Friday, June 10, 2005

Góður dagur!

Ég er búinn að vera í brúðkaupi í allan dag, Lóa systir hans Anders var að gifta sig. Mjög flott og intimat brúðkaup og ég snökti í athöfninni , hún var svo falleg. Ég er mikið viðkvæmari fyrir brúðkaupum eftir að ég gifti mig sjálf. Það er eitthvað við brúðkaup sem gerir mann svo ægilega glaðan og maður er glaður í viku á eftir.
Ég og minn heittelskaði sættumst á rúm og versluðum það í gær. Ég var voða bjartsýn og hélt að ég fengi að lúlla í nýja Tempur rúminu um helgina. En nei, þá kom til kasta náttúrulögmálið "það tekur allt 14 daga í Danmörku". Það tekur 14 daga að flytja rúmið á milli Óðinsvé og Köben, þeir fara kannski með þetta í hestvagni! Hver veit!
Ég sótti um 6 vinnur í gær, ægilega dugleg.
Veðrið er ekkert spes og verður það ekki næstu daga:(

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með skeiðvöllin.

Farið samt varlega með hann.

hafið það gott í dk

Anonymous said...

Hér er sól og hiti :)
Aldrei þessu vant.
Búið að taka Halla frá mér. Kenni þér um þetta allt saman, virðist vera svo erfitt að fylla tómrúmið eftir þig í Hfj að Halli var sá eini sem kom til greina og hann er nú ekki lítill!!
Ha det godt,
knús Anna Sigga