálaðri verkfælni eða valbundnum athyglisbresti eins og Erna systir kallar það. Ég nenni ekki að læra og lífið er bara leiðinlegt. En reynslan hefur kennt mér að því lengur sem ég fresta hlutunum því leiðinlegra verður lífið og allir hinir verða leiðinlegir líka. T.d er minn heittelskaði afar leiðinlegur í dag þannig að þetta er orðið dáldið hættulegt. Þannig að það er ekki um neitt annað að ræða en að taka sig saman í andlitinu og hætta þessari vitleysu. En ég er þó búin að gera tvennt, ég er búin að finna tvö ný orð yfir frestunaráráttu(hér að ofan), ég er búin að gera lista yfir alla hlutina sem ég er að fresta og svo kyrjaði ég í dag. Það er ljós í myrkrinu!

Friday, May 11, 2007

Evróvision

Ég dauðskammast mín fyrir það en ég sofnaði yfir Evróinu í gær. Þar fauk íslenski ríkisborgararétturinn, íslendingur sem getur ekki vakað yfir Evróinu á ekki skilið að hafa íslenskt vegabréf. Ég náði 16 lögum og missti síðan meðvitund. En ég náði þó Eika Hauks og hann var með hárið og herðapúðana eins og fyrir einhverjum áratugum síðan. Reyndar höfðu herðapúðarnir aðeins minnkað(þeir máttu það líka alveg). Lagið var alltí lagi en hvaða gítarrunk var þetta á sviðinu eiginlega! Voru helstu gítarleikarar landsins atvinnulausir og brugðið á það ráð að senda þá alla! í Eurovision í einu? Gítarrunkið var bara asnalegt.
Eina lagið sem ég fílaði(af þeim sem ég sá þar að segja) var lagið frá Georgíu og hún komst víst áfram svo að ég hef einhvern til að halda með annað kvöld. Ég var að lesa Mbl áðan og þar voru menn súrir yfir því að komast ekki áfram og flíkandi einhverjum samsæriskenningum Ég er nú ekki alveg að kaupa þessa austantjaldssamsæriskenningu, staðreyndin er bara sú að þessi austantjaldslönd sem komast áfram er vegna þess að þeir hafa mest áhorf og þarafleiðandi mjög mikla kosningu. Þessi lönd eru tiltölulega ný í keppninni og setja þarafleiðandi kraft í þetta. Í Norður og Vestur Evrópu er enginn sérstakur áhugi fyrir þessu lengur og þaraf leiðandi léleg kosning(nema náttlega á Íslandi en það er alveg sér kafli útaf fyrir sig). Danir horfa t.d mjög takmarkað á keppnina og vita sjaldnast hvað ég er að tala um þegar ég minnist á þetta við þá. Og til þess að afsanna allar samsæriskenningar þá skuluð þið kíkja á sigurvegarana í fyrra, Finnar unnu. Í því tilfelli vann lagið, ekki landið. Svo hananú

Tuesday, May 08, 2007

Wednesday, May 02, 2007

þusiþus

Ummm! Vi fengum lífræna kassann okkar í dag, við erum í áskrift af lífrænu grænmeti og ávöxtum hálfsmánaðarlega og það er algjör sæla þegar hann kemur í hús. Það var salat, gúrkur, tómatar, sítrónur,aspas, radísur, kartöflur, kál og timian í dag.Það er nefnilega þvílíkur bragð og gæðamunur á lífrænu og ólífrænu, ég hefði aldrei trúað því. Þetta er einn af stóru plúsunum við Danmörkina, það er hægt að fá lífrænt á skikkanlegu verði og meira segja í lágvöruverslunum.
Ég ætla að þusa aðeins, ég las nefnilega í blaðinu um daginn að pædagogar (leikskólakennarar) eigi að kenna börnum að hætta að blóta. Ljótt orðbragð í leikskólum er víst orðið að stórvandamáli. Mér finnst að þetta sé ábyrgð foreldranna, í fréttinni hefði átt að standa að foreldrar verði að hætta að segja helvítis,fokk og shit heima hjá sér svo börnin endurtaki það ekki í leikskólanum. Í vikunni þar áður var önnur frétt um að innflytjendabörn séu ekki nógu góð í dönsku og leikskólinn átti að græja það líka. Hvaða rugl er þetta, eiga foreldrar ekki að taka ábyrgð! Þetta finnst mér ekki sérstakt danskt fyrirbæri, þetta er líka á Íslandi. Þegar barninu gengur illa í grunnskóla þá á kennarinn að taka ábyrgð á því og græja þetta. Ég hálfvorkenni þessum stéttum sem eiga bara að "græja" þetta fyrir okkur svo að við getum haldið áfram að vinna aðeins meira svo að við eigum fyrir yfirdráttarvöxtunum. Ok þus búið
Ég á hrós skilið fyrir að:
- að hafa klárað viðbjóðslega leiðinlegt sálfræðiverkefni í dag þó að ég eigi að skila því eftir viku.
-er byrjuð að lesa undir anatomiupróf sem er 18.júní, hef aldrei byrjað svona snemma að lesa undir próf, ég hlýt að vera að fullorðnast eitthvað.
- skreið undir rúm í gær og ryksugaði og skúraði þar undir, ég veit ekki alveg hvað kom yfir mig,minn heittelskaði var allavegana afar hissa.
-setti reikninga og launaseðla síðustu 6 mánaða inn í möppu, þvílíkt átak.
Over and out

Saturday, April 28, 2007

Framkvæmdir

Það er allt að verða vitlaust, við keyptum nýjan sófa um daginn fyrir peningana sem frúin hjá skattayfirvöldunum gaf okkur og svo fórum við í Ikea og það fer aldrei vel. Maður kemur alltaf útúr þeirri búð með eitthvað sem maður ætlaði ekki að kaupa, þökk sé djöfullegri innanbúðarhönnun sem krefst þess að maður labbi í gegnum alla! búðina þó að maður ætli bara kaupa einn púða. Maður getur ekki einu sinni fengið sér pulsu án þess að þramma í gegnum allt draslið.
Það voru keyptir borðstofustólar,diskar, baðherbergisskápar og ljós, sem betur fer var borðstofuborðið sem okkur langaði í uppselt. Við föttuðum nefnilega á leiðinni heim að okkur vantaði ekki borðstofuborð, við gleymdum því bara inn í búðinni. Borðstofustólarnir voru reyndar alveg nauðsynlegir af því að þeir gömlu voru svo óþægilegir að fólk fór snemma heim úr matarboðum vegna yfirvofandi brjóskloss. Og við leggjum ekki í vana okkar að bjóða fólki í mat sem við nennum ekki að hafa allt kvöldið(nema kannski tengdó :) þannig að núna er það leyst. Minn heittelskaði er líka búin að mála loftin hvít og skifta um klósett og vask. Hann er svona handlaginn au naturel og getur greinilega bara allt. Þannig að klósettferðir eru hættar að valda þunglyndi á þessum bæ.

Tuesday, April 24, 2007

sommertime

Það er búin að vera hinn fínasti sumardagur í dag, 18 gráður held ég. Ég er búin að eiga letidag í dag, byrjaði daginn að fara í morgunmat til Lóu og Sigrúnar og svo kíktum ég og Olla á búðirnar í fiskitorginu, mér tókst að kaupa boli og geðveikt flottan kjól. Svo nennti ég ekki heim til mín og sleikti sólina með Lóu restina af deginum. Ekki leiðinlegt líf!
Það má finna ýmislegt að Baunaveldinu stundum en á þessum árstíma er allt fyrirgefið. Öll tré standa í blóma í öllum regnbogans litum og allt er svo fallegt í sólinni. Dæs:) lífið er gott.

