Monday, June 23, 2008

Andleysi

Hér er stella roligt eins maður segir á baunamálinu. Júníor skallar húsgögn af miklum áhuga og fékk fyrstu kúluna í morgun. Hann sprellast út um öll gólf núna og er ekki lengur hægt að ganga að honum vísum á þeim stað sem maður lagði hann seinast á. Fór til Lóu og Ingó á föstudaginn og bakaði pönnukökur þar sem Lóa er eini ættingi minn í Danmörku sem á íslenska pönnukökupönnu. Sem ég gleymi alltaf að kaupa þegar ég er á Íslandi.
Júníor svaf alla nóttina í nótt og þá meina ég alla nóttina án þess að það heyrðist múkk í mínum. Svo var vaknað kl 6 borðað og sofið meira til 9. Guð hjálpi mér hvað það er gott að sofa loksins almennilega. Það er svo gott að sofa að það er mjög undarlegt að það sé ókeypis.
Ég er nýsleginn túskildingur x 10 í dag og til í allt, meira segja hlakka til kúkableyjunnar sem bíður ilmandi.
Adios!!

1 comment:

Anonymous said...

Litla sys er að plana með pönnukökupönnuna erum að passa Doppu.
Það er verið að herða Jökulinn í útilegu þessa helgina.
Love you always
kv
Amma