Monday, August 28, 2006

Berjamó?

Ég er alveg búin á því, það er búið að vera stanslaust prógram síðan ég kom ,alveg gegndarlaust lambakjötsát og kaffidrykkja. Ég held ég sé búin að drekka ársskammtinn af kaffi en þetta þarf bara ef amma ásdís á að vaka fram yfir miðnætti.
Ég er svo skotin í Íslandi að ég get ekki farið til Köben á morgun. Ég er búin að framlengja miðann fram á föstudag! Hver vil koma í berjamó?

Friday, August 25, 2006

Ilmurinn!

Það er góð lykt af Íslandi í dag, ég væri til að pakka niður ferska loftinu og hafa með mér til Köben. Svo fann ég krækiber og hrútaber í göngutúrnum. Namm Namm

30

jæja þá er maður orðinn þrítugur, sem er bara ekkert nema jákvætt. Núna man ég allavegana hvað ég er gömul!. Ég átti æðislegan afmælisdag sem byrjaði á sundferð, svo var klipping og svo kíkti ég á gamla vinnufélaga og félaga. Svo fékk ég langþráð lambalæri í matinn! Það gerist ekki betra.
Ég finn fyrir því að ég er búin að danskast dáldið, mér finnst íslenskir fréttamenn alveg hryllilega skýrmæltir og þegar ég er að keyra þá er ég alltaf að passa mig á hjólreiðamönnunum sem af einhverjum ástæðum láta ekki sjá sig:). Mér finnst æðislegt að vera hérna og það er svo nice að sjá langt frá mér, sjá fjöllin og sjóinn. Geggjað! Eins og alltaf er ég búin að yfirbóka mig, ég ætla mér að sjá alla á þessum stutta tíma og það er ekki alveg að gera sig.

Sunday, August 20, 2006

Jibbí!!!!

Ég fékk þá bestu ammilisgjöf sem ég hef nokkurn tímann fengið. Minn heittelskaði gaf mér flugmiða til Íslands í afmælisgjöf þannig að ég kem á klakann á miðvikudaginn!!!! Ég ætla í sund, á american style, fá mér ýsu, fara á rúntinn, horfa á Esjuna og draga djúpt andann! Ég hlakka geðveikt til! Rosalega er gott að vera vel gift!

Thursday, August 17, 2006

Til hamingju!

Það er kominn ákveðinn haustfílingur í Baunalandi, fór í sokkum og inniskóm í vinnuna í daga(það er reyndar guðlast hér í landi samkvæmt mínum heittelskaða). Mér fannst það ágætis málamiðlun, það er of heitt til að vera í alvöru skóm og of kalt fyrir að vera berfætt í sandölunum. Ég er komin með nýtt plan og er búin að skrá mig í skóla. Ég ætla að gerast "healingmassør" og ég byrja á fyrsta námskeiðinu í nóvember. Þetta verður þannig að ég tek 5 daga kúrsa svona annan til þriðja hvern mánuð og verð að vinna á meðan. Ég er að leita mér að nýrri vinnu þannig að ef þið vitið um eitthvað svaka skemmtilegt þar sem maður þénar fullt af peningum endilega láta mig vita.
Ljónynjan hún Guðmunda á ammili í dag, hún er þrítug í dag! Til hamingju með daginn krúttið mitt!

Sunday, August 13, 2006

Vitrun!

Fór í heimsókn til vinkonu minnar um daginn og fékk smá vitrun um framtíðina. Er að vinna í henni, það skýrist betur í næstu viku. Það er búið að rigna talsvert upp á síðkastið og það hefur verið mjög huggulegt, ég var orðin ágætlega þreytt á sólinni. Fór meira segja í sokkum í vinnuna á mánudaginn, það hefur nú ekki skeð síðan í maí!

Tuesday, August 08, 2006

blah

Ég er eitthvað fúl og eirðarlaus í dag og var í leiðinlegu vinnunni minni (leiðinleg vinna =updeita íslenskan læknagagnagrunn). Ég held meira segja bara að ég hætti í leiðinlegu vinnunni. Tilgangurinn með þessari vinnu var að hafa hana með skólanum(þægilegur vinnutími plús góð laun) og ég komst ekki inn í skólann þannig það er þannig séð engin ástæða til að píslarvottast hér meir! En yfirmaðurinn er í fríi og þá fæ ég að fresta uppsögn um viku. Frestun er víst góð fyrir sálina(þá getur maður notið kvíðans aðeins lengur).
Er ekki búin að fatta nýja planið ennþá, ég sit ennþá í rústunum af gamla planinu sem klikkaði og pæli í því hvern djöfullinn fór úrskeiðis
Fór með lillesøster og Bentinum til Malmø í Svíþjóð í gær og brenndi þessum ósköpum af hitaeiningum af því að þau labba hraðar en ég. Það var mjög gaman, allt ódýrara og sá allra besti caffe latte sem ég hef nogensinde fengið. Algjörlega himneskur kaffibolli! Það er alveg þess virði núna að skreppa til Svíþjóðar fyrir kaffibolla. Svo eru fötin stærri í Svíþjóð af einhverjum orsökum, ég passaði í medium og small sem ég hef nú ekki gert síðastliðin 10 ár. Sjálfsmyndin hefur gott af því að versla hjá Svíunum.
Ég er með heimþrá þessa dagana og fæ hana yfirleitt þegar koma gestir frá klakanum. Ég sé klakann í rósrauðum bjarma núna og er búin að þróa með mér jákvætt viðhorf til lífsgæðakapphlaups, verðtryggingar, vinnualkóhólisma, verðbólgu og skítaveðurs! Eins og þið sjáið þá er ég ekki með öllum mjalla í dag!