Friday, June 24, 2005

Pósturinn Ásdís og kötturinn ?

Ég er komin með vinnu, nananananaanana!!! Djöfull er það æðislegt. Ég byrja hjá Post Danmark á þriðjudaginn, verð í hlutastarfi í júlí og svo fastráðning og fullt starf í ágúst. Ýhhaaa!
Þetta er mjög erfið vinna líkamlega þannig að ég kemst kannski í form í fyrsta skipti á ævinni. Ég er nú búinn að vera að plana það að koma mér form frá fæðingu. Ég er með B.A gráðu í að hugsa um hvernig ég ætla að koma mér í form en framkvæmdin hefur verið lítil sem engin. Kannski gerir Post Danmark fyrir mig það sem ég get ekki gert sjálf.
Ég er ógeðslega lukkuleg með hverfið sem ég bý í, það er stöðuvatn rétt hjá og æðislegt útivistarsvæði, svo er Kringlan í 5 mín fjarlægð. Ég þarf ekki að fara niður í bæ til þess að gera neitt í rauninni. Svo get ég hjólað í vinnuna(upp brekkuna reyndar) en ég neita að láta það fara í taugarnar á mér.
Það hefur verið geggjað veður síðastliðna daga og jarðaberjatíminn í Danmörku er í full swing. Ég borða jarðaber í öll mál(nema í gærkvöldi, það er ekki hægt að blanda jarðaberjum við hakk og spagettí, svo vel fari).
Ég held að ég fari bara á ströndina núna:)

3 comments:

Linda Björk said...

Til hamingju :) ekkert smá góðar fréttir og ekki búin að vera mánuð í Danmörku. Ég kalla ykkur góð

Við sjáumst vonandi í september...

Anonymous said...

hey til hamingju með vinnunna..... rosalega verður þú flott þegar maður sér þig næst :)

Anonymous said...

til hamingju með nýju vinnuna og allt.
mikið er gott að allt er að ganga upp hjá ykkur skötuhjúum.