Monday, April 16, 2007

tannsi

Afhverju er svona grautfúlt að fara til tannlæknis? Ég er nú ekki með neina tannlæknafóbíu en þetta er eins mini pynting i hvert einasta skipti. Er þetta svona mikill viðbjóður af því að:
A: Það er önnur manneskja með puttana uppí munninum á manni og tannlæknar nota reyndar hanska en so what! Ekki gaman!
B:Maður veit rauninni ekkert hvað er að fara gerast og heldur tryllt í þá von að tannsinn viti það! Hann tekur upp borinn og svo bíður maður í spenningskasti eftir hvort þetta er slæmur bor eða ekki, þeir geta verið frá bara pirrandi til algjörlega óþolandi þannig að manni langar að skalla tannlækninn.
C:Það er vont bragð af öllu sem fer upp í munninn á manni alveg sama hvað það, deyfilyf og allt hitt draslið sem þeir nota.
D:Raunveruleg hætta á að drukkna í eigin munnvatni vegna þess að maður vill ekki kyngja öllu draslinu sem þeir eru að setja uppí mann

Ég auglýsi eftir tannlækni sem er með nuddstól og deyfingu með jarðaberjabragði eða sem er ennþá betra;fulla svæfingu þannig að þetta ógeð fari alveg framhjá manni.
En ég er ánægð að þetta er búið, ég fór til Svíþjóðar og fékk krónuna þar, það var helmingi ódýrara en að láta gera hana hér. Og þrátt fyrir að vera drulluillt í kjaftinum þá varð ég sjálfsögðu að fá mér kaffibolla áður en ég fór í lestina aftur, það er svo geðveikt gott. Það er í rauninni betra bragð af öllum mat og drykk í Svíþjóð, ég veit ekki afhverju en því miður á það ekki við um tannlæknana.

Thursday, February 22, 2007

snelukket

Kære alles
Vi har besluttet at holde skolen snelukket i morgen fredag, så al undervisning er suspenderet ligesom skolemødet er aflyst.
Ekki leiðinlegt það! Jú reyndar kannski smá, en oh well. Þá er komin helgi hjá mér!

Wednesday, February 21, 2007

Lokað vegna veðurs!

Danmörk er lokuð í dag vegna veðurs,ekkert virkar og maður á að vera heima hjá sér. Það er svosum alltí lagi veður núna en þeir þurfa víst tíma til að ryðja þessar elskur.
Þetta er svo týpískt,þann morgun sem maður vaknar kl.6 þá er kennarinn veikur og maður á fyrst að mæta á hádegi. En ég sé til með það allt saman, ég efast um að þeir nái lestunum í gang fyrir hádegi. Þannig að ég verð líklega að eyða deginum með anatómíubókinni!

6.án TV

Í ljósi sjónvarpstilraunar síðastliðnar viku þá er þessi frétt algjör snilld!
http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1254358
Það reyndist vera ágætis kraftur í "snestormen"eftir allt saman, þetta jaðrar næstum því við að vera meðal íslenskt óveður. Núna er gamaldags skafrenningur og mjög huggulegt að vera inni og hjúfra sig undir teppi. Ég var búin að plana kvöldið í kvöld en ég aflýsti öllu, meira segja fundinum. Ég nennti ekki að klöngrast um bæinn í þessu veðri. Gunnar vinur minn kemur til Köben á morgun og við ætlum að gera eitthvað sniðugt saman. Vona bara að veðrið skáni eitthvað!

Tuesday, February 20, 2007

5.án TV

Það er allt að vera vitlaust,það er "snestorm" á leiðinni. Það verður spennandi hvort það verður eitthvað almennilegt úr þessu, stormur hérna er yfirleitt létt íslensk snjókoma . En það þýðir þá að ég verð að taka lest á morgun, scooterinn er ekki sá besti í snjó nebnilega.
Ég var á kvöldvakt í kvöld, ég keyrði ein í kvöld þannig að ég var með hugleiðsluspólurnar mínar í tækinu, ég og guð krúsuðum um stræti Rødovre og vorum góð við gamla fólkið. Vel af sér vikið!
Ég er búin að vinna frækinn sigur á sjónvarpsfíkninni og telst hér með vera læknuð, pældi ekki einu sinni í því að horfa á imbann í dag. Smá fráhald reddaði þessu!

