Thursday, September 01, 2005

Sýndarmennskan í hnallþórunum!

Ég er eiginlega búin að komast að þeirri niðurstöðu að þessi tendens til að baka ægilega mikið af kökum og þrífa allt hátt og lágt þegar ég er með gesti er bara sýndarmennska. Ég er bara hrædd um hvað fólk heldur ef ég geri það ekki og svo vil ég fá klapp á bakið fyrir kökubakstur. Ég vil ekki að fólk haldi að það sé eitthvað að þannig að það verður allt að vera voða fínt á yfirborðinu. En staðreyndin er sú að það er nú yfirleitt drasl hjá mér(nema þegar koma gestir) og heimilislífið mitt er ágætlega heilbrigt. Kannski ætti ég bara hætta að standa í þessu , hafa óhreina þvottinn á sófanum og gefa fólki myglað matarkex og sykurlausan appelsínusvala. En ætli fólk myndi þá ekki hætta að nenna koma til mín!
Það sem ég er að reyna að koma orðum að er að það eru svo margar óskrifaðar reglur sem eru í gangi sem maður hlýðir ósjálfrátt. T.d að vinna nógu djöfulli mikið þá reddast þetta!, borga reikningana á réttum tíma, kaupa hluti sem maður þarf ekki vegna þess að hinir eiga svoleiðis, vera í vinnu sem öðrum finnst flott,eiga fínt heimili, garð,bíl og mann og ég tala nú ekki um börn sem koma vel fyrir út ávið og alls ekki viðurkenna að það sé ekki allt í gúddí inn á heimilinu. Álit annara getur haft gífurleg áhrif á gjörðir manns.
Sem betur fer verður maður frjálsari fyrir þessum hlutum eftir því sem maður verður eldri en ég er greinilega ekki ennþá orðin frjáls fyrir marengstertunum. Svo finnst mér reyndar gaman að baka.

3 comments:

Linda Björk said...

sko - finnst ég ekki vera í þessari sýndarmennsku... allavega ekki með vinnuna, hlutunum og annað slíkt ;)
verð að viðurkenna þó að ég þríf ef ég á von á gestum og það er ekki alltaf þannig hjá mér. En ég vil hafa það alltaf þannig hjá mér ég bara nenni því ekki alltaf ....

Anonymous said...

Hvaða tilektar/þrifasyndróm er þetta? Lífið snýst ekki bara um að gera það sem maður vill helst. Heldur að drífa sig bara í það að gera það sem "þarf" að gera.Svo maður hafi meiri tíma fyrir það sem mann langar að gera.
kv xxxxx
MA

Anonymous said...

Ásdís mín!
Tek heilshugar undir með MA. Gangi þér vel.

Kristín Á, danska