Monday, June 06, 2005

Meee!

Fyrsti dagurinn í Baunalandi gekk ágætlega fyrir sig, ég skráði mig inn í landið og svoleiðis. Ég er að reka mig á það að það gerist allt hægar hér í kerfinu en á Íslandi en það mátti svosum alveg. Það var ágætis veður í dag nema að það var dáldið kalt á dönskum mælikvarða, svo kom suddi seinni partinn. Minn heittelskaði strunsaði með mig út um allan bæ til að skoða rúm, við fundum nokkra góða kandidata. Ég smakkaði furðulegan hlut í dag, rúnstykki með kjötbollu, rauðkáli, súrri gúrku og salati. Alls ekki vont en skrýtið! Bara Dönum dettur í hug svona samsetning. Ég finn að ég er strax farin að afíslenskast, ég er orðin rólegri og ég fæ nískuköst öðru hvoru. Ég verð orðinn ligeglad og nískari en andskotinn áður en haustar!
Ég rölti með Betu systur niður strikið og við nískuðumst saman. Þetta er orðið svo alvarlegt á fyrsta degi að ég bauð henni út að borða á pizzahlaðborð sem kostaði 49 kall (=ekki neitt). En hún er búinn að vera hérna svo lengi að henni fannst það allt í lagi. Hún er löngu orðin nísk.

4 comments:

Linda Björk said...

er það danskt að vera nískur? Ég hélt það væru þjóðverjarnir..... villtistu kannski inn í rangt land ;)

Anonymous said...

hæhæ ásdís mín
það er nú gott að þú sért að afstressast. bið að heilsa betu.
get ekki beðið að koma í heimsókn og hitta ykkur
kv. Erna

Anonymous said...

ÞAð er hægt að færa góð rök fyrir því að danir séu í raun ekki nískir heldur hagsýnir. Mér hefur til dæmis oft fundist danir mun nægjusamari í lífsstíl en íslendingar. "knús"

Petur Fostri

Anonymous said...

knús til baka, gaman að heyra í þér