Monday, February 19, 2007

4.án TV

Ég er farin að fíla þetta bara ágætlega, ég er mikið rólegri án imbans. Og mér finnst ég ekki vera að missa af nokkrum sköpuðum hlut. Ég hlusta á tónlist og dunda mér hérna heima fyrir. Eldhúsið er alveg brjálæðislega snyrtilegt þannig að þetta er ekkert nema jákvætt. Ég áorka miklu meira svona, kannski ætti ég að henda sjónvarpinu áður en maðurinn minn elskulegur kemur heim á sunnudaginn. En ég held að hann yrði helvíti fúll þannig að ég sleppi því. En ég get kannski valdið lúmskum skemmdarverkum sem er ekki hægt að rekja til mín. Hmmm!
Við byrjuðum aðra önn í skólanum í dag og það reyndi dáldið á. En það er samt gott að komast í eðlilega stundatöflu aftur. Lífið er gott

Sunday, February 18, 2007

3. uden fjernsyn

Ég er búin að vera í afmæli í allan dag sem var mjög huggulegt, Ingó mágur átti 15 ára afmæli í dag. Sólin skein í heiði í Köben og skartaði sínu fegursta, ég elska köben á svona dögum,allar þessar flottu marglitu byggingar og æðisleg tré! Það er kominn vorfílingur í mig,túlípanarnir eru komnir í búðirnar og páskaliljurnar eru á leiðinni.
Sjónvarpslausa lífið gengur bara ágætlega en ég þurfti að taka mig taki til að kveikja ekki á imbanum meðan ég var að borða. Þá finnst mér ég langt sokkin af því að það er ekkert meira "white trash" en að horfa á sjónvarpið og skófla í sig kvöldmatnum á sófanum. Svona er ég orðin ,þrátt fyrir strangt og fallegt uppeldi,þar sem mikil áhersla var lögð að fólk talaði saman yfir kvöldmatnum í staðinn fyrir að horfa á sjónvarpið. Kvöldmaturinn var heilagur og ekki einu sinni fréttir fengu náð fyrir augum móður minnar.
Sigrún tengdamamma er í Danmörkinni þessa dagana og ég verð að deila með ykkur gullkorni sem hún lét út úr sér í dag. "Ef maður hristir hann oftar en þrisvar þá er það rúnk" Þá vitið þið það ,drengir!

Saturday, February 17, 2007

2.í sjónvarpsleysi

Þetta var nú ekkert mál í dag af því að ég var á kvöldvakt en ég finn fyrir fráhvörfum. En ég er ekki frá því að eldhúsið sé snyrtilegra en vanalega og ég hringdi í fleiri í dag til að spjalla en ég geri normalt!

Friday, February 16, 2007

1. í sjónvarpsleysi

So far,so good! Ég hef verið dáldið eirðarlaus af því að föstudagskvöld hefur verið pottþétt sjónvarpskvöld.Ég hef dundað mér við að þrífa íbúðina,brotið saman þvott og hringt í múttu! Hef meira að segja tekið til á skrifborðinu(það veitti nú ekki af). En ég fæ svona sjónvarpslöngun á 10 mín fresti,um leið og ég nálgast sófann þá teygi ég mig ósjálfrátt í fjarstýringuna. Hausnum á mér finnst greinilega gífurlega huggulegt að horfa á imbann og skilur ekki alveg í mér að gera það ekki. Þetta er mun sterkari vani en ég hélt!

Operation TV

Ég hef tekið þá ákvörðun að kveikja ekki á sjónvarpinu í viku frá og með deginum í dag. Mig langar að gera tilraun og sjá hversu mikil áhrif sjónvarpið hefur á mína framkvæmdagleði heimafyrir og annars staðar. Ég er komin með þann leiðinlega vana að kveikja á sjónvarpinu þegar ég kem heim og horfi á ER og Gilmore girls frá 2001, jafnvel þó að ég sé búin að sjá þættina, það vottar fyrir sinaskeiðabólgu í hægri úlnlið vegna of tíðra stöðvaskipta(helv..auglýsingar). Við hjónin eru líka farin að borða alltof oft fyrir framan imbann sem er bara mjög hallærislegt og eyðum kvöldunum oft í sitthvoru herberginu,í tölvunni eða imbanum eða bæði fyrir framan imbann.
Með þessari tilraun langar mig að reyna að fá svar við þessum spurningum!
1.Verður heimilið snyrtilegra? Kem ég meiru í verk?
2.Reyni ég að fixa mig í gegnum tölvuna í staðinn?
3.Hefur imbinn yfirhöfuð jákvæð áhrif á mitt líf?
Minn heittelskaði fer í skíðaferð á sunnudag og verður burtu í viku þannig að þetta er frábært tækifæri til að finna út úr þessu. Ég mun gefa skýrslu daglega.

