Thursday, May 15, 2008

Minnesota nice!

Núna fer að líða að lokum ferðarinnar, við fljúgum heim á laugardagskvöldið. Við höfum spilað Settlers af miklum krafti í þessari viku(Kort hjónin kynntu okkur fyrir þessari hættulegu fíkn á sínum tíma) og fyrir kurteisis sakir höfum við hjónin tapað alla vikuna. Við viljum byggja þau upp áður en við förum að taka á þeim af einhverju viti:). Það er búið að vera yndislegt að vera hérna og Minnesota er alveg frábært fylki, hér gæti ég sko búið. Við fórum í smá bíltúr í gær til Stillwater sem er lítill,krúttlegur bær við Missisippi ána í 20 stiga hita og nutum lífsins. Það sem kemur mér mest á óvart við þessa ferð er hvað Kanarnir eru svínslega kurteisir, vinalegir og hjálpsamir. Þeir eru ótrúlegir, þeir segja how are you doing today? í súpermarkaðnum og meina það. Ég varð dáldið hvumsa fyrst yfir svona persónulegri spurningu og hvað ég átti eiginlega að segja en núna er ég sjóuð í þessu og spyr meira segja til baka. Maður er heppinn ef þeir segja hæ á Íslandi. Ég var úti að hjóla um daginn og stoppaði á gatnamótum til að kíkja á kort, það stoppaði maður bílinn sinn og hoppaði útúr honum af einskærri gleði yfir að fá að hjálpa mér að rata þangað sem ég var að fara og hvernig ég ætti svo að komast heim. Ég labbaði fram hjá smurstöð um daginn með Leó og það var einn gaur að vinna fyrir utan , og það var að sjálfsögðu, how are you doing today?. Þeir heilsa ókunnugu fólki, mjög skemmtilegt. Gísli sagði mér reyndar að í Minnesota þá eru þeir ekstra friendly af einhverjum ástæðum. Það hlýtur að vera eitthvað í vatninu.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ skvís alveg ertu dásamleg elsku frænka mín skyldi það geta verið að að þið getið ekki sagt nei takk ertu alveg stjórnlaus eða hvað Djók maður er bara isti og ekkert við því að gera nema gera betur næst og segja takk ég svelt ekki og þarf þess ekki góða heimferð knús á Leó og sóra gæan líka Kveðja Erna frænka

Gunna said...

knús og kvitt :)
velkomin heim knús ykkar Gunna