Saturday, January 31, 2009

kagginn

 
Posted by Picasa

Wednesday, January 28, 2009

Velgengni

Success fjölskyldan.....
Búið aðlaga barnið, maðurinn kominn með nýja vinnnu og byrjar á mánudaginn, erum að kaupa bíl,antisportistinn ég náði leikfimikennaraprófinu í morgun .... Híhí´hí.
Þokkalega að meika það maður!!

Tuesday, January 06, 2009

æl!!

Við erum mætt aftur til flata landsins, þetta byrjaði gæfulega hjá okkur. Minn heittelskaði braut lykilinn í skránni þannig að það þurfti að hringja í lásasmið. Við komumst inn í íbúðina á miðnætti og svo var skóli daginn eftir,not very nice. Þetta er bölvað fyrirhyggjuleysi að hafa ekki komið heim einum degi fyrr svo að maður næði að chilla aðeins heima hjá sér áður. Eitthvað fannst mér lendingin hörð í þetta skiptið í dönskum og skítköldum raunveruleika. Ég átti dáldið skrýtna ferð til klakans í þetta skiptið, var að farast úr föðurlandsást og aðdáun. Því meira krepputal, því heitari varð ég fyrir því að flytja heim. Þetta er eitthvað sadó/masó við þetta, einmitt þegar landið er komið á hausinn og ekki einu sinni Pólverjarnir nenna að búa þar lengur, þá langar mig af stað.
Fyrsta vikan hér er búin að líða í skólastressi og ælupestum. Erfinginn reið á vaðið og svo tók húsfreyjan við. Minn heittelskaði slapp að mestu en ákvað að taka meðvirknina á þetta og vera smá illt í maganum í tvo daga. Alltaf þegar ég fæ ælupest þá langar mig að hengja mig til að enda þjáninguna,I dont know why. Væri frekar til í að vera brotin á öllum en að æla í 12 tíma. Ég íhugaði líka um tíma ,að fæða barn er bara nice miðað við að vera ælandi stanslaust.
Erfinginn átti sinn fyrsta vinnudag í dag, hann skrapp á leikskólann í smástund og fílaði sig ágætlega. Greyið fattar ekki að nú er hann kominn ínn í kerfið og sleppur ekki út aftur fyrr en hann er útskrifaður úr menntó. Stofnunin virkaði eins og ágætis geymslustaður fyrir barnið mitt, fínn pædagog og allt það.
Ég gerði dáldið merkilegt í dag, fór á bókasafnið og lærði. Það var mjög hressandi, verð að gera þetta oftar. Ég hef tekið ákvörðun um að breyta nokkrum hlutum í mínu fari sem gera mér lífið frekar erfitt t.d skipulagsleysið. Ég byrjaði á að hreinsa inboxið hjá mér,núna eru 0 mails í inboxinu og þannig verður það. Ég er búin að gera framkvæmdarplan fyrir vikuna og hef framkvæmdafélaga sem ég hringi í tvisvar í viku. Ekkert rugl!!!
Fann þessa skemmtilegu kreppubloggsíðu um daginn.
Viva la revolucion!!