Saturday, May 10, 2008

Minneapolis

Ég hef ekki komist til ad blogga vegna alvarlegrar verslunaráráttu, en bankareikningurinn er ad tæmast,þannig ad við verðum ad hætta bráðum. Hér er allt stjarnfræðilega ódýrt og maður er alltaf ad gera geðveikan díl að manni finnst sjálfum allaveganna. Við erum í góðu yfirlæti hjá Kort hjónunum og við erum búin að finna konu handa Leó. Þau eiga litla 9 mánaða snúllu sem heitir Ágústa sem okkur líst nokkuð vel sem tengdadóttur.
Við erum búin að skemmta okkur konunglega, Minneapolis er alveg frábær borg, með stöðuvötnum og flottum görðum. Við fórum á háameríska háskólaútskrift sem var rosa gaman, þau sýndu okkur Campusinn og það er alveg greinilegt að háskólinn hefur aðeins meiri peninga milli handanna en á Íslandi. Enda er háskólinn í Minnesota,sá annar stærsti í landinu með 45.000 nemendum og sitt eigið lögreglulið. Við fórum á brasilískt steikhús í vikunni sem var alveg magnað, það labba um 10 þjónar með allar tegundir af kjöti á spjótum og svo er maður með spjald sem maður snýr við og þá koma þeir hlaupandi í unnvörpum og bjóða manni. Alveg geggjað, bara 6 mismunandi tegundir af nautakjöti, kjúlli, svín,lamb og pulsur. Geðveikt gott, besta nautakjöt sem ég hef fengið og það verður erfitt að toppa þetta.
Leó er eiturhress, er farinn að snúa sér á magann, þvílík læti!

3 comments:

Anonymous said...

Hæ elskurnar
Gott að allt gengur vel.
Já maður er bara ónýtur eftir að hafa verslað í Ameríkunni allt er svo dýrt alls staðar annarsstaðar eftir það.Fer örugglega einhverntímann aftur þangað, það verður nautakjöt í matinn í kvöld hef reyndar ekki nema einn þjón en hann dugar.
kv og knús
Mamma

Anonymous said...

Jiminn eini hvað tíminn flýgur - ég ætlaði að fara að athuga með þig og átta mig þá á því að þú ert langt langt í burtu.

Hlakka til að sjá þig í Baunalandi á ný!

Ástarkveðjur til ykkar allra!
Jóhanna

Anonymous said...

Takk fyrir að vera til.
bestu kveðjur Erna 1