Monday, May 23, 2005

Meira feitt fólk í Eurovision!

Rosalega er Eurovision skemmtileg, jafnvel þegar hún er skítléleg eins og hún var núna með örfáum undantekningum. Ég var sátt við Dani(að sjálfsögðu:), Norðmenn og síðan sérstaklega Möltu. Flott lag og feit kona, það er eitthvað sem sést ekki í Eurovision í dag. Mér fannst hressandi að sjá konu sem var ekki stereotýpan(43kíló,sæt,í stuttu pilsi, flegnum bol og getur varla sungið) Gott hjá henni!! Hún Selma okkar stóð sig ágætlega en skar ekki úr að mínu mati nema að því leyti að hún var með verri stílista en hinar. Það voru hreinlega of mörg svipuð lög í keppninni. Ég skildi þetta ekki með grísk-sænsku stelpuna sem vann, hún var ekki með neitt spes lag. En frekar hún en drengirnir frá Lettlandi, þeir voru alveg agalegir.
Ég er búinn að vera pakka niður dóti í dag, ógeðslega dugleg. Því oftar sem ég flyt því auðveldara er að henda dótinu mínu, t.d þá tímdi ég að henda í dag spennugjafanum sem ég smíðaði þegar ég var 18 ára í grunndeild RAF. Ég meina come on! hvað get ég notað 30v spennugjafa í? ég held reyndar meira að segja að hann virki ekki. En svo reyndi ég að gefa Ísfólkssafnið mitt sem ég hef ekki lesið síðan ég var 15 ára en ég fékk það ekki af mér.
Kannski í næstu flutningum.

1 comment:

Linda Björk said...

maður gefur heldur ekki frá sér bækur. Sama þótt maður les þær ekki þá er aldrei að vita hvenær maður les þær aftur :). Í verkfallinu 95 tók ég mig t.d. til og las unglingbækurnar mínar aftur. Langar að fara að lesa barnabækurnar aftur :) eins og Öddu bækurnar, Milly Molly Mandy og ævintýrabækurnar.