Tuesday, May 20, 2008

fráhvörf

Ég er í bullandi félagslegum fráhvörfum, Anders farinn að vinna og enginn til að tala við(Leó er nú mjög skemmtilegur en frekar orðfár enn sem komið er). Ég var að fatta að ég hef ekki verið ein í mánuð, sem betur fer komu Inga frænka og Beggi við í hádeginu og buðu mér uppá kaffibolla annars hefði þetta farið illa. Haldiði ekki að Inga hafi svo fundið tönn í barninu sem foreldrarnir voru bara ekkert búnir að taka eftir. Þannig að fyrsta tönnin er á leiðinni upp, duglegur drengurinn! Skemmtilegt að fá gesti í heimsókn sem finna tennur í börnum. Meira af þessu, takk:)
Guðmunda og Stebbi voru að eignast einn ljósengillinn í viðbót aðfaranótt mánudags, innilega til hamingju með það:)
Þeir sem vilja sjá myndir úr Usa túrnum sendið mér meil á asdiso@hotmail.com og ég sendi ykkur link um hæl.

1 comment:

Anonymous said...

Elsku stelpan situr uppi með þig sem ert ekkert spennandi þessa stundina ææææ en ein tönn flott 6 mánaða bráðþroska strákur ástarkveðja Erna