Monday, May 30, 2005

Kakósúpa er ekki matur!

Ég er dálítið óþolinmóð þessa dagana, við erum búin að pakka niður búslóðinni og skilum íbúðinni af okkur á morgun. Það er tæp vika og ég vil eiginlega drífa þetta af en samt ekki. Ég átti frábæra helgi, var með kveðjupartí fyrir saumaklúbbinn á föstudaginn , fór í innflutningspartí hjá Lindu á laugardagskvöldið og svo matarboð hjá góðum vinum okkar Gísla og Auju í gærkvöld. Svo fór seinasta vika í kveðjukaffihúsaferðir, ég var mjög góður viðskiptavinur á Kaffi Nauthól. Það var mjög gaman hjá Lindu á laugardaginn , hún á heiður skilinn fyrir skemmtilegt partí, það var líka gaman að hitta allt hitt fólkið sem hún umgengst.
Mér finnst dálítið leiðinlegt að kveðja fjölskyldu, vini og vinnufélaga en það er samt mjög jákvætt að hafa svona mikið af skemmtilegu fólki til að kveðja. Það væri ekkert sérlega sniðugt ef allir væru rosa fegnir að losna við okkur:)
Ég er súr útí mötuneytið í dag, það er kakósúpa í matinn. Það er ótrúlegt að kakósúpa og tvíbökur skuli teljast matur í dag.

2 comments:

Linda Björk said...

þakka þér :)

en supur eru bara ekki matur ;)

Anonymous said...

Hvaða vittleysa er þetta!
Maður hneykslast nú bara!

Bara svo að þið vitið það þá er KAKÓSÚPA með því besta sem maður fær!

Þetta er svona eins og súkkulaðibúðingur en samt ekki desert heldur máltíð.

Ég spyr bara er hægt að hafa það betra??