Tuesday, February 13, 2007

Herra HP,Ég þakka fyrir

Elskulegan manninn minn sem á sér engan líka
Bestu fjölskyldu í heimi.
Öll leynifélögin mín og ekki-leynifélögin sem ég fæ að vera með í
Æðislega skólann minn
Að eiga huggulegt þak yfir höfuðið með geðveikt flottu eldhúsi.
Allt fallega og frábæra fólkið sem ég þekki.
Að ég eigi nóg af öllu alltaf.
Að líf mitt sé frábært

kær kveðja
þín Ásdís

Minni

Ég upplifði dáldið merkilegt um daginn, ég var að keyra heim eftir fund og gleymdi að ég bý í Danmörku. Leiðin sem ég keyrði heim var orðin svo kunnugleg að ég gleymdi að ég er útlendingur. Sem þýðir að ég er orðin ágætlega "integreruð", ég er líka búin að taka eftir því undanfarið að ég pirra mig mjög takmarkað yfir "baununum" þessa dagana.
Mér finnst magnað líka hvað veður,hiti,kuldi,raki,ákveðin birta getur triggerað minningar frá Íslandi. Ég var að keyra meðfram Søerne í talsverðu roki á dönskum mælikvarða og fékk svona flashback minningu. Ég var að veiða í Þingvallarvatni með familíunni með vindinn í fangið að sjálfsögðu(það er einhvernveginn alltaf þannig við Þingvallavatn). Ég veit ekki hvað ég var gömul en þarna voru rækju og laxasalatssamlokurnar hennar mömmu í rauða nestisboxinu, mosinn, græna slímið í vatninu, heiðarsóleyjarnar og pabbi í vöðlunum að sjálfsögðu(hann þurfti að kasta fyrir mann af því að það er vita vonlaust að koma flotinu út öðruvísi. Og þetta var ekki bara minning, ég upplifði tilfinninguna að vera þarna. Ég fékk aðra svona þegar það var frost um daginn og ég ferðaðist bókstaflega aftur í tímann þar sem ég var að ganga á Eiríksjökul. Ef ég gæti bara munað allt sem ég raunverulega man og stjórnað því hvenær ég vil muna það! Ég sit á lager af frábærum upplifunum sem ég hef ekki meðvitaðan aðgang að sem er eiginlega dáldið fúlt.

nenni ekki!

Ég er að deyja úr leti, skapgerðarbrestirnir hafa sigurinn þessa dagana. Ég er dáldið undarleg að því leyti að þegar ég hef mikið að gera þá fúnka ég mikið betur, verð alveg hræðilega skilvirk. Eins og í síðustu viku þá vorum við að gera verkefni um afspændingspædagogik og geðsjúka, ég átti 3 kvöldvaktir þá vikuna og skilaði mínu í þessu verkefni , no problemo og var eiginlega bara drulluhamingjusöm. Við kynntum það á föstudaginn og fengum þvílíkt hrós! Í þessari viku fer ég fyrst að vinna á laugardaginn og er bara að dóla mér. Ég nenni ekki gera hlutina sem ég á að vera að gera og er bara að ruglast eitthvað á netinu(sem enginn hefur gott af). Er að pæla að kíkja í karate í kvöld, er með rúmlega 10 ára þráhyggju yfir því að ég gæti haft voða gaman af því en ég hef bara aldrei þorað að fara. Ég er líka að pæla að flytja bloggið mitt eitthvað annað,ég er orðin leið á blogspot

Friday, January 26, 2007

Leyndarmál lífsins

Þá er kominn vetur í Baunalandinu því miður! Ég hafði vonast eftir að sleppa þetta árið en það varð svo ekki raunin. Að keyra um á scooter er orðið gífurlega líkamlega óþægilegt, ég fæ kalsár eftir hálftíma ferð svo að það þarf að vera þess virkilega virði til að ég hreyfi mig út úr húsi. Talandi um húsið, þá eru danskar íbúðir ekki þær hlýjustu í heimi og ég geng hérna um þrælvafin í ullarteppi og ullarinniskó(ég kyrjaði í fingravettlingum í gær!). Það eina sem reddar þessu er full body size hitateppið sem ég fékk í jólagjöf frá tengdó. Ég set það undir sængina svona klst áður en ég fer að sofa og svo skríð ég undir heita sæng,æðislegt! Þetta er dáldið skrýtið með Dani afhverju þeir geta ekki fundið útúr því að einangra útveggi og gera þétt þök. Svo þegar ég hef spurt þá um þetta,þá horfa þeir á mig í forundran og segja að húsið þurfi að anda og rakinn þurfi að komast út! Afhverju þurfa hús á íslandi ekki að anda! Mér þætti vænt um að fá útskýringu frá einhverjum håndværker þarna úti.
Danmörkin er mjög ljúf á marga vegu en það er mjög fúlt að frjósa 3-4 mánuði á ári. En sumrin eru hins vegar algjört æði þannig að þetta jafnast einhvernveginn út
Minn heittelskaði er búinn að fá sér nýja vinnu, hann er að fara að vinna í öðrum klúbb og hluti af jobbinu er að passa hesta og smíða kofa. Þannig að bóndinn ætti að njóta sín þar.
Ég horfði á The Secret um daginn og hún var alveg geggjuð! Ef þig langar að vita hvað lífið snýst um þá horfðu á hana. Hún finnst á www.thesecret.tv eða þú getur downloaded henni einhversstaðar(ekki það að ég styðji svoleiðis óheiðarleika:).

Wednesday, January 17, 2007

Lífið er frekar notalegt þessa dagana, það er frí í skólanum í dag. Við erum að vinna í ævisögunni þessa dagana og erum að kíkja á systkinatengsl sem er mjög áhugavert. Ég er reyndar búin að uppgötva að systkinatengsl eru í rauninni jafn mikilvæg og foreldratengsl. Það hefur gífurleg áhrif hvar maður er í systkinaröðinni. Mér líður eins og ég sé ókeypis hjá sálfræðingi þegar ég er í skólanum(sem er ekkert nema sniðugt).
Sem fyrrum fjárhagslegur fáviti í bata þá finnst mér fjármál gífurlega heillandi og ég fann þessa grein um daginn.
http://articles.moneycentral.msn.com/SavingandDebt/LearnToBudget/ASimplerWayToSaveThe60Solution.aspx?wa=wsignin1.0
Hún fjallar um okkur launaseðilsþrælanna sem náum aldrei að leggja neitt fyrir og erum því alltaf háð næstu mánaðarmótum. Ég hef ekki náð svo langt ennþá að eiga varasjóð en ég stefni á það.

Monday, January 08, 2007

tölfræði

Djöfull er ég dugleg í dag, vaknaði kl 10(náði samt ekki framúr fyrr en 11, ég þarf að hugsa svo mikið), borðaði morgungrautinn,kyrjaði, dansaði,gerði yoga,hringdi í bekkjarfélaga til að finna útúr heimavinnunni(ekki það að ég nenni að lesa heima,its the thought that counts:) og svo er ég að fara á kvöldvakt á eftir. Svo er ég búin að blogga tvisvar í dag, ég tók nefnilega eftir merkilegri tölfræði áðan. Ég bloggaði 55 sinnum árið 2006 og 73 sinnum 2005 og ég byrjaði að blogga í maí 2005. Þannig að það var rúmlega helmingi meiri framleiðni 2005 en 2006. Þetta gengur nú ekki! Ég verð að taka mig á!

brumm

Það gengur eitthvað illa að snúa sólarhringnum við eftir jólin, að vakna fyrir 12 er bara eins að sé verið að murka úr mér líftóruna. En á morgun er engin miskunn, þá þarf ég að mæta kl.9 í skólann.
Ég fékk góðar fréttir eftir að við komum heim, tryggingarfélagið ætlar að gefa mér nýjan scooter afþví að hinn er ónýtur og almættið gaf mér tvöföld laun þennan mánuðinn þannig að ég get ekki kvartað. Minn heittelskaði fann nýjan scooter handa mér á netinu og keypti hann í gær. Sá nýji er mikið kraftmeiri en sá gamli þannig að slysahættan eykst til muna. Brumm brumm! Ég hendi inn mynd við tækifæri, ég hef tekið eftir að fólk upplifir okkur hálf geðveik að vera ferðast á þessu en þetta er þvílíkt gaman. Við fengum alveg frábæra hugmynd í gær, minn heittelskaði hafði heyrt af manni sem hafði keyrt til Parísar á 7 dögum á scooter. Við ætlum að taka roadtrip eitt sumarið um Evrópu í mánuð og sjá hvað við náum langt. Við getum ekki keyrt hraðar en 60 og megum ekki keyra á hraðbraut þannig að við tökum það mjög rólega. Guð hvað þetta verður rómantískt,ég sé þetta fyrir mér í hyllingum,keyrandi um í franskri sveitasælu og stoppandi í lunch á local veitingastaðnum. En ég held að við byrjum á því að fara til Mön eða Bornholm(danskar eyjur) og sjá hvernig gengur. Ég skammast mín eiginlega dáldið,ég er búin að vera hérna í eitt og hálft ár og hef ekki ennþá náð að komast útúr Sjálandi.
Í Danmörkinni er ylvolgt og dejligt, 10 stiga hiti uppá hvern einasta dag, svona á vetur að vera!

Tuesday, January 02, 2007

Litið um öxxxlll!

Gleðilegt árið öllsömul og ég vona að þið hafið haft það gott yfir hátíðarnar. Ég er ennþá að jafna mig eftir ofátið og fer á detox/grænmetisfæði í janúar svona til að sjokka líkamann ennþá meira. Ég hef verið að kíkja á árið sem leið og þar stendur uppúr íbúðarkaup, byrja í skóla og flutt þrisvar yfir árið(sem var ekki gaman en hefur þau frábæru áhrif að ég er búin að henda öllu sem ég get lifað án). Ekkert clutter á mínu heimili sko!
Svo galdraði minn heittelskaði nýtt eldhús fram úr vinstri erminni þannig að hann vinnur eiginmannsverðlaunin í ár. Það var æðislegt að koma á klakann í smá hvíld, það er líka mjög gott að fá smá fjarlægð á lífið úti og sjá hvernig ég get gert hlutina betur. Ég er búin að skrifa ásetningana fyrir þetta ár og ætla að einfalda hvernig ég geri hlutina. Ég stefni að hafa nógan tíma þetta árið til að gera það sem skiptir máli og það snýst bara um mitt viðhorf og líka að njóta lífsins meira. Ég er að gera mjög skemmtilega og spennandi hluti og engin ástæða til að njóta þess ekki meira en ég hef gert. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu ári, þetta kemur til með að verða æðislegt. Ég var á búddafundi í kvöld sem var algjört æði,þetta gefur svakalegt power. En talandi um ásetninga, ég fann ásetningana frá því í fyrra og ég gerði ekki rassgat í þeim á árinu, ég gerði helling af öðrum góðum hlutum en ekki það sem ég setti mér. Það er greinilega satt að ef maður segir frá ásetningunum þá gerir maður það ekki(það er allavegana mín afsökun). Þannig að ásetningar 2007 fara ekki á netið í ár.
Við fljúgum til Baunalandsins á fimmtudaginn og ég er farin að hlakka til, ég get ekki beðið eftir að byrja í skólanum á föstudag. Núna er ég úthvíld og klár í slaginn aftur