Wednesday, August 03, 2005

Heppin!

Það hafa nokkrir aðilar minnst á það við mig undanfarið að ég sé heppin, að þetta Danmerkurdæmi gangi svo vel, komin með vinnu og svo framvegis. Ég er það að vissu leyti en það hefur ekki svo mikið með heppni að gera, ekki í eiginlegri merkingu. Ég er mjög lukkuleg með að hafa látið verða af þessu og mér finnst lífið einhvernveginn betra, mér finnst ég aðallega hafa grætt tíma. Ég upplifi að meðaldagurinn hafi lengst um 5 tíma, ég hef meiri tíma til að vera til. Ég hef mikið meiri tíma til að iðka og því meira sem ég iðka því meiri tíma hef ég(skrýtin þversögn,en samt sönn). Á síðastliðnum árum hef ég lært smám saman að treysta því að lífið verði alltí lagi og hætta að reyna stjórna útkomunni. Og þegar ég hætti að reyna að hafa kverkatak á allri minni tilveru þá fer ég að sjá alla möguleikana. Hlutirnir æxlast reyndar mjög sjaldan eins og ég held að þeir geri. T.d þessi vinna hjá póstinum, ég fékk hugdettu eitt kvöldið að það væri ágætt að vinna hjá póstinum, sótti um á netinu um laugardagsvinnu, fór í viðtal, bað um heilsdagsvinnu, fékk hana og frétti svo eftirá að þetta er ein best borgaða vinnan sem maður fær í Danmörku ómenntaður. Þeir báðu ekki um cv, þeir hafa ekki hugmynd hvar ég var að vinna áður. Eins og ég eyddi miklum tíma í þetta cv og ætlaði aldeilis að sigra Dani með flottri starfsferilsskrá! Svona er þetta, íbúðin kom uppí hendurnar á okkur, frænka hans Anders sagði okkur að kíkja í ákveðið dagblað á ákveðnum degi,þar var íbúðin. Svona hefur þetta verið í ár, eftir að ég hætti að vera svona óttaslegin yfir því að hvað gæti gerst og byrjaði að treysta því að það sem gerist er það rétta. Það eru nefnilega engar tilviljanir og það er tilgangur með öllu. Lífið mitt gengur einhvernveginn best þegar ég er ekkert að skipta mér alltof mikið af því, almættið hefur bara mikið meiri yfirsýn og ímyndunarafl en ég.

1 comment:

Anonymous said...

Vá, þetta er alveg nákvæmlega sama upplifun og ég lifði þegar ég flutti til ítalíu. Kannski gildir þetta bara um íslendinga í útlöndum, hvernig hlutirnir reddast bara, en eitt er víst, það er einhver að passa okkur...