Ég á í milliríkjadeilu við Bandaríkin(sem þau vita ekki af og er sléttsama um). Þeir gleymdu að fjarlægja einhverjar græna miða úr vegabréfunum okkar á leiðinni heim frá Minneapolis sem eiga að sanna að við fórum örugglega úr landi. Ef þeir fá ekki þessa miðadruslur og önnur undarleg gögn innan 3 mánaða þá komumst við ekki inn í USA aftur án vegabréfsáritunar. Við þurfum að senda þeim miðahelvítin, boarding passa sem við eigum ekki lengur,ljósrit af vegabréfum, launaseðlum, útprentun úr heimabanka og kreditkortakvittun sem "eiga" að sanna að við séum ekki lengur í landinu. Allt þetta eigum við að senda til Kentucky og svo hugsa þeir málið í 4 mánuði og svo megum við náðarsamlegast hafa samband og vita hvort allt sé í gúddí!!
Við hringdum í sendiráðið og spurðum hvort við mættum ekki mæta niður í sendiráðið og skila miðadjöflunum þar, það ætti nú að vera næg sönnun fyrir því að við erum ekki í USA en neibbs!
Það er meira en freistandi að senda þeim umslag með spelti í með í pakkanum svona til að fokka aðeins í þeim. Þannig kæmumst við allavegana til Bandaríkjanna með hraði,við yrðum framseld sem danska Bin Laden fólkið og látin dúsa í Guantanamo næstu 10 árin. Þar á víst að vera heitt og gott! Við gætum frætt þá um muninn á hvítu hveiti og spelti.
Ég er farin að sjá eftir að að hafa styrkt bandarískt hagkerfi svona mikið í verslunarferðinni í maí, þá hafa þeir peninga til að styrkja svona ruglstofnanir í Kentucky.
Sunday, June 29, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
hvaða voða vesen er þetta á þeim. annars hlakka ég til að koma að heimsækja ykkur bráðum.
kveðja erna og óli jökull
Post a Comment