Wednesday, August 31, 2005

Ég er að fíla Scooterinn minn í tætlur, ótrúlega auðvelt að komast á milli staða og svo lærir maður að rata um borgina. Ég er ekki búinn að keyra neina saklausa Dani niður og þeir hafa ekki keyrt á mig og ég held að það sé því algjörlega að þakka hversu góðir og tillitsamir bílstjórar Danir eru. Ef ég væri á Íslandi hefði verið búið að keyra á mig á degi 2.
Fékk nett menningarsjokk á sunnudaginn, fór í danskt barnaafmæli og ég hreinlega vissi ekki að það væri löglegt að halda afmæli án þess að hafa minnsta kosti eina marengs og 1 heitan rétt. Húsfreyjan bakaði rúnstykki og svo var álegg og ávextir. Svo voru tvær kökur sem voru úr búðinni og vatn, ávaxtasafi og kaffi. Þetta var mjög huggulegt en ekki alveg það sem ég er vön. Ég efast um að ég gæti haldið afmælisveislu án þess að hafa gos og baka svona 5 kökur + heita rétti +osta og eitthvað meira. Ég var að pæla hvort þetta er gamla húsfreyjusyndromið "það verður að vera til nóg og það verður að vera flott" ,svo er þetta líklega álit annara. Svo var ég að ræða þetta við systur mína og Danir kunna víst alls ekki að baka. Þeir kaupa einhverja ömurlega botna út í búð og setja eitthvað ógeðkrem á milli. Við systurnar ættum að kannski að stofna kaffihús og mennta baunana um hvernig tertur eiga að vera.

2 comments:

Anonymous said...

Þetta hefst uppúr því að senda barnungar dætur sínar í eldhúsið og segja þeim að baka þegar mamma nennir því ekki lengur mikið er móðurhjartað stolt.
knús og kossar XXXXX
mamma

Anonymous said...

Mér líst vel á þetta með kaffihúsið nóg af hnallþórum flott sporakveðjur Erna 1