Tuesday, May 24, 2005

Rúv og Stalín - góðir félagar!

Ég er búin að eiga mjög skrítin samskipti við RÚV undanfarnar vikur. Ég var mjög hissa þegar ég var að segja upp áskriftinni(nauðungarskattinum) því þeir vildu kvittun af farseðlinum mínum eða farmskrá sem staðfestingu að ég sé að fara úr landi. Ég meina! ætla þeir að fylgja mér upp í flugvél til að tryggja að ég sé örugglega að fara. Þetta er mega paranoia! Ég ákvað að vera kurteis, senda þeim staðfestinguna og sagði upp frá og með 31.maí(skila íbúðinni þá og fæ að lúlla hjá foreldrunum þangað til ég fer). Svo fékk ég póst frá þeim í dag sem er þessi:

Sæl,

Hvert flytur þú þá? ef þú flytur inná heimili þar sem annar aðili greiðir afnotagjaldið þá þurfum við að fá nafn hans og kennitölu svo hægt sé að fella niður afnotagjald þitt. Ath. niðurfelling miðast við að þið hafið sama lögheimili.

Ég skil þetta þannig að þeir vilji vita hvar ég er niðurkomin frá 1-5.júní(flýg þá). Ég geri ráð fyrir að þeir vilji koma í veg fyrir að ég sé að horfa á sjónvarpið MITT heima hjá foreldrum mínum og fá að rukka mig fyrir þessa 5 daga sem um ræðir. Upphæðin eru heilar 450 kr (2.705/6=). Mér finnst þetta aðeins of langt gengið. Ég vissi að RÚV ætti bágt fjárhagslega en ekki svona. Þeim kemur ekki við hvar ég sef á næturnar. Það er svona einhver rússneskur Stalínfílingur í þessu. Það er alveg gífurlega freistandi að segja þeim að fara í rassgat en ég finn bara svo til með starfsfólkinu þarna. Það heyrir örugglega "farðu í rassgat" og þaðan af verra 5 sinnum á dag. Ætli ég leysi þetta ekki þannig að ég afhendi ónýta sjónvarpið mitt 31.maí , þá geta þeir ekki sagt neitt. Við ætlum að kaupa nýtt sjónvarp í Danmörkinni múúúhahahahahahahahaha!

No